Farþegar Icelandair geta nú borgað fyrir að kolefnisjafna flug sitt

Farþegar Icelandair og Air Iceland Connect geta frá og með deginum í dag greitt flugfélögunum viðbótarframlag fyrir að kolefnisjafna flug sitt.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Far­þeg­ar Icelanda­ir og A­ir Iceland Conn­ect­ ­geta frá og með deg­inum í dag greitt fyrir að jafna kolefn­is­fót­spor sitt við bókun flug­miða. Reiknað er út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til áfanga­staða ­fé­lags­ins og far­þegum er síðan boðið að planta ákveðið mörgum trjám til að kolefn­is­jafna hvert flug. Losun frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum og er losun árs­ins 2018 ­á­ætl­uð um 2.781 kílótonn af CO2 í­gild­um.

Þrjú tré fyrir ferð til Amster­dam 

Icelandair og Air Iceland Conn­ect hafa í sam­starfi við Klappir grænar lausnir reiknað út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til allra áfanga­staða félag­anna. Til að mynda er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur báðar leiðir frá Reykja­vík til Amster­dam í almennu far­rými 0,3 tonn og er far­þega því boðið að planta þremur trjám fyrir 639 krónur til kolefn­is­jafna flug­ið. Til sam­an­burðar er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur til og frá borg­inni Seattle í Banda­ríkj­unum 0,9 tonn og far­þega því boðið að planta níu trjám fyrir 1.824 krón­ur.

Auglýsing

Við­bót­ar­greiðsla far­þega mun renna óskert til Kol­viðar sem er kolefn­is­sjóður sem stofn­aður var af Skóga­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Land­vernd. ­Sjóð­ur­inn fjár­magnar aðgerðir til bind­ingar kolefnis með land­græðslu, skóg­rækt og öðrum leiðum sem draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Icelandair Group kemur fram að félagið hafi  gripið til ýmissa aðgerða á und­an­förnum árum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Vélum fyr­ir­tæk­is­ins hefur til dæmis verið breytt með ásetn­ingu svo­kall­aðra vængugga (e. winglets) sem draga úr loft­mót­stöðu og spara þannig elds­neyti. Einnig hefur félagið inn­leitt verk­lag og ýmsar aðferðir til að lág­marka elds­neyt­is­notk­un, svo sem við aðflug og lend­ingu og með inn­leið­ingu elds­neyt­is­vökt­unar til að draga úr los­un. [ad­spott]

„Neyt­endur eru með­vit­aðir um eigin kolefn­is­fót­spor og það er ánægju­legt að koma til móts við far­þega okkar sem vilja jafna kolefn­islosun sína vegna flug­ferða. Þetta er mik­il­vægt skref og í sam­ræmi við stefnu félags­ins. Þá geta við­skipta­vinir Icelandair Cargo nú þegar jafnað kolefn­islosun sína sem mynd­ast vegna flutn­inga með félag­in­u,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Flug­­­sam­­göngur eru áfram ábyrgar fyrir með mestu los­un­inni frá hag­­kerfi Íslands árið 2018 eða um 2.781 kílótonn af hit­un­ar­gildum (CO2 ígild­i). Losun hit­un­­ar­­gilda frá flug­­­sam­­göngum innan íslenska hag­­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á síð­­­ustu árum. 

Árið 2010 var losun frá­­ flug­­sam­­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­­ar­­gildum en los­unin í fyrra er áætl­­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­­lega 2000 kílótonn á átta árum. Þetta kemur fram í los­un­­ar­­bók­haldi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá hag­­kerfi Íslands sem Hag­­stofan heldur utan um. 

Mynd: Hagstofan

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent