Farþegar Icelandair geta nú borgað fyrir að kolefnisjafna flug sitt

Farþegar Icelandair og Air Iceland Connect geta frá og með deginum í dag greitt flugfélögunum viðbótarframlag fyrir að kolefnisjafna flug sitt.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Far­þeg­ar Icelanda­ir og A­ir Iceland Conn­ect­ ­geta frá og með deg­inum í dag greitt fyrir að jafna kolefn­is­fót­spor sitt við bókun flug­miða. Reiknað er út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til áfanga­staða ­fé­lags­ins og far­þegum er síðan boðið að planta ákveðið mörgum trjám til að kolefn­is­jafna hvert flug. Losun frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum og er losun árs­ins 2018 ­á­ætl­uð um 2.781 kílótonn af CO2 í­gild­um.

Þrjú tré fyrir ferð til Amster­dam 

Icelandair og Air Iceland Conn­ect hafa í sam­starfi við Klappir grænar lausnir reiknað út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til allra áfanga­staða félag­anna. Til að mynda er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur báðar leiðir frá Reykja­vík til Amster­dam í almennu far­rými 0,3 tonn og er far­þega því boðið að planta þremur trjám fyrir 639 krónur til kolefn­is­jafna flug­ið. Til sam­an­burðar er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur til og frá borg­inni Seattle í Banda­ríkj­unum 0,9 tonn og far­þega því boðið að planta níu trjám fyrir 1.824 krón­ur.

Auglýsing

Við­bót­ar­greiðsla far­þega mun renna óskert til Kol­viðar sem er kolefn­is­sjóður sem stofn­aður var af Skóga­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Land­vernd. ­Sjóð­ur­inn fjár­magnar aðgerðir til bind­ingar kolefnis með land­græðslu, skóg­rækt og öðrum leiðum sem draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Icelandair Group kemur fram að félagið hafi  gripið til ýmissa aðgerða á und­an­förnum árum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Vélum fyr­ir­tæk­is­ins hefur til dæmis verið breytt með ásetn­ingu svo­kall­aðra vængugga (e. winglets) sem draga úr loft­mót­stöðu og spara þannig elds­neyti. Einnig hefur félagið inn­leitt verk­lag og ýmsar aðferðir til að lág­marka elds­neyt­is­notk­un, svo sem við aðflug og lend­ingu og með inn­leið­ingu elds­neyt­is­vökt­unar til að draga úr los­un. [ad­spott]

„Neyt­endur eru með­vit­aðir um eigin kolefn­is­fót­spor og það er ánægju­legt að koma til móts við far­þega okkar sem vilja jafna kolefn­islosun sína vegna flug­ferða. Þetta er mik­il­vægt skref og í sam­ræmi við stefnu félags­ins. Þá geta við­skipta­vinir Icelandair Cargo nú þegar jafnað kolefn­islosun sína sem mynd­ast vegna flutn­inga með félag­in­u,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Flug­­­sam­­göngur eru áfram ábyrgar fyrir með mestu los­un­inni frá hag­­kerfi Íslands árið 2018 eða um 2.781 kílótonn af hit­un­ar­gildum (CO2 ígild­i). Losun hit­un­­ar­­gilda frá flug­­­sam­­göngum innan íslenska hag­­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á síð­­­ustu árum. 

Árið 2010 var losun frá­­ flug­­sam­­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­­ar­­gildum en los­unin í fyrra er áætl­­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­­lega 2000 kílótonn á átta árum. Þetta kemur fram í los­un­­ar­­bók­haldi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá hag­­kerfi Íslands sem Hag­­stofan heldur utan um. 

Mynd: Hagstofan

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Pétursson
Brexit er efnahagslegt högg fyrir Breta
Kjarninn 25. febrúar 2021
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent