Farþegar Icelandair geta nú borgað fyrir að kolefnisjafna flug sitt

Farþegar Icelandair og Air Iceland Connect geta frá og með deginum í dag greitt flugfélögunum viðbótarframlag fyrir að kolefnisjafna flug sitt.

Icelandair flugvél
Auglýsing

Far­þeg­ar Icelanda­ir og A­ir Iceland Conn­ect­ ­geta frá og með deg­inum í dag greitt fyrir að jafna kolefn­is­fót­spor sitt við bókun flug­miða. Reiknað er út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til áfanga­staða ­fé­lags­ins og far­þegum er síðan boðið að planta ákveðið mörgum trjám til að kolefn­is­jafna hvert flug. Losun frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum og er losun árs­ins 2018 ­á­ætl­uð um 2.781 kílótonn af CO2 í­gild­um.

Þrjú tré fyrir ferð til Amster­dam 

Icelandair og Air Iceland Conn­ect hafa í sam­starfi við Klappir grænar lausnir reiknað út hversu mikið af gróð­ur­húsa­loft­teg­undum losna við flug til allra áfanga­staða félag­anna. Til að mynda er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur báðar leiðir frá Reykja­vík til Amster­dam í almennu far­rými 0,3 tonn og er far­þega því boðið að planta þremur trjám fyrir 639 krónur til kolefn­is­jafna flug­ið. Til sam­an­burðar er kolefn­is­fót­spor ein­stak­lings sem flýgur til og frá borg­inni Seattle í Banda­ríkj­unum 0,9 tonn og far­þega því boðið að planta níu trjám fyrir 1.824 krón­ur.

Auglýsing

Við­bót­ar­greiðsla far­þega mun renna óskert til Kol­viðar sem er kolefn­is­sjóður sem stofn­aður var af Skóga­rækt­ar­fé­lagi Íslands og Land­vernd. ­Sjóð­ur­inn fjár­magnar aðgerðir til bind­ingar kolefnis með land­græðslu, skóg­rækt og öðrum leiðum sem draga úr nettólosun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. 

Í frétta­til­kynn­ingu frá Icelandair Group kemur fram að félagið hafi  gripið til ýmissa aðgerða á und­an­förnum árum í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Vélum fyr­ir­tæk­is­ins hefur til dæmis verið breytt með ásetn­ingu svo­kall­aðra vængugga (e. winglets) sem draga úr loft­mót­stöðu og spara þannig elds­neyti. Einnig hefur félagið inn­leitt verk­lag og ýmsar aðferðir til að lág­marka elds­neyt­is­notk­un, svo sem við aðflug og lend­ingu og með inn­leið­ingu elds­neyt­is­vökt­unar til að draga úr los­un. [ad­spott]

„Neyt­endur eru með­vit­aðir um eigin kolefn­is­fót­spor og það er ánægju­legt að koma til móts við far­þega okkar sem vilja jafna kolefn­islosun sína vegna flug­ferða. Þetta er mik­il­vægt skref og í sam­ræmi við stefnu félags­ins. Þá geta við­skipta­vinir Icelandair Cargo nú þegar jafnað kolefn­islosun sína sem mynd­ast vegna flutn­inga með félag­in­u,“ segir Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelandair Group. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Flug­­­sam­­göngur eru áfram ábyrgar fyrir með mestu los­un­inni frá hag­­kerfi Íslands árið 2018 eða um 2.781 kílótonn af hit­un­ar­gildum (CO2 ígild­i). Losun hit­un­­ar­­gilda frá flug­­­sam­­göngum innan íslenska hag­­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­­ar­­lega á síð­­­ustu árum. 

Árið 2010 var losun frá­­ flug­­sam­­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­­ar­­gildum en los­unin í fyrra er áætl­­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­­lega 2000 kílótonn á átta árum. Þetta kemur fram í los­un­­ar­­bók­haldi gróð­­ur­húsa­­loft­teg­unda frá hag­­kerfi Íslands sem Hag­­stofan heldur utan um. 

Mynd: Hagstofan

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent