Flugsamgöngur áfram ábyrgar fyrir mestu losuninni

Losun hitunargilda frá flugsamgöngum innan íslenska hagkerfisins hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Árið 2010 var losun frá flugsamgöngum 770,6 kílótonn af hitunargildum en losunin í fyrra er áætluð 2781 kílótonn.

flugvél
Auglýsing

Losun vegna flutn­inga með flugi jókst um tæp 27 pró­sent frá árinu 2016 til árs­ins 2017. Þá er áætlað að losun frá þessum geira í fyrra sé 5 pró­sent hærri en árið áður eða 2781 kílótonn af hit­un­ar­gild­um( CO2 í­gild­i). Þetta kemur fram í los­un­ar­bók­haldi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hag­kerfi Íslands sem Hag­stofan heldur utan um. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Los­un hit­un­ar­gilda er ekki það er ekki sama og los­un koltví­sýr­ings heldur einnig losun ann­arra loft­teg­unda. Sú losun sem um er að ræða í los­un­ar­bók­haldi Hag­stof­unnar er sú losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hverri hag­kerf­is­ein­ingu sem íslenskt hag­kerfi byggir á auk heim­ila. Losun þarf því ekki að eiga sér stað á land­svæði Íslands, heldur þarf ákvörð­un­ar­taka um notkun efna og þar með losun að vera í höndum inn­lendra aðila.

Flug­sam­göngur eru áfram með mestu los­un­ina frá hag­kerfi Íslands árið 2018 en losun hit­un­ar­gilda frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Árið 2010 var losun frá­ flug­sam­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­ar­gildum en los­unin í fyrra er áætl­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­lega 2000 kílótonn á átta árum. Mynd: Hagstofan

Losun frá sjó­sam­göngum auk­ist um 70 pró­sent 

Losun hit­un­ar­gilda frá sjó­sam­göngum hefur einnig auk­ist nokkuð á síð­ustu árum en sam­kvæmt Hag­stof­unni kemur þar inn aukin notkun á jarð­efna­elds­neyti og á kæli­m­iðlum í flutn­ing­um. Í þessum lið eru flutn­inga­skip og skip sem notuð eru til skemmti­sigl­inga, að því gefnu að þessi skip séu með inn­lendan rekstr­ar­að­ila. Erlend skemmti­ferða­skip, flutn­inga­skip og ferjur eru hins vegar utan við los­un­ar­bók­hald hag­kerfis Íslands. 

Auglýsing

Frá árinu 2010 til 2017 jókst losun á CO2 ígildum frá sjó­sam­göngum um 253,8 kílótonn, eða um nær 70 pró­sent frá 2010 en þetta tíma­bil ein­kennd­ist af miklum vexti í ferða­manna­iðn­aði. Hag­stofan áætlar að losun frá skipa­flot­anum fari fram úr losun frá land­bún­aði og mat­væla­iðn­aði fyrir árið 2018 en áætluð losun frá skipa­flot­anum er 672 kílótonn á síð­asta ári en losun frá land­búbaði og mat­væla­iðn­aði 650 kílótonn.

Fyr­ir­huguð losun frá kís­il­iðn­aði er 1080 kílótonn 

Á und­an­förnum árum hefur verið unnið að upp­bygg­ingu kís­il­iðn­að­ar­ins á Íslandi en sam­kvæmt ­mats­á­ætl­un­um ­fyrir sam­þykktum fram­kvæmdum verður losun frá þessum ið­an­að­i allt að 1080 kílótonn af CO2 þegar fram­leiðslan nær fullum afköst­u­m. 

Þessi losun bæt­ist þá, að óbreyttu, við þau 1.819 kílótonn ígilda sem nú þegar koma frá málm­fram­leiðslu, eða allt að 60 pró­sent til við­bót­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent