Flugsamgöngur áfram ábyrgar fyrir mestu losuninni

Losun hitunargilda frá flugsamgöngum innan íslenska hagkerfisins hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Árið 2010 var losun frá flugsamgöngum 770,6 kílótonn af hitunargildum en losunin í fyrra er áætluð 2781 kílótonn.

flugvél
Auglýsing

Losun vegna flutn­inga með flugi jókst um tæp 27 pró­sent frá árinu 2016 til árs­ins 2017. Þá er áætlað að losun frá þessum geira í fyrra sé 5 pró­sent hærri en árið áður eða 2781 kílótonn af hit­un­ar­gild­um( CO2 í­gild­i). Þetta kemur fram í los­un­ar­bók­haldi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hag­kerfi Íslands sem Hag­stofan heldur utan um. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Los­un hit­un­ar­gilda er ekki það er ekki sama og los­un koltví­sýr­ings heldur einnig losun ann­arra loft­teg­unda. Sú losun sem um er að ræða í los­un­ar­bók­haldi Hag­stof­unnar er sú losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hverri hag­kerf­is­ein­ingu sem íslenskt hag­kerfi byggir á auk heim­ila. Losun þarf því ekki að eiga sér stað á land­svæði Íslands, heldur þarf ákvörð­un­ar­taka um notkun efna og þar með losun að vera í höndum inn­lendra aðila.

Flug­sam­göngur eru áfram með mestu los­un­ina frá hag­kerfi Íslands árið 2018 en losun hit­un­ar­gilda frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Árið 2010 var losun frá­ flug­sam­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­ar­gildum en los­unin í fyrra er áætl­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­lega 2000 kílótonn á átta árum. Mynd: Hagstofan

Losun frá sjó­sam­göngum auk­ist um 70 pró­sent 

Losun hit­un­ar­gilda frá sjó­sam­göngum hefur einnig auk­ist nokkuð á síð­ustu árum en sam­kvæmt Hag­stof­unni kemur þar inn aukin notkun á jarð­efna­elds­neyti og á kæli­m­iðlum í flutn­ing­um. Í þessum lið eru flutn­inga­skip og skip sem notuð eru til skemmti­sigl­inga, að því gefnu að þessi skip séu með inn­lendan rekstr­ar­að­ila. Erlend skemmti­ferða­skip, flutn­inga­skip og ferjur eru hins vegar utan við los­un­ar­bók­hald hag­kerfis Íslands. 

Auglýsing

Frá árinu 2010 til 2017 jókst losun á CO2 ígildum frá sjó­sam­göngum um 253,8 kílótonn, eða um nær 70 pró­sent frá 2010 en þetta tíma­bil ein­kennd­ist af miklum vexti í ferða­manna­iðn­aði. Hag­stofan áætlar að losun frá skipa­flot­anum fari fram úr losun frá land­bún­aði og mat­væla­iðn­aði fyrir árið 2018 en áætluð losun frá skipa­flot­anum er 672 kílótonn á síð­asta ári en losun frá land­búbaði og mat­væla­iðn­aði 650 kílótonn.

Fyr­ir­huguð losun frá kís­il­iðn­aði er 1080 kílótonn 

Á und­an­förnum árum hefur verið unnið að upp­bygg­ingu kís­il­iðn­að­ar­ins á Íslandi en sam­kvæmt ­mats­á­ætl­un­um ­fyrir sam­þykktum fram­kvæmdum verður losun frá þessum ið­an­að­i allt að 1080 kílótonn af CO2 þegar fram­leiðslan nær fullum afköst­u­m. 

Þessi losun bæt­ist þá, að óbreyttu, við þau 1.819 kílótonn ígilda sem nú þegar koma frá málm­fram­leiðslu, eða allt að 60 pró­sent til við­bót­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent