Flugsamgöngur áfram ábyrgar fyrir mestu losuninni

Losun hitunargilda frá flugsamgöngum innan íslenska hagkerfisins hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Árið 2010 var losun frá flugsamgöngum 770,6 kílótonn af hitunargildum en losunin í fyrra er áætluð 2781 kílótonn.

flugvél
Auglýsing

Losun vegna flutn­inga með flugi jókst um tæp 27 pró­sent frá árinu 2016 til árs­ins 2017. Þá er áætlað að losun frá þessum geira í fyrra sé 5 pró­sent hærri en árið áður eða 2781 kílótonn af hit­un­ar­gild­um( CO2 í­gild­i). Þetta kemur fram í los­un­ar­bók­haldi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hag­kerfi Íslands sem Hag­stofan heldur utan um. 

Los­unin auk­ist um 2000 kílótonn síðan 2010

Los­un hit­un­ar­gilda er ekki það er ekki sama og los­un koltví­sýr­ings heldur einnig losun ann­arra loft­teg­unda. Sú losun sem um er að ræða í los­un­ar­bók­haldi Hag­stof­unnar er sú losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá hverri hag­kerf­is­ein­ingu sem íslenskt hag­kerfi byggir á auk heim­ila. Losun þarf því ekki að eiga sér stað á land­svæði Íslands, heldur þarf ákvörð­un­ar­taka um notkun efna og þar með losun að vera í höndum inn­lendra aðila.

Flug­sam­göngur eru áfram með mestu los­un­ina frá hag­kerfi Íslands árið 2018 en losun hit­un­ar­gilda frá flug­sam­göngum innan íslenska hag­kerf­is­ins hefur auk­ist gríð­ar­lega á síð­ustu árum. Árið 2010 var losun frá­ flug­sam­göng­um 770,6 kílótonn af hit­un­ar­gildum en los­unin í fyrra er áætl­uð 2781 kílótonn. Los­unin hefur því auk­ist um rúm­lega 2000 kílótonn á átta árum. Mynd: Hagstofan

Losun frá sjó­sam­göngum auk­ist um 70 pró­sent 

Losun hit­un­ar­gilda frá sjó­sam­göngum hefur einnig auk­ist nokkuð á síð­ustu árum en sam­kvæmt Hag­stof­unni kemur þar inn aukin notkun á jarð­efna­elds­neyti og á kæli­m­iðlum í flutn­ing­um. Í þessum lið eru flutn­inga­skip og skip sem notuð eru til skemmti­sigl­inga, að því gefnu að þessi skip séu með inn­lendan rekstr­ar­að­ila. Erlend skemmti­ferða­skip, flutn­inga­skip og ferjur eru hins vegar utan við los­un­ar­bók­hald hag­kerfis Íslands. 

Auglýsing

Frá árinu 2010 til 2017 jókst losun á CO2 ígildum frá sjó­sam­göngum um 253,8 kílótonn, eða um nær 70 pró­sent frá 2010 en þetta tíma­bil ein­kennd­ist af miklum vexti í ferða­manna­iðn­aði. Hag­stofan áætlar að losun frá skipa­flot­anum fari fram úr losun frá land­bún­aði og mat­væla­iðn­aði fyrir árið 2018 en áætluð losun frá skipa­flot­anum er 672 kílótonn á síð­asta ári en losun frá land­búbaði og mat­væla­iðn­aði 650 kílótonn.

Fyr­ir­huguð losun frá kís­il­iðn­aði er 1080 kílótonn 

Á und­an­förnum árum hefur verið unnið að upp­bygg­ingu kís­il­iðn­að­ar­ins á Íslandi en sam­kvæmt ­mats­á­ætl­un­um ­fyrir sam­þykktum fram­kvæmdum verður losun frá þessum ið­an­að­i allt að 1080 kílótonn af CO2 þegar fram­leiðslan nær fullum afköst­u­m. 

Þessi losun bæt­ist þá, að óbreyttu, við þau 1.819 kílótonn ígilda sem nú þegar koma frá málm­fram­leiðslu, eða allt að 60 pró­sent til við­bót­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent