Mengandi Íslendingar auka kolefnisjöfnun

Íslendingar menga gífurlega mikið og virðast kjósa að kolefnisjafna losun sína í auknum mæli.

bílar
Auglýsing

Ísland er með mestu losun frá hag­kerfi á ein­stak­ling innan ESB og EFTA svæð­is­ins sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar frá 2016. Í takt við aukna umhverf­is­vit­und og stefnu­mótun í umhverf­is­málum kolefn­is­jafna sífleiri ein­stak­ling­ar, fyr­ir­tæki og stofn­anir sig.

Kolefn­is­jöfnun fellst í því að reikna út hversu mikið ein­stak­ling­ur, fyr­ir­tæki eða stofnun menga mik­ið, til dæmis hversu mikil losun koltví­sýr­ings á sér stað við flug eða akst­ur. Ein­stak­ling­ur­inn, fyr­ir­tækið eða stofn­unin greiðir fyr­ir­tæki eða sjóði fyrir að planta trjám eða end­ur­heimta vot­lendi sem í stað­inn bindur sama magn af kolefn­i. 

Auglýsing
Tvö fyr­ir­tæki og sjóðir bjóða upp á kolefn­is­jöfnun á Íslandi, það eru Vot­lend­is­sjóður og Kol­við­ur. Í svari frá Umhverf­is­stofnun við fyr­ir­spurn Kjarn­ans er ekki vitað um fleiri fyr­ir­tæki eða sjóði sem bjóði upp á kolefn­is­jöfnun önnur en hin fyrr­greindu. 300 ein­stak­lingar hafa kolefn­is­jafnað sig það sem af er ári hjá Kol­viði og 96 ein­stak­lingar hjá Vot­lend­is­sjóði.

End­ur­heimt vot­lendis

Alls hafa 18 fyr­ir­tæki og stofn­anir kolefn­is­jafnað sig með fram­lagi til Vot­lend­is­sjóðs, þar af níu fyr­ir­tæki á þessu ári. Á síð­asta ári greiddu 45 ein­stak­lingar til sjóðs­ins en nú hafa alls 96 ein­stak­lingar greitt til hans, að því er kemur fram í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Sumir ein­stak­ling­anna greiddu fleiri en eina greiðslu og flestir eru lík­lega að kolefn­is­jafna ferðir og lífs­stíl sinn, segir í svar­inu.

Bjarni Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Vot­lend­is­sjóðs, seg­ist finna fyrir veru­lega auknum áhuga ein­stak­linga á kolefn­is­jöfn­un. „Ég skynja einnig áhuga fyr­ir­tækja á að taka ábyrgð á fótspori rekstrar og tel að þau munu í síauknum mæli leita til Vot­lend­is­sjóðs­ins með jöfnun þar sem end­ur­heimt vot­lendis er til­tölu­lega ein­föld en mjög áhrifa­mikil aðgerð sem skilar sér á nokkrum vikum eða í mesta lagi mán­uð­u­m,“ segir Bjarni í svar­inu.

Á heima­síðu Vot­lend­is­sjóðs eru fjórar leiðir nefndar sem hægt er að nýta. Til að mynda er hægt að leggja inn á vot­lend­is­sjóð­inn sem sér um að end­ur­heimta vot­lend­ið, í öðru lagi geta land­eig­endur end­ur­heimt vot­lendi á eigin vegum á eigin landi, einnig er hægt að end­ur­heimta vot­lendi á ann­arra landi sem henti til að mynda félaga­sam­tökum eða verk­taka­fyr­ir­tækjum og að lokum geta stór­kaup­endur styrkt sjóð­inn tl að end­ur­heimta stórt svæð­i.

Skóg­rækt vin­sæll kostur

Kol­viður áætlar að um 80 fyr­ir­tæki kolefn­is­jafni sig árið 2019. Árið 2018 kolefn­is­jöfn­uðu um 45 fyr­ir­tæki sig og 2017 rétt rúm­lega 30 fyr­ir­tæki, að því er kemur fram í svari Kol­viðar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. 

66 ein­stak­lingar kolefn­is­jöfn­uðu sig á árinu 2018 en um 300 ein­stak­lingar hafa kolefn­is­jafnað sig það sem af er ári 2019. Því er ljóst að vin­sældir kolefn­is­jöfn­unar hafa auk­ist gíf­ur­lega. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir fyr­ir­tækið sig finna fyrir miklum áhuga á kolefn­is­jöfn­un.

Fjöldi fyrirtækja sem kolefnisjafna sig hjá Kolviði

Á heima­síðu Kol­viðar er hægt að sjá lista yfir fyr­ir­tæki sem hafa kolefn­is­jafnað sig. Jafn­framt er hægt að reikna sitt eigið kolefn­is­spor. Til dæmis kostar um þús­und krónur að kolefn­is­jafna flug fram og til baka til Kaup­manna­hafn­ar. Á heima­síðu Kol­viðar stendur að ein­stak­lingar geti kolefn­is­jafnað losun af öku­tækjum sínum eða flugi og sigl­ing­um.

Seld kolefnisjöfnun á ári hjá Kolviði

Bláa Lónið skrif­aði nýverið undir samn­ing við Kol­við sem er jafn­framt stærsti samn­ingur Kol­viðar hingað til að því er segir í frétta­til­kynn­ingu Bláa Lóns­ins. Áætlað er að 18.000 tré verði gróð­ur­sett árlega til að tryggja kolefn­is­bind­ing­una.

Ríkið tekur þátt

Stjórn­ar­ráð Íslands hyggst raga úr losun sinni á koltví­­­sýr­ing um sam­tals 40 pró­­sent fyrir árið 2030 og stefnir það á að hafa verið kolefn­is­hlut­­laust í meira en tíu ár árið 2030 og binda að auka meira CO2 en það los­­ar.

Í frum­varpi Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, er lögð sú skylda á Stjórn­­­­­ar­ráð Íslands, stofn­­­anir rík­­­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eig­u ­­rík­­­is­ins að þau skuli setja sér lofts­lags­­­stefn­u. 

Íslend­ingar menga mikið

Sam­kvæmt Hag­stof­unni var Ísland með mestu losun frá hag­kerfi á ein­stak­ling innan ESB og EFTA svæð­is­ins árið 2016. 

Mynd: frá Hagstofunni

Losun Íslands kemur að stærstum hluta frá flugi og fram­leiðslu málma.

Íslend­ingar henda líka mikið af föt­um. Sam­kvæmt Umhverf­is­stofnun fer 60 pró­sent af vefn­að­ar­vöru á Íslandi í ruslið og endar annað hvort í urðun eða brennslu. Aðeins 40 pró­sent fer í end­ur­notkun og end­ur­nýt­ingu.

Auglýsing
Á síð­asta ári sendi Rauði kross­inn 3.000 tonn af textíl erlend­is, sam­kvæmt flokk­un­ar­stöð Rauða Kross­ins. Það er um 230, fjör­tíu feta, gámar á hverju ári, eða að með­al­tali fjórir og hálfur gámur í hverri viku.

Íslend­ingar fljúga einnig mik­ið. Til að mynda var heild­­ar­losun Stjórn­­­ar­ráðs­ins 1.377 tonn árið 2018, þar af var losun vegna flug­­­ferða á vegum ráðu­­neyt­anna og Rek­star­­fé­lags Stjórn­­­ar­ráðs­ins 963,4 tonn. Mest var losun utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­is­ins eða alls 403 tonn af koltví­­­sýr­ing vegna flug­­­ferða í fyrra.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira eftir höfundinnGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir
Meira úr sama flokkiInnlent