Öllum stofnunum og fyrirtækjum í ríkiseigu gert að kolefnisjafna starfsemi sína

Allar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og Stjórnarráðinu er skylt að setja sér loftlagsstefnu og markvisst vinna að því að kolefnisjafna starfsemi sína í nýju frumvarpi umhverfisráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, mælti í gær á Alþingi fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um loft­lags­mál. Í frum­varp­inu er lögð sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eig­u ­rík­is­ins skuli að setja sér lofts­lags­stefnu.

Verði frum­varpið að lögum þurfa rík­is­að­ilar að setja fram skil­greind mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfn­un við­kom­andi starf­semi í loft­lags­stefn­unni, auk aðgerða svo þeim mark­miðum verði náð. Í loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er meðal ann­ars gert ráð fyrir kolefn­is­jöfnun flug­ferða starfs­manna.

Loks­ins hafa loft­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber 

Í fram­sög­u Guð­mund­ar Ingi á Alþingi í gær kom fram að frá því að lög um loft­lags­mál voru sett fyrir sjö árum hafi loft­lags­vand­inn vaxið og með­vit­und um hann stór­auk­ist. Aukin krafa sé nú gerð um við­brögð og aðgerðir á alþjóða­vísu, sem og í íslensku sam­fé­lag­i. „ Margt hefur breyst og rík þörf er á að upp­færa lög­in. Rík­is­stjórnin hefur sett lofts­lags­málin á odd­inn og mikil vinna á sér nú stað varð­andi þennan mála­flokk. Loks­ins hafa lofts­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber,“ sagði Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Í frum­varp­inu eru lagðar fram ýms­ar breyt­ing­ar ­sem miða því að að ná mark­miðum Ísland í loft­lags­mál­u­m, þar á meðal um sam­drátt í losun til 2030 sam­kvæmt ákvæðum Par­ís­ar­samn­ings­ins, um kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040 og um aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum og efldar rann­sóknir og vökt­un.

Kolefn­is­jafna flug­ferðir starfs­manna 

Guð­mund­ur Ingi sagði að það að skylda rík­is­að­ila til að setja sér lofts­lags­stefnu, líkt og gert er í frum­varp­inu, marki ákveðin þátta­skil og að sú skyldi muni hafa marg­feld­is­á­hrif hér á landi ef frum­varpið verði sam­þykkt. Hann telur að þetta muni ekki ein­ung­is ­draga úr losun heldur felst gildið ekki síst í því for­dæmi sem Stjórn­ar­ráðið og aðrir opin­berir aðilar sýni með þessu. 

Mynd: PexelsÍ loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er gert ráð fyrir því að ráð­ið   kolefn­is­jafni starf­semi sína. Þar með talið er sú losun sem verður vegna flug­ferða starfs­manna Stjórna­ráðs­ins, jafnt innan lands sem utan­. Í stefn­unni er auk þess gerð krafa á rík­is­stofn­anir um slík­a kolefn­is­jöfn­un. Þetta kemur fram í svari Guð­mund­ar Inga við fyr­ir­spurn Ara Trausta Guð­munds­son­ar, þing­manns Vinstri Grænna um sam­göngu­samn­inga og kolefn­is­jöfn­un ­vegna flug­ferða. 

Í svari Guð­mund­ar kemur einnig fram að eitt þeirra ­mark­miða sem rík­is­að­ilar geta sett sér  í lofts­lags­stefnum sínum sé að auka hlut­fall starfs­manna sem eru með sam­göngu­samn­inga, þar sem starfs­menn nýta sér almenn­ings­sam­göngur eða vist­vænan ferða­máta til að ferð­ast til og frá vinnu. Hann segir að það sé aftur á móti í höndum hvers og eins rík­is­að­ila að ákveða hvort boðið sé upp á slíka samn­inga fyrir starfs­menn en margir rík­is­að­ilar bjóða þegar upp á sam­göngu­samn­inga fyrir starfs­menn sína. Stjórn­ar­ráðið hyggst með sinni eigin lofts­lags­stefnu efla sam­göngu­samn­inga allra ráðu­neyta og sam­ræma þá. 

Þá er gert ráð fyrir því í frum­vapr­inu að Umhverf­is­stofnun leið­beini rík­is­stofn­unum um gerð og fram­kvæmd lofts­lags­stefnu og að hún nái til starf­semi við­kom­andi aðila og los­unar sem teng­ist henni. Árlega skili síðan Umhverf­is­stofnun skýrslu til ráð­herra um árangur stofn­ana rík­is­ins og fyr­ir­tækja í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. 

Loft­lags­ráð fest í lög 

Í frum­varp­inu er jafn­framt í fyrsta skipti kveðið á um Lofts­lags­ráð í lögum og tekið fram að ráðið sé sjálf­stætt og óhlut­drægt í störfum sín­um. ­Lofts­lags­ráð hefur þegar hafið störf og er skipað full­trúum atvinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­sam­taka og háskóla­sam­fé­lags­ins. Ráðið á að leið­beina stjórn­völdum um gerð áætl­unar um hvernig megi aðlaga íslenskt sam­fé­lag óum­flýj­an­legum lofts­lags­breyt­ing­um. 

Jafn­framt er lagt til nýtt ákvæði í frum­varp­inu sem fjallar um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um. Verði frum­varpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráð­herra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um, á grund­velli bestu vís­inda­legrar þekk­ing­ar. Í frum­varp­inu er einnig ákvæði um skýrslu sem ráð­herra lætur vinna um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi. Slíkar skýrslur hafa áður verið unnar að beiðni ráð­herra, en í ljósi fyr­ir­sjá­an­legra áhrifa og breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag verður slík skýrslu­gerð nú lög­fest.  

Önnur ákvæði frum­varps­ins varða breyt­ingar á gild­andi ákvæðum lag­anna, til dæmis varð­andi lofts­lags­sjóð. ­Sam­kvæmt frum­varp­inu munu fjár­veit­ingar til lofts­lags­mála munu ekki ein­göngu koma í gegn um lofts­lags­sjóð. Sjóð­ur­inn mun hins vegar gegna mik­il­vægu hlut­verki þar og fær skýr­ari leið­sögn varð­andi verk­efni sín með þeim til­lögum sem hér eru sett­ar fram. ­Gert er ráð fyrir að sjóð­ur­inn taki til starfa innan skamm­s. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna
Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
„Það eina sem er alveg öruggt“ er að meiri útbreiðsla þýðir meira af alvarlegum veikindum
Vonbrigði. Áfall. Erfið staða. „Það er aldrei hægt að leggja of mikla áherslu á það að í þessari baráttu er veiran óvinurinn,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi þar sem okkur voru fluttar þungar fréttir.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Einn sjúklingur á gjörgæslu og í öndunarvél
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir upplýsti um það á upplýsingafundi almannavarna í dag að einn sjúklingur liggur nú á gjörgæslu vegna COVID-19. Hann er á fertugsaldri og í öndunarvél.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Faraldur skollinn á að nýju
Mögulega verða einhverjir lagðir inn vegna COVID-19. Annað hópsmitið hefur verið rakið til veitingastaðar í Reykjavík. Tæplega 50 manns eru í sóttkví í Vestmannaeyjum vegna smits sem greindist hjá einstaklingum sem þar voru um verslunarmannahelgina.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Ráðherra boðar til samráðs lykilaðila vegna COVID-19
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að boða til samráðsvettvangs í formi vinnustofu þann 20. ágúst. Þar verður rætt hvernig móta megi aðgerðir og stefnu til lengri tíma litið með tilliti til faraldurs COVID-19.
Kjarninn 7. ágúst 2020
109 virk smit – 914 í sóttkví
Sautján ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og þrjú í landamæraskimun. 109 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
Kjarninn 7. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent