Öllum stofnunum og fyrirtækjum í ríkiseigu gert að kolefnisjafna starfsemi sína

Allar stofnanir ríkisins, fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins og Stjórnarráðinu er skylt að setja sér loftlagsstefnu og markvisst vinna að því að kolefnisjafna starfsemi sína í nýju frumvarpi umhverfisráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, mælti í gær á Alþingi fyrir frum­varpi til laga um breyt­ingu á lögum um loft­lags­mál. Í frum­varp­inu er lögð sú skylda á Stjórn­ar­ráð Íslands, stofn­anir rík­is­ins og fyr­ir­tæki í meiri­hluta­eig­u ­rík­is­ins skuli að setja sér lofts­lags­stefnu.

Verði frum­varpið að lögum þurfa rík­is­að­ilar að setja fram skil­greind mark­mið um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og kolefn­is­jöfn­un við­kom­andi starf­semi í loft­lags­stefn­unni, auk aðgerða svo þeim mark­miðum verði náð. Í loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er meðal ann­ars gert ráð fyrir kolefn­is­jöfnun flug­ferða starfs­manna.

Loks­ins hafa loft­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber 

Í fram­sög­u Guð­mund­ar Ingi á Alþingi í gær kom fram að frá því að lög um loft­lags­mál voru sett fyrir sjö árum hafi loft­lags­vand­inn vaxið og með­vit­und um hann stór­auk­ist. Aukin krafa sé nú gerð um við­brögð og aðgerðir á alþjóða­vísu, sem og í íslensku sam­fé­lag­i. „ Margt hefur breyst og rík þörf er á að upp­færa lög­in. Rík­is­stjórnin hefur sett lofts­lags­málin á odd­inn og mikil vinna á sér nú stað varð­andi þennan mála­flokk. Loks­ins hafa lofts­lags­málin fengið þann sess sem þeim ber,“ sagði Guð­mundur Ing­i. 

Auglýsing

Í frum­varp­inu eru lagðar fram ýms­ar breyt­ing­ar ­sem miða því að að ná mark­miðum Ísland í loft­lags­mál­u­m, þar á meðal um sam­drátt í losun til 2030 sam­kvæmt ákvæðum Par­ís­ar­samn­ings­ins, um kolefn­is­hlut­leysi fyrir árið 2040 og um aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum og efldar rann­sóknir og vökt­un.

Kolefn­is­jafna flug­ferðir starfs­manna 

Guð­mund­ur Ingi sagði að það að skylda rík­is­að­ila til að setja sér lofts­lags­stefnu, líkt og gert er í frum­varp­inu, marki ákveðin þátta­skil og að sú skyldi muni hafa marg­feld­is­á­hrif hér á landi ef frum­varpið verði sam­þykkt. Hann telur að þetta muni ekki ein­ung­is ­draga úr losun heldur felst gildið ekki síst í því for­dæmi sem Stjórn­ar­ráðið og aðrir opin­berir aðilar sýni með þessu. 

Mynd: PexelsÍ loft­lags­stefnu Stjórn­ar­ráðs­ins, sem verið er að leggja loka­hönd á, er gert ráð fyrir því að ráð­ið   kolefn­is­jafni starf­semi sína. Þar með talið er sú losun sem verður vegna flug­ferða starfs­manna Stjórna­ráðs­ins, jafnt innan lands sem utan­. Í stefn­unni er auk þess gerð krafa á rík­is­stofn­anir um slík­a kolefn­is­jöfn­un. Þetta kemur fram í svari Guð­mund­ar Inga við fyr­ir­spurn Ara Trausta Guð­munds­son­ar, þing­manns Vinstri Grænna um sam­göngu­samn­inga og kolefn­is­jöfn­un ­vegna flug­ferða. 

Í svari Guð­mund­ar kemur einnig fram að eitt þeirra ­mark­miða sem rík­is­að­ilar geta sett sér  í lofts­lags­stefnum sínum sé að auka hlut­fall starfs­manna sem eru með sam­göngu­samn­inga, þar sem starfs­menn nýta sér almenn­ings­sam­göngur eða vist­vænan ferða­máta til að ferð­ast til og frá vinnu. Hann segir að það sé aftur á móti í höndum hvers og eins rík­is­að­ila að ákveða hvort boðið sé upp á slíka samn­inga fyrir starfs­menn en margir rík­is­að­ilar bjóða þegar upp á sam­göngu­samn­inga fyrir starfs­menn sína. Stjórn­ar­ráðið hyggst með sinni eigin lofts­lags­stefnu efla sam­göngu­samn­inga allra ráðu­neyta og sam­ræma þá. 

Þá er gert ráð fyrir því í frum­vapr­inu að Umhverf­is­stofnun leið­beini rík­is­stofn­unum um gerð og fram­kvæmd lofts­lags­stefnu og að hún nái til starf­semi við­kom­andi aðila og los­unar sem teng­ist henni. Árlega skili síðan Umhverf­is­stofnun skýrslu til ráð­herra um árangur stofn­ana rík­is­ins og fyr­ir­tækja í meiri­hluta­eigu rík­is­ins. 

Loft­lags­ráð fest í lög 

Í frum­varp­inu er jafn­framt í fyrsta skipti kveðið á um Lofts­lags­ráð í lögum og tekið fram að ráðið sé sjálf­stætt og óhlut­drægt í störfum sín­um. ­Lofts­lags­ráð hefur þegar hafið störf og er skipað full­trúum atvinnu­lífs, sveit­ar­fé­laga, umhverf­is­sam­taka og háskóla­sam­fé­lags­ins. Ráðið á að leið­beina stjórn­völdum um gerð áætl­unar um hvernig megi aðlaga íslenskt sam­fé­lag óum­flýj­an­legum lofts­lags­breyt­ing­um. 

Jafn­framt er lagt til nýtt ákvæði í frum­varp­inu sem fjallar um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um. Verði frum­varpið að lögum verður fest í lög sú skylda ráð­herra að láta vinna áætlun um aðlögun íslensks sam­fé­lags að lofts­lags­breyt­ing­um, á grund­velli bestu vís­inda­legrar þekk­ing­ar. Í frum­varp­inu er einnig ákvæði um skýrslu sem ráð­herra lætur vinna um áhrif lofts­lags­breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag á Íslandi. Slíkar skýrslur hafa áður verið unnar að beiðni ráð­herra, en í ljósi fyr­ir­sjá­an­legra áhrifa og breyt­inga á nátt­úru­far og sam­fé­lag verður slík skýrslu­gerð nú lög­fest.  

Önnur ákvæði frum­varps­ins varða breyt­ingar á gild­andi ákvæðum lag­anna, til dæmis varð­andi lofts­lags­sjóð. ­Sam­kvæmt frum­varp­inu munu fjár­veit­ingar til lofts­lags­mála munu ekki ein­göngu koma í gegn um lofts­lags­sjóð. Sjóð­ur­inn mun hins vegar gegna mik­il­vægu hlut­verki þar og fær skýr­ari leið­sögn varð­andi verk­efni sín með þeim til­lögum sem hér eru sett­ar fram. ­Gert er ráð fyrir að sjóð­ur­inn taki til starfa innan skamm­s. 

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent