Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp til laga um vernd upp­ljóstr­ara. Lögin gilda um starfs­menn sem greina í góðri trú frá upp­lýs­ingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­enda þeirra, hvort sem þeir starfa hjá hinu opin­bera eða á einka­mark­aði.

Mark­mið lag­anna er að stuðla að því að upp­lýst verði um lög­brot og aðra ámæl­is­verða hátt­semi og þannig dregið úr slíku hátt­erni. Ytri upp­ljóstrun er að jafn­aði ekki heimil nema innri upp­ljóstrun hafi fyrst verið reynd til þraut­ar.

Heim­ilt að miðla upp­lýs­ingum í góðri trú

Innri upp­ljóstrun er skil­greind þannig í frum­varp­inu að þrátt fyrir fyr­ir­mæli laga, siða­reglna eða samn­inga um þagn­ar- eða trún­að­ar­skyldu sé starfs­manni sem býr yfir upp­lýs­ingum eða gögnum um brot á lögum eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­anda hans heim­ilt að miðla slíkum upp­lýs­ingum og gögnum í góðri trú til aðila sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugð­ist við hinni ólög­mæt­u eða ámæl­is­verðu hátt­semi.

Auglýsing

Starfs­mönnum ríkis og sveit­ar­fé­laga sé skylt að miðla upp­lýs­ingum og gögnum sam­kvæmt þessu. Sama eigi við um starfs­menn lög­að­ila sem eru að 51 pró­sent hluta eða meira í eigu hins opin­bera.

Miðl­unin geti meðal ann­ars verið til næsta yfir­manns starfs­manns og sé mót­tak­anda upp­lýs­ing­anna eða gagn­anna skylt að stuðla að því að látið verði af hinni ólög­mætu eða ámæl­is­verðu hátt­semi eða brugð­ist á annan hátt við henni. Hann skuli greina starfs­mann­inum frá því hvort upp­lýs­ing­arnar hafi orðið honum til­efni til athafna og þá hverra.

Miðlun upp­lýs­inga geti einnig verið til lög­reglu­yf­ir­valda eða ann­arra opin­berra eft­ir­lits­að­ila sem við eiga, til að mynda umboðs­manns Alþing­is, rík­is­end­ur­skoð­anda og Vinnu­eft­ir­lits ­rík­is­ins.

Mót­tak­andi upp­lýs­inga eða gagna skuli gæta leyndar um per­sónu­upp­lýs­ingar sem honum ber­ast um þann sem miðlar upp­lýs­ingum eða gögnum nema hinn síð­ar­nefndi veiti afdrátt­ar­laust sam­þykki sitt.

Annað skref: Að miðla upp­lýs­ingum til utan­að­kom­andi aðila

Ytri upp­ljóstrun er skil­greind á þann veg að þegar starfs­maður hefur miðlað upp­lýs­ingum eða gögnum án þess að það hafi ­leitt til full­nægj­andi við­bragða þá sé honum heim­ilt í góðri trú að miðla umræddum upp­lýs­ingum eða gögnum til utan­að­kom­andi aðila, þar á meðal fjöl­miðla, svo fremi sem starfs­mað­ur­inn hafi rétt­mæta ástæðu til að ætla að um hátt­semi sé að ræða sem getur varðað fang­els­is­refs­ingu.

Slík miðlun telj­ist einnig heimil í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þegar miðlun kemur af gildum ástæðum ekki til greina. Skil­yrði sé að miðl­unin telj­ist í þágu svo brýnna almanna­hags­muna að hags­munir vinnu­veit­anda eða ann­arra verði að víkja fyrir hags­munum af því að upp­lýs­ingum sé miðlað til utan­að­kom­andi aðila, svo sem til að vernda öryggi rík­is­ins eða hags­muni rík­is­ins á sviði varn­ar­mála, efna­hags­lega mik­il­væga hags­muni rík­is­ins, heilsu manna eða umhverf­ið.

Mót­tak­andi upp­lýs­inga eða gagna skuli enn fremur líkt og með innri upp­ljóstrun gæta leyndar um per­sónu­upp­lýs­ingar sem honum ber­ast um þann sem miðlar upp­lýs­ingum eða gögnum nema við­kom­andi veiti afdrátt­ar­laust sam­þykki sitt.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mik­il­vægt sé að tryggja að þeir sem hafa í hyggju að stíga fram og greina frá brotum í starf­semi vinnu­veit­enda sinna, hvort sem er hins opin­bera eða einka­að­ila, njóti gagn­særr­ar verndar sem sam­ræm­ist ábend­ingum alþjóða­stofn­ana. Slíkt verði ekki gert nema með laga­setn­ing­u. 

Sönn­un­ar­byrði lögð á atvinnu­rek­anda

Í frum­varp­inu er sem sagt kveðið á um að miðlun upp­lýs­inga eða gagna, að full­nægðum skil­yrðum frum­varps­ins, telj­ist ekki brot á þagn­ar- eða trún­að­ar­skyldu við­kom­andi og leggi hvorki refs­iné skaða­bóta­byrgð á hann og geti ekki heldur leitt til stjórn­sýslu­við­ur­laga eða íþyngj­andi úrræða að starfs­manna­rétt­i. 

„Þá er lagt sér­stakt bann við því að láta hvern þann sæta órétt­látri með­ferð sem miðlað hefur upp­lýs­ingum eða gögnum sam­kvæmt fram­an­sögðu. Lögð er sönn­un­ar­byrði á atvinnu­rek­anda á þann hátt að ef líkur eru leiddar að órétt­látri með­ferð skal hann sýna fram á að sú sé ekki raunin og greiða skaða­bætur ef það tekst ekki,“ segir í grein­gerð­inni með frum­varp­in­u. 

Loks er mælt fyrir um að veita skuli starfs­mann­inum gjaf­sókn komi til ágrein­ings fyrir dómi um stöðu starfs­manns með til­liti til fram­an­greindrar vernd­ar. Þá er í frum­varp­inu lagt til að í fyr­ir­tækjum eða öðrum vinnu­stöðum þar sem eru 50 starfs­menn eða fleiri skuli atvinnu­rek­andi í sam­ráði við starfs­menn setja reglur um ferli við innri upp­ljóstrun starfs­manna um lög­brot eða aðra á­mæl­is­verða hátt­semi.

Loks er í frum­varp­inu lagt til að lög­festar verði heim­ildir til að greina rík­is­end­ur­skoð­anda og Vinnu­eft­ir­liti rík­is­ins frá upp­lýs­ingum og afhenda gögn, sam­bæri­legar þeirri heim­ild sem nú er að finna í lögum um umboðs­mann Alþing­is. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent