Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi

Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur lagt fram frum­varp til laga um vernd upp­ljóstr­ara. Lögin gilda um starfs­menn sem greina í góðri trú frá upp­lýs­ingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­enda þeirra, hvort sem þeir starfa hjá hinu opin­bera eða á einka­mark­aði.

Mark­mið lag­anna er að stuðla að því að upp­lýst verði um lög­brot og aðra ámæl­is­verða hátt­semi og þannig dregið úr slíku hátt­erni. Ytri upp­ljóstrun er að jafn­aði ekki heimil nema innri upp­ljóstrun hafi fyrst verið reynd til þraut­ar.

Heim­ilt að miðla upp­lýs­ingum í góðri trú

Innri upp­ljóstrun er skil­greind þannig í frum­varp­inu að þrátt fyrir fyr­ir­mæli laga, siða­reglna eða samn­inga um þagn­ar- eða trún­að­ar­skyldu sé starfs­manni sem býr yfir upp­lýs­ingum eða gögnum um brot á lögum eða aðra ámæl­is­verða hátt­semi í starf­semi vinnu­veit­anda hans heim­ilt að miðla slíkum upp­lýs­ingum og gögnum í góðri trú til aðila sem stuðlað getur að því að látið verði af eða brugð­ist við hinni ólög­mæt­u eða ámæl­is­verðu hátt­semi.

Auglýsing

Starfs­mönnum ríkis og sveit­ar­fé­laga sé skylt að miðla upp­lýs­ingum og gögnum sam­kvæmt þessu. Sama eigi við um starfs­menn lög­að­ila sem eru að 51 pró­sent hluta eða meira í eigu hins opin­bera.

Miðl­unin geti meðal ann­ars verið til næsta yfir­manns starfs­manns og sé mót­tak­anda upp­lýs­ing­anna eða gagn­anna skylt að stuðla að því að látið verði af hinni ólög­mætu eða ámæl­is­verðu hátt­semi eða brugð­ist á annan hátt við henni. Hann skuli greina starfs­mann­inum frá því hvort upp­lýs­ing­arnar hafi orðið honum til­efni til athafna og þá hverra.

Miðlun upp­lýs­inga geti einnig verið til lög­reglu­yf­ir­valda eða ann­arra opin­berra eft­ir­lits­að­ila sem við eiga, til að mynda umboðs­manns Alþing­is, rík­is­end­ur­skoð­anda og Vinnu­eft­ir­lits ­rík­is­ins.

Mót­tak­andi upp­lýs­inga eða gagna skuli gæta leyndar um per­sónu­upp­lýs­ingar sem honum ber­ast um þann sem miðlar upp­lýs­ingum eða gögnum nema hinn síð­ar­nefndi veiti afdrátt­ar­laust sam­þykki sitt.

Annað skref: Að miðla upp­lýs­ingum til utan­að­kom­andi aðila

Ytri upp­ljóstrun er skil­greind á þann veg að þegar starfs­maður hefur miðlað upp­lýs­ingum eða gögnum án þess að það hafi ­leitt til full­nægj­andi við­bragða þá sé honum heim­ilt í góðri trú að miðla umræddum upp­lýs­ingum eða gögnum til utan­að­kom­andi aðila, þar á meðal fjöl­miðla, svo fremi sem starfs­mað­ur­inn hafi rétt­mæta ástæðu til að ætla að um hátt­semi sé að ræða sem getur varðað fang­els­is­refs­ingu.

Slík miðlun telj­ist einnig heimil í algjörum und­an­tekn­ing­ar­til­vikum þegar miðlun kemur af gildum ástæðum ekki til greina. Skil­yrði sé að miðl­unin telj­ist í þágu svo brýnna almanna­hags­muna að hags­munir vinnu­veit­anda eða ann­arra verði að víkja fyrir hags­munum af því að upp­lýs­ingum sé miðlað til utan­að­kom­andi aðila, svo sem til að vernda öryggi rík­is­ins eða hags­muni rík­is­ins á sviði varn­ar­mála, efna­hags­lega mik­il­væga hags­muni rík­is­ins, heilsu manna eða umhverf­ið.

Mót­tak­andi upp­lýs­inga eða gagna skuli enn fremur líkt og með innri upp­ljóstrun gæta leyndar um per­sónu­upp­lýs­ingar sem honum ber­ast um þann sem miðlar upp­lýs­ingum eða gögnum nema við­kom­andi veiti afdrátt­ar­laust sam­þykki sitt.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að mik­il­vægt sé að tryggja að þeir sem hafa í hyggju að stíga fram og greina frá brotum í starf­semi vinnu­veit­enda sinna, hvort sem er hins opin­bera eða einka­að­ila, njóti gagn­særr­ar verndar sem sam­ræm­ist ábend­ingum alþjóða­stofn­ana. Slíkt verði ekki gert nema með laga­setn­ing­u. 

Sönn­un­ar­byrði lögð á atvinnu­rek­anda

Í frum­varp­inu er sem sagt kveðið á um að miðlun upp­lýs­inga eða gagna, að full­nægðum skil­yrðum frum­varps­ins, telj­ist ekki brot á þagn­ar- eða trún­að­ar­skyldu við­kom­andi og leggi hvorki refs­iné skaða­bóta­byrgð á hann og geti ekki heldur leitt til stjórn­sýslu­við­ur­laga eða íþyngj­andi úrræða að starfs­manna­rétt­i. 

„Þá er lagt sér­stakt bann við því að láta hvern þann sæta órétt­látri með­ferð sem miðlað hefur upp­lýs­ingum eða gögnum sam­kvæmt fram­an­sögðu. Lögð er sönn­un­ar­byrði á atvinnu­rek­anda á þann hátt að ef líkur eru leiddar að órétt­látri með­ferð skal hann sýna fram á að sú sé ekki raunin og greiða skaða­bætur ef það tekst ekki,“ segir í grein­gerð­inni með frum­varp­in­u. 

Loks er mælt fyrir um að veita skuli starfs­mann­inum gjaf­sókn komi til ágrein­ings fyrir dómi um stöðu starfs­manns með til­liti til fram­an­greindrar vernd­ar. Þá er í frum­varp­inu lagt til að í fyr­ir­tækjum eða öðrum vinnu­stöðum þar sem eru 50 starfs­menn eða fleiri skuli atvinnu­rek­andi í sam­ráði við starfs­menn setja reglur um ferli við innri upp­ljóstrun starfs­manna um lög­brot eða aðra á­mæl­is­verða hátt­semi.

Loks er í frum­varp­inu lagt til að lög­festar verði heim­ildir til að greina rík­is­end­ur­skoð­anda og Vinnu­eft­ir­liti rík­is­ins frá upp­lýs­ingum og afhenda gögn, sam­bæri­legar þeirri heim­ild sem nú er að finna í lögum um umboðs­mann Alþing­is. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent