Leggja til að settar verði nýjar reglur um hagsmunaskráningu þingmanna

Starfshópur um eflingu trausts í stjórnmálum og stjórnsýslu sendi minnisblað til forsætisráðherra í gær.

Katrín Jakobsdóttir og Jón Ólafsson.
Katrín Jakobsdóttir og Jón Ólafsson.
Auglýsing

Lagt er til að yfir­stjórn Alþingis og for­sæt­is­ráð­herra setji nýjar reglur um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem gildi einnig um ráð­herra sem eru ekki þing­menn og sem taki einnig til skulda, sem og hags­muna nán­ustu fjöl­skyld­u. 

Þetta kemur fram í minn­is­blaði sem starfs­hópur um efl­ingu trausts í stjórn­málum og stjórn­sýslu sendi til for­sæt­is­ráð­herra í gær. 

Jafn­framt er lagt til að séð verði til þess að innra eft­ir­lit þings­ins tryggi að allir þeir sem regl­urnar eiga við um, gefi þessar upp­lýs­ingar reglu­lega og að við­ur­lög séu fyrir hendi sem beita má þá sem gefa rangar eða ófull­nægj­andi upp­lýs­ing­ar.

Í þriðja lagi er lagt til að við­eig­andi aðilum verði falið að und­ir­búa laga­frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara sem tryggi að hið opin­bera veiti þeim sem skýra frá ólög­legu eða sið­lausu athæfi fyr­ir­tækja og stofn­ana laga­lega vernd gegn hvers kyns hefnd­ar­að­gerð­um. Stefnt verði að því að leggja frum­varpið fram í upp­hafi þings sem kemur saman haustið 2019. Starfs­hóp­ur­inn lýsir sig reiðu­bú­inn til að aðstoða við gerð frum­varps­ins.

Auglýsing

Kröfur aukast

Í minn­is­blað­inu kemur fram að í nágranna­löndum okkar hafi reglur um hags­muna­skrán­ingu ráð­herra, æðstu emb­ætt­is­manna og kjör­inna full­trúa þró­ast í þá átt að gerðar eru meiri kröfur um að þeir sem gegna slíkum störfum veiti upp­lýs­ingar um eigin fjár­hags­mál­efni og nátengdra aðila.

Hér á landi hafa um skeið gilt reglur um hags­muna­skrán­ingu þing­manna og upp­lýs­inga­skyldu ráð­herra. Núgild­andi reglur kveða á um að þing­menn skrái upp­lýs­ingar um laun­aða starf­semi, fjár­hags­legan stuðn­ing, gjafir, utan­lands­ferðir og eft­ir­gjöf eft­ir­stöðva skuld­ar, eignir og sam­komu­lag við fyrr­ver­andi eða verð­andi vinnu­veit­anda.

Eft­ir­fylgni engin

Bent er á að eft­ir­fylgni með þessum reglum hafi hins vegar verið engin af hálfu þings­ins og þing­mönnum hafi í raun verið í sjálfs­vald sett hvort þeir hlíta þeim. Það sé helst ef fjöl­miðlar hafa farið að graf­ast fyrir um hags­muna­skrán­ing­una að þrýst­ingur skap­ast á þing­menn að fara eftir regl­un­um. Ráð­herrar lúti sömu reglum og þing­menn um hags­muna­skrán­ingu jafn­vel þótt þeir sitji ekki á þingi.

Vand­inn við núver­andi fyr­ir­komu­lag er tví­þætt­ur, að mati starfs­hóps­ins. Ann­ars vegar varði hann skort á eft­ir­fylgni og almennt form­leysi við að fram­fylgja settum regl­um. Hins vegar varði hann regl­urnar sjálf­ar, því þær þurfa að vera víð­tæk­ari en nú er.

Íslensk stjórn­völd hvött til að setja ítar­legri reglur

Í til­mælum sem fram hafa komið í úttekt­ar­skýrslum GRECO hafa íslensk stjórn­völd verið hvött til að setja ítar­legri reglur og betur útfærð­ar. Þessi til­mæli eru end­ur­tekin í skýrslu um síð­ustu úttekt GRECO sem fram fór síð­ast­liðið haust en loka­gerð hennar birt­ist í gær. 

„Þar er ann­ars vegar bent á að ekki fáist full mynd af fjár­hags­legum tengslum og hags­munum fólks nema skuldir þess séu teknar með í reikn­ing­inn og enn fremur að það sé mik­il­vægt að upp­lýs­ingar um nán­ustu fjöl­skyldu, það er maka og börn á fram­færi, fylgi með. Upp­lýs­ingar um fjár­hag maka og barna þurfa þó ekki nauð­syn­lega vera opnar almenn­ingi. Eins leggur GRECO mikla áherslu á eft­ir­fylgni því ljóst er að eigi reglur af þessu tagi að virka þurfa menn að horfast í augu við að það hafi afleið­ing­ar, form­legar eða óform­leg­ar, að hlíta þeim ekki,“ segir í minn­is­blað­inu.

Vantar lög um vernd upp­ljóstr­ara

Bent er enn fremur á að á síð­ustu ára­tugum hafi við­horf til upp­ljóstr­ara og upp­ljóstrana í atvinnu­lífi og opin­beru lífi breyst tölu­vert. Í stað höf­uð­á­herslu á holl­ustu við vinnu­veit­anda, sam­starfs­fólk og vinnu­stað, hafi skyldur borg­ar­ans við sam­fé­lagið hlotið meira vægi. Það sé almennt við­ur­kennt að mik­il­vægt er að starfs­fólk fyr­ir­tækja og stofn­ana sé reiðu­búið til að benda á og afhjúpa ólög­lega þætti í starf­semi – og þætti sem fela í sér veru­leg frá­vik frá góðu sið­ferði eða ógna hags­munum almenn­ings og sam­fé­lags­ins með skýrum og óum­deil­an­legum hætti.

Sam­kvæmt minn­is­blað­inu vantar hér á landi laga­lega vernd fyrir ein­stak­linga í atvinnu­líf­inu sem koma á fram­færi upp­lýs­ingum af þessu tagi þótt mikil umræða hafi verið um gagn­semi slíkrar laga­setn­ingar á und­an­förnum árum. OECD hefur í til­mælum sínum til íslenskra stjórn­valda mælt sér­stak­lega með slíkum ákvæðum í tengslum við erlend mútu­brot.

Lög af þessu tagi eru hins vegar lík­leg til að styðja þá sem hafa gert árang­urs­lausar til­raunir til að koma upp­lýs­ingum á fram­færi á sínum starfs­vett­vangi við sam­starfs­fólk og yfir­menn. Vit­neskjan um að sam­fé­lagið meti þá ein­stak­linga sem eru til­búnir að láta borg­ara­legar skyldur við sam­fé­lagið ganga framar með­virkni getur til lengri tíma ein­ungis aukið gagn­sæi í stjórn­sýslu, atvinnu­lífi og við­skiptum og leitt til heil­brigð­ari starfs­hátta.

Starfs­hóp­ur­inn mælir með því að strax verði haf­inn und­ir­bún­ingur að nýju frum­varpi til heild­ar­laga um vernd upp­ljóstr­ara sem tekur til­lit til þeirra umræðna sem áður hafa farið fram á þingi um slík lög og umsagna sem bár­ust í tengslum við fyrri frum­vörp.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent