Vilja kenna hindí við Háskóla Íslands

Stefnt er að því að bjóða upp á kennslu í hindí við Háskóla Íslands háskólaárið 2018 til 2019.

haskoli-islands_14500640631_o.jpg
Auglýsing

Stefnt er að því að bjóða upp á kennslu í hindí við Háskóla Íslands háskóla­árið 2018 til 2019 sam­kvæmt vilja­yf­ir­lýs­ingu sem Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, og Rajiv K. Nag­pal, sendi­herra Ind­lands á Íslandi, und­ir­rit­uðu í gær.

Þetta kemur fram í til­kynn­ing­inu frá Háskóla Íslands.

Í vilja­yf­ir­lýs­ingin segir að Menn­ing­ar­tengsla­ráð Ind­lands muni kosta stöðu sendi­kenn­ara í hindí við Háskóla Íslands til tveggja ára í senn með mögu­leika á fram­leng­ingu um eitt ár. Háskól­inn muni leggja til hús­næði og aðstöðu fyrir bæði sendi­kennar­ann og kennslu í tungu­mál­inu og munu skól­inn og Menn­ing­ar­tengsla­ráðið í sam­ein­ingu velja kenn­ar­ara til starfans. Kenn­ar­inn muni í sam­starfi við Háskól­ann ákveða skipu­lag náms­ins og þau nám­skeið sem í boði verða. Vilja­yf­ir­lýs­ing­ing gerir jafn­framt ráð fyrir að kenn­ar­inn muni flytja einn opinn fyr­ir­lestur á ári við Háskóla Íslands um mál­efni sem snerta Ind­land.

Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni verður námið hýst í Mála- og menn­ing­ar­deild Hug­vís­inda­sviðs. Hindí bæt­ist með þessu við flóru fjórtán erlendra tungu­mála sem þegar eru í boði við Háskóla Íslands.

Hindí til­heyrir flokki indó­evr­ópskra tungu­mála eins og íslenska og er fyrst og fremst töluð í Ind­landi sem er næst­fjöl­menn­asta ríki heims. Talið er að um 260 millj­ónir manna hafi hindí að móð­ur­máli sem þýðir að það er fjórða algeng­asta tungu­mál í heim­inum á eftir mandar­ín-kín­versku, spænsku og ensku.

Jón Atli Benediktsson Mynd: HÍ„Und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­innar er merkur áfangi í upp­bygg­ingu tungu­mála­kennslu við Háskóla Íslands. Málið hefur verið í und­ir­bún­ingi um nokk­urt skeið og ég vil þakka sendi­herra Ind­lands á Íslandi og ind­verskum stjórn­völdum fyrir mik­inn vel­vilja í garð Háskóla Íslands. Kennsla og rann­sóknir á sviði erlendra tungu­mála hafa verið í sókn við Háskól­ann og er þess skemmst að minn­ast að Ver­öld – hús Vig­dísar var tekið í notkun á síð­asta ári, en þar á m.a. aðsetur alþjóð­leg tungu­mála­mið­stöð. Það er mikið gleði­efni að hindí, sem er fjórða algeng­asta tungu­mál heims, skuli brátt bæt­ast í fjöl­skrúð­uga flóru erlendra tungu­mála við Háskóla Íslands,“ sagði Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Háskóla Íslands, við und­ir­ritun vilja­yf­ir­lýs­ing­ar­innar í gær.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent