Líkir Trump við mafíuforingja

James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, líkir Donald J. Trump, Bandaríkjaforseta, við mafíuforingja í nýrri bók sinni, A Higher Loyalty.

Donald Trump
Auglýsing

Fyrr­ver­andi for­stjóri alrík­is­lög­regl­unnar FBI, James Comey, segir í nýrri bók sinni, A Hig­her Loyal­ty, að Don­ald J. Trump Banda­ríkja­for­seti hafi minnt sig á mafíu­for­ingja, þegar hann átti sam­skipti við hann, skömmu eftir að hann varð for­set­i. 

Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um bók­ina, en hún kemur form­lega út á næstu dög­um. Eitt stærsta málið sem Comey kom að sem rann­sak­andi og sak­sókn­ari var þegar hann sak­sótti Gamb­in­o-­fjöl­skyld­una sem leiddi til upp­brots á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi hennar í New York.

Comey segir að Trump hafa um margt hagað sér með svip­uðum hætti og mafíu­for­ingj­arn­ir, ekki síst þegar hann krafði Comey um holl­ustu við sig. „Hinn þögli hringur sam­þykk­is. Stjórn­and­inn ræður öllu. Holl­ust­an. Við á móti þeim, heim­sýn­in. Logið til um allt, stórt sem lít­ið, til að þjóna ein­hverri holl­ustu þar sem hreyf­ingin er mik­il­væg­ari en sið­ferði og sann­leik­ur,“ segir meðal ann­ars í umfjöllun New York Times. 

AuglýsingÞá full­yrðir Comey í bók­inni að Trump sé sið­laus, stjórn­ist alfarið af sjálfs­á­liti sínu og holl­ustu­kröfum gagn­vart sínum nánustu, og hafi enga raun­veru­lega leið­toga­hæfi­leika. Þá sé hann ein­elt­is­maður sem hiki ekki við að mis­nota aðstöðu sína.

Bók­ar­innar hefur verið beðið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu, en Comey var undir miklu álagi sem for­ystu­maður alrík­is­lög­regl­unn­ar, bæði vegna tölvu­pósta­rann­sókn­ar­innar sem beind­ist að Hill­ary Clinton og síðan vegna rann­sókn­ar­innar á Trump og tengslum fram­boðs hans við Rússa.

Comey á langan feril að baki í lög­regl­unni og rétt­ar­vörslu­kerf­inu í Banda­ríkj­un­um, en Barack Obama skip­aði hann for­stjóra FBI í júní 2013, en hann tók þá við af Robert Muell­er, sem nú er sér­stakur sak­sókn­ari í rann­sókn á tengslum Rússa við kosn­inga­bar­átt­una í Banda­ríkj­unum 2016, og mögu­legum tengslum við kosn­inga­fram­boð Trumps.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki til skoðunar að lengja tíma milli 1. og 2. sprautu
Sóttvarnalæknir segir það ekki til skoðunar að lengja tímann milli bóluefnaskammtanna tveggja sem fólki eru gefnir. Sú leið hefur verið farin í mörgum ríkjum til að geta gefið fleirum fyrri sprautuna sem fyrst.
Kjarninn 14. apríl 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherja varð lítið ágengt með kvörtunum sínum
Bæði nefnd um eftirlit með lögreglu og nefnd um dómarastörf hafa lokið athugunum sínum á kvörtunum Samherja vegna dómara við héraðsdóm og saksóknara. Ekkert var aðhafst.
Kjarninn 13. apríl 2021
Ekki svona þétt reyndar. Og með grímu. En áhorfendur munu fá að sækja íþróttakeppnir þegar íþróttir verða heimilar á ný á fimmtudag.
Hundrað áhorfendur mega sækja íþróttaviðburði á fimmtudag
Allt að 100 áhorfendur mega mæta á íþróttaviðburði hér á landi á fimmtudag. Hlutirnir hafa breyst frá því í morgun, en í upphaflegri tilkynningu frá stjórnvöldum um tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum kom fram að íþróttakeppni væri heimil, án áhorfenda.
Kjarninn 13. apríl 2021
Meira úr sama flokkiErlent