Björgólfur Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni tímabundið láta af störfum sem stjórnarformaður og stjórnarmaður hjá Íslandsstofu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu, en Björgólfur tók í dag við sem forstjóri Samherja, eftir Þorsteinn Már Baldvinsson hætti sem forstjóri, tímabundið, á meðan innri rannsókn fyrirtækisins á starfsemi félagsins í Namibíu stendur yfir.
Hildur Árnadóttir er varaformaður stjórnar Íslandsstofu og hefur tekið við hlutverki formanns
og Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri þróunar, sölu- og markaðssviðs Bláa lónsins, sem er varamaður í stjórn Íslandsstofu, mun taka sæti í stjórninni í fjarveru Björgólfs, segir í tilkynningu.
Auglýsing