Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi

Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.

Svæðið sem um ræðir
Svæðið sem um ræðir
Auglýsing

Botn­plata nýju Lands­banka­bygg­ing­ar­innar á Aust­ur­bakka 2 verður steypt laug­ar­dag­inn 16. nóv­em­ber og hefst vinnan um nótt­ina. Verkið er umfangs­mikið og verður umferð steypu­bíla áber­andi, en þeir þurfa að koma 190 ferðir í mið­borg­ina.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Gefin hefur verið heim­ild til þess­arar vinnu frá klukkan 02:00 til 24:00 og meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækj­ar­götu. Einnig verður mynduð tví­stefna á um 100 metra kafla við gatna­mót Kalkofnsvegar og Geirs­götu.

Auglýsing

Áætl­­aður kostn­aður ­nemur níu millj­­örðum króna

Nýjar 16.500 fer­­metra höf­uð­­stöðvar Lands­­bank­ans, „Klett­­ur­inn“, rísa nú við Aust­­ur­höfn, á einni af dýr­­ustu lóðum lands­ins. Áætl­­aður kostn­aður við höf­uð­­stöðv­­­arn­ar ­nemur níu millj­­örðum króna og stefnt er að því bank­inn muni flytja inn í þær annað hvort 2021 og 2022. Lands­­bank­inn er í 98,2 pró­­sent eign skatt­greið­enda.

Birgir Þór­­ar­ins­­son, þing­­maður Mið­­flokks­ins, kall­aði í byrjun nóv­em­ber á þessu ári eftir svörum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um þessar nýju höf­uð­stöðv­ar. Í fyr­ir­­spurn Birgis á Alþingi er meðal ann­­ars spurt um hver sé áætl­­að­­ur­ ­bygg­ing­­ar­­kostn­aður nýju höf­uð­­stöðv­­anna og hvort fjár­­­mála­ráð­herra, sem hand­hafi hluta­bréfs rík­­is­­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­­sam­­lega fjár­­­fest­ingu.

Þing­mað­ur­inn hefur beðið um svör við ell­efu spurn­ingum um höf­uð­­stöðv­­­arn­­ar. Þar á meðal hve stór hluti bygg­ing­­ar­innar verði leigður út undir annað en starf­­semi Lands­­bank­ans og hvað vænt­an­­leg útleiga hús­næð­is­ins muni greiða niður stóran hluta stofn­­kostnað þess.

Banka­­sýsla rík­­is­ins hefur enga aðkomu að mál­inu

Auk þess spyr Birgir hver ­þróun starfs­­manna­­fjölda bank­ans hafi verið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu frá árinu 2011 og hvað megi gera ráð fyrir að starfs­­mönnum fækki mikið á næstu 10 árum vegna breyt­inga í banka­­starf­­semi.

Hann spyr jafn­­framt hvort fyr­ir­huguð fram­­kvæmd sé gerð með sam­­þykki Banka­­sýslu ­rík­­is­ins og hvort Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ­sem hand­hafi hluta­bréfs rík­­is­­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­­sam­­lega fjár­­­fest­ingu. Ekki hefur enn borist svar frá ráðu­neyt­inu.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið heldur á eign­­ar­hlutum skatt­greið­enda í Lands­­banka og Íslands­­­banka en felur Banka­­sýslu rík­­is­ins að fara með þá. Í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í sept­­em­ber síð­ast­liðnum til for­­stjóra Banka­­sýslu rík­­is­ins um hvort stofn­unin hafi haft ein­hverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­­stöðvar Lands­­bank­ans var svar for­­stjór­ans, Jóns Gunn­­ars Jóns­­son­­ar, ein­falt: „Nei.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent