Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi

Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.

Svæðið sem um ræðir
Svæðið sem um ræðir
Auglýsing

Botn­plata nýju Lands­banka­bygg­ing­ar­innar á Aust­ur­bakka 2 verður steypt laug­ar­dag­inn 16. nóv­em­ber og hefst vinnan um nótt­ina. Verkið er umfangs­mikið og verður umferð steypu­bíla áber­andi, en þeir þurfa að koma 190 ferðir í mið­borg­ina.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Gefin hefur verið heim­ild til þess­arar vinnu frá klukkan 02:00 til 24:00 og meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækj­ar­götu. Einnig verður mynduð tví­stefna á um 100 metra kafla við gatna­mót Kalkofnsvegar og Geirs­götu.

Auglýsing

Áætl­­aður kostn­aður ­nemur níu millj­­örðum króna

Nýjar 16.500 fer­­metra höf­uð­­stöðvar Lands­­bank­ans, „Klett­­ur­inn“, rísa nú við Aust­­ur­höfn, á einni af dýr­­ustu lóðum lands­ins. Áætl­­aður kostn­aður við höf­uð­­stöðv­­­arn­ar ­nemur níu millj­­örðum króna og stefnt er að því bank­inn muni flytja inn í þær annað hvort 2021 og 2022. Lands­­bank­inn er í 98,2 pró­­sent eign skatt­greið­enda.

Birgir Þór­­ar­ins­­son, þing­­maður Mið­­flokks­ins, kall­aði í byrjun nóv­em­ber á þessu ári eftir svörum frá fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra um þessar nýju höf­uð­stöðv­ar. Í fyr­ir­­spurn Birgis á Alþingi er meðal ann­­ars spurt um hver sé áætl­­að­­ur­ ­bygg­ing­­ar­­kostn­aður nýju höf­uð­­stöðv­­anna og hvort fjár­­­mála­ráð­herra, sem hand­hafi hluta­bréfs rík­­is­­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­­sam­­lega fjár­­­fest­ingu.

Þing­mað­ur­inn hefur beðið um svör við ell­efu spurn­ingum um höf­uð­­stöðv­­­arn­­ar. Þar á meðal hve stór hluti bygg­ing­­ar­innar verði leigður út undir annað en starf­­semi Lands­­bank­ans og hvað vænt­an­­leg útleiga hús­næð­is­ins muni greiða niður stóran hluta stofn­­kostnað þess.

Banka­­sýsla rík­­is­ins hefur enga aðkomu að mál­inu

Auk þess spyr Birgir hver ­þróun starfs­­manna­­fjölda bank­ans hafi verið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu frá árinu 2011 og hvað megi gera ráð fyrir að starfs­­mönnum fækki mikið á næstu 10 árum vegna breyt­inga í banka­­starf­­semi.

Hann spyr jafn­­framt hvort fyr­ir­huguð fram­­kvæmd sé gerð með sam­­þykki Banka­­sýslu ­rík­­is­ins og hvort Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, ­sem hand­hafi hluta­bréfs rík­­is­­sjóðs í bank­an­um, telji bygg­ing­una skyn­­sam­­lega fjár­­­fest­ingu. Ekki hefur enn borist svar frá ráðu­neyt­inu.

Fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­ið heldur á eign­­ar­hlutum skatt­greið­enda í Lands­­banka og Íslands­­­banka en felur Banka­­sýslu rík­­is­ins að fara með þá. Í svari við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans í sept­­em­ber síð­ast­liðnum til for­­stjóra Banka­­sýslu rík­­is­ins um hvort stofn­unin hafi haft ein­hverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höf­uð­­stöðvar Lands­­bank­ans var svar for­­stjór­ans, Jóns Gunn­­ars Jóns­­son­­ar, ein­falt: „Nei.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent