Á morgun, mánudag, kemur út bókin „Ekkert að fela –Á slóð Samherja í Afríku“ eftir Helga Seljan, Aðalstein Kjartansson og Stefán Aðalstein Drengsson, teymið sem vann umfjöllun Kveiks um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku sem sýnd var á RÚV á þriðjudagskvöld.
Bókin er gefin út af Vöku Helgafelli, er 356 síður að lengd og er ítarleg umfjöllun um Samherjamálið. Hún byggir meðal annars á gögnum sem höfundarnir fengu aðganga að í gegnum samstarf sitt við Wikileaks, Al Jazeera og Stundina.
Í henni er sagan sem uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson, sagan sem gögnin og tölvupóstarnir sem Wikileaks hefur nú birt að hluta til á netinu og hlaupa á tugum þúsunda og sagan sem öll hin púslin sem teymið fann við margra mánaða vinnu sína sögð á heildrænan og ítarlegan hátt og sett í mun víðara samhengi.
Frá því að þátturinn fór í loftið hafa ráðherrarnir tveir, Bernhardt Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Sacky Shanghala, dómsmálaráðherra landsins, sagt af sér embætti. Á fimmtudag steig Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, til hliðar.