Fólk geti sett sig í spor annarra

Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.

Gylfi Zoega
Auglýsing

Mik­il­vægt er að reglu­verk sé nægi­lega sterkt á mark­aði til að það tryggi að sam­keppni sé neyt­endum til hags­bóta, og komi jafn­framt í veg fyrir að áhætta hjá fyr­ir­tækjum fær­ast yfir á skatt­greið­endur þegar illa fer. 

Jafn­framt skiptir máli að fólk sé með það gild­is­mat bak við eyrað, að geta sett sig í spor ann­arra og taki virkan þátt í lýð­ræð­is­legri þróun með þátt­töku í kosn­ing­um. Fjöl­miðlar hafa einnig veru­lega mik­il­vægt hlut­verk við að veita val­höfum aðhald. 

Þetta er meðal þess sem fjallað er um í ítar­legri grein eftir Gylfa Zoega, hag­fræði­pró­fessor og nefnd­ar­mann í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda í gær, föstu­dag. Í grein­inni er fjallað um þætti sem skipta máli fyrir heil­brigðan mark­aðs­bú­skap.

Auglýsing

„Mark­aðs­hag­kerfi kallar fram frum­kvæði hjá ein­stak­lingum sem sjá hag sínum best borgið með því að stofna fyr­ir­tæki, ráða fólk til starfa og sýna aðhald og frum­kvæði í rekstri. Þegar sam­keppni er á mark­aði þá fram­leiða fyr­ir­tæki þær vörur og þjón­ustu sem neyt­endur vilja á hag­kvæman hátt. 

Vel var­inn eigna­réttur er nauð­syn­legur í mark­aðs­hag­kerfi og lög og reglur sem tryggja að samn­ingar séu haldn­ir. Reglu­verk er einnig nauð­syn­legt til þess að bregð­ast við fákeppni og því að fyr­ir­tæki hagn­ist á kostnað ann­arra, t.d. við­skipta­bankar sem safna miklum skuldum sem lenda á skatt­greið­endum þegar illa fer. Eig­in­fjár­kröfur á við­skipta­banka valda því að eig­endur banka hafi hag af því að sýna var­kárn­i. 

Lýð­ræði gerir almenn­ingi kleift að skipta um stjórn­völd þegar í ljós kemur að þessi stjórn­völd séu ekki að huga að almanna­hags­munum á full­nægj­andi hátt, séu van­hæf og sinni sér­hags­mun­um. Mik­il­vægt er að sem flestir sjái sér hag í að greiða atkvæði í kosn­ing­um.

Lýð­ræði þarfn­ast fjöl­miðla sem miðla upp­lýs­ingum á hlut­lausan hátt og útskýra orsök og afleið­ingar hinna ýmsu atburða. Ein­ungis upp­lýstir kjós­endur geta valið sér hæf stjórn­völd sem vernda hag almenn­ings.

Þá skiptir miklu að ein­stak­lingar hafi gild­is­mat og við­horf þar sem hagur ann­arra skiptir máli og til­lits­semi og virð­ing fyrir rétti ann­ars fólks sé fyrir hendi eins og Adam Smith lýsti í annarri bók sinn­i. 

Síð­ast en ekki síst er mik­il­vægt að fólk hafi hug­rekki til þess að fara að sann­fær­ingu sinni, segja hug sinn og ótt­ast ekki við­brögð sam­fé­lags­ins,“ segir meðal ann­ars í grein­inn­i. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent