Staða útvarpsstjóra RÚV auglýst laus til umsóknar

Umsækjendur hafa þangað til 2. desember að sækja um stöðu útvarpsstjóra, en Magnús Geir Þórðarson var nýverið skipaður þjóðleikhússtjóri.

Frá mótmælum fyrir utan RÚV fyrir nokkrum árum síðar, þegar til stóð að skera niður fjárframlög til fyrirtækisins.
Frá mótmælum fyrir utan RÚV fyrir nokkrum árum síðar, þegar til stóð að skera niður fjárframlög til fyrirtækisins.
Auglýsing

Starf útvarps­stjóra RÚV er aug­lýst laust til umsóknar í dag­blöðum í dag. Umsókn­ar­frestur er til 2. des­em­ber. Í aug­lýs­ing­unni segir að útvarps­stjóri hafi það hlut­verk að „fram­fylgja stefnu Rík­is­út­varps­ins og gæta hags­muna þess í hví­vetna. Leitað er að öfl­ugum og reyndum leið­toga til að stýra RÚV inn í nýja tíma miðl­un­ar.“

Hæfni­kröfur eru háskóla­menntun sem nýt­ist í starfi, en er ekki er til­tekið hvaða stigi háskóla­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búin að ljúka. Þá er gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­toga­hæfi­leika og góða hæfni í mann­legum sam­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefnu­mót­un­ar­vinnu, nýsköpun og inn­leið­ingu stefnu. Við­kom­andi þarf auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­miðl­um, menn­ingu og sam­fé­lags­mál­um, þarf að búa yfir góðri tungu­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i. 

Auglýsing
Útvarpsstjóri er ábyrgur fyrir dag­legri stjórnun RÚV, stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tækis lands­ins, og ber ábyrgð á rekstri þess. Það er stjórn RÚV sem ræður hann.

Þann 1. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn var greint frá því að Magnús Geir Þórð­ar­son, sitj­andi útvarps­stjóri, hefði verið skip­aður þjóð­leik­hús­stjóri. Hann hafði þá setið í Efsta­leiti frá því snemma árs 2014 og stjórn RÚV hafði fyrr á þessu ári ákveðið að fram­lengja fimm ára ráðn­ing­ar­tíma­bil Magn­úsar Geirs um önnur fimm ár.

Útvarps­­­gjaldið hækkar um 2,5 pró­­­sent milli ára sam­­kvæmt fjár­­lög­unum og áætl­­­aðar tekjur Rík­­­is­út­­­varps­ins (RÚV) vegna þeirra aukast um 180 millj­­­ónir króna. Áætlað er að útvarps­­­gjaldið verði 4.770 millj­­­ónir króna á næsta ári. 

Mennta- og menn­ing­­­ar­­­mála­ráð­herra sagði í ágúst að í und­ir­­­bún­­­ingi væri að RÚV hverfi af aug­lýs­inga­­­mark­aði. Rík­­­is­mið­l­inum verði hins vegar bætt upp það tekju­tap en hann hefur haft yfir tvo millj­­­arða króna í slíkar tekjur á und­an­­­förnum árum. Ekki liggur fyrir hvernig sú breyt­ing verði útfærð.

Þjón­ust­u­­­­samn­ingur RÚV við mennta- og menn­ing­­­­ar­­­­mála­ráðu­­­­neyt­ið, sem skil­­­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs og við­ræður um end­ur­nýjun hans hafa staðið yfir und­an­farin miss­eri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent