Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu

Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, kallar eftir því að kjós­endur lands­ins fái raun­veru­legan val­kost sem snúi að „raun­veru­legum breyt­ingum á kerfi sem merg­sýgur sam­fé­lagið að utan sem inn­an. Val­kost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekk­ert gefa í stað­inn. Val­kost sem raun­veru­lega er til höf­uðs þeim sem neyta að taka þátt í sam­fé­lags­sátt­mál­an­um. Sátt­mála um að allir hjálp­ist að við að baka brauðið og þeir veik­ustu fái að borða fyrst.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book í dag. Að mati Ragn­ars er með­virkni og upp­gjöf þeirra stjórn­mála­flokka sem fengið hafa tæki­færi síð­ustu ára­tugi til að vinda ofan af spill­ing­unni algjör og hann telur erfitt að greina hvort vinstri eða hægri vönd­ur­inn hafi verið þjóð­inni harð­ari.

Í pistl­inum segir Ragnar enn fremur að val­kost­ur­inn gæti orðið sá að verka­lýðs­hreyf­ingin fari af stað með þverpóli­tískt fram­boð um þessar breyt­ing­ar. „Val­kost sem sam­einar þjóð­ina um þau þjóð­þrifa­mál sem við svo nauð­syn­lega þurfum að koma í gegn til að ein­hverra breyt­inga sé að vænta í nán­ustu fram­tíð. Val­kost þar sem fólk brýtur odd af oflæti sínu fyrir æðri mál­stað og kom­andi kyn­slóð­ir. Val­kost sem snýst ekki um mála­miðl­an­ir. Val­kost um stóru málin sem skipta okkur öll máli. Annað má bíða.“

Stóra próf­ið! Það eru blikur á lofti í íslensku sam­fé­lagi eftir frétta­flutn­ing af fram­ferði stór­fyr­ir­tækis í...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sat­ur­day, Novem­ber 16, 2019
Hann skorar á verka­lýðs­hreyf­ing­una að leiða fram slíkan val­kost og seg­ist ekki geta séð að ný og öflug verka­lýðs­hreyf­ing geti skor­ast undan slíkri ábyrgð öðru­vísi en að senda reikn­ing­inn til kom­andi kyn­slóða. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sam­einað umbóta­afl gegn spill­ing­unn­i.“

Segir Ísland standa frammi fyrir stóru prófi

Pistill­inn sem birt­ist í stöðu­upp­færsl­unni er skrif­aður í kjöl­far opin­ber­ana á við­skipta­háttum Sam­herja og ber yfir­skrift­ina „Stóra próf­ið!“.

Þar segir Ragnar að blikur séu á lofti í íslensku sam­fé­lagi eftir frétta­flutn­ing af fram­ferði stór­fyr­ir­tækis í sjáv­ar­út­vegi á erlendri grund.„ Sam­fé­lags­legum gildum okkar er ógn­að. Allir eiga að halda ró sinni því það eru tvær hliðar á mál­inu. Hver er hin hliðin á þessu við­bjóðs­lega og ógeð­fellda máli? Hver er hin hliðin á græðgi og spill­ingu? Hin hliðin hefur nú þegar komið fram. Stjórn­endur Sam­herja og strengja­brúður þeirra hafa sýnt það í orði og á borði að iðrun er eng­in, ENG­IN, og allt kapp er laggt í að afvega­leiða umræð­una og skella skuld­inni á aðra. Mál­inu verður bara mak­lega pakkað inn af hátt­virtri „norskri“ lög­manns­stofu og bestu almanna­tenglum sem pen­ingar geta keypt.“

Auglýsing
Ragnar segir málið að mörgu leyti vera stærra og flókn­ara en þetta eina mál. „Mál Sam­herja á sér frændur og frænkur, aðdrag­anda og sögu. Málið lýsir ógn­væn­legu og sið­lausu við­horfi pen­inga­afla til sam­fé­laga, lýsir for­dæma­lausum hroka og vilja­leysi til þátt­töku í upp­bygg­ingu inn­viða. Lýsir afdrátt­ar­lausum hroka og ein­beittum brota­vilja. Svo ein­beittum að öll ráð skulu höfð úti um að greiða sem minnst til baka svo sam­fé­lags­rekst­ur­inn geti staðið undir sér. Skítt með okkar veik­ustu bræður og syst­ur. Skítt með þau. Skítt með inn­við­ina. Skítt með þá.

Þetta er ekki bundið við eitt Afr­íku­ríki. Þetta eru nákvæm­lega sömu vinnu­brögðin og hafa verið stunduð hér á landi, bæði í nútíð og for­tíð. Þetta er nákvæm­lega sama við­horfið og við horfðum uppá í fjár­mála­kerf­inu sem fórn­aði tug­þús­undum heim­ila í eft­ir­málum hruns­ins undir vernd­ar­væng stjórn­valda.

Fólk­inu var fórnað eins og að drekka vatn. Sama er við­horf þeirra sem svindl­uðu mest á þjóð­inni, og gera jafn­vel enn, og telja sig jafn­vel vera hin raun­veru­legu fórn­ar­lömb.

Við­horfið er svo sjúkt og ríkj­andi að eftir er tekið á erlendri grund, sem ein­hvers konar þjóðar­í­þrótt Íslend­inga. Og erum við listuð upp sem fremst á meðal jafn­ingja þegar kemur að pen­inga­þvætti og annarri spill­ing­u.“

Auglýsing
Hann segir að pen­inga­öfl­unum virð­ist vegna betur hér­lendis en ann­ars staðar við að koma sér undan því að borga auð­linda­gjöld og skatta. Hér fái þau að semja sínar eigin leik­regl­ur, og gera að lög­um, eftir henti­semi og í vari frá almúg­an­um, í skjóli sterkra tengsla inn í hjarta stjórn­mál­anna. „Skattsvik­arar og svindl­arar voru meira að segja verð­laun­aðir í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans þar sem þeir fengu gef­ins pen­inga og synda­af­lausnar stimpil á rass­inn frá stjórn­völd­um. Hversu sjúkt er það? Er það til­viljun að í hvert ein­asta skipti sem gengið er til kosn­inga á Íslandi virð­ast stjórn­mála­menn og flokkar þeirra ítrekað kom­ast upp með að segja eitt og gera svo eitt­hvað allt ann­að? Getu­leysið til að spyrna við ítökum hags­muna­afla í okkar sam­fé­lagi er algjört. Þetta á við í dag og þetta átti við fyrir 10 árum, 20 árum og 50 árum. Þrælslund þjóð­ar­innar og umburð­ar­lyndi fyrir spill­ing­unni hlýtur að hafa farið yfir ein­hver áður þekkt mörk síð­ustu ár og eftir nýj­ustu fréttir af afrekum Sam­herja á erlendri grundu hlýtur að vera komið að stóra próf­inu hjá þjóð­inn­i.“

Stjórn­völd dofin og þörf fyrir nýjan val­kost

Ragnar segir að stjórn­völd séu dof­in, úrræða­laus, getu­laus og í raun bull­andi með­virk. „Stjórn­málin virð­ast ekk­ert geta gert nema stíga á tærnar á sjálfum sér og allir eru voða­lega sorg­mæddir yfir stöð­unni. Leiðir yfir því hvernig fór og leiðir yfir því hversu getu­laus við erum í að spyrna við fót­um. Stjórn­málin eru kerfin og kerfin eru stjórn­mál­in. Sið­ferðið virðst þó vera meira í Namib­íu, sem fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra gerði svo eft­ir­minni­lega lítið úr í grein­ar­skrifum sínum og afhjúpar svo dap­ur­legt við­horf þeirra sem fara með vald­ið. Ráð­herr­ann ætti að líta sér nær í þessum efnum í stað þess að kasta steinum úr gler­hús­inu sem hún og flokkur hennar er lok­aður inn í.“

Hann spyr hvað það segi um ráða­menn þjóð­ar­innar að íslensku útgerð­ar­fyr­ir­tækin séu til­bú­inn að borga hærra verð fyrir aðgang að auð­lindum í Afr­íku en hér heima, að mútu­greiðsl­unum með­töld­um? „Allt frá einka­vina­væð­ingu rík­is­eigna, banka­hrun­inu, pen­inga­þvotta­vél Seðla­bank­ans til enda­lausra spill­ing­ar­mála sem ítrekað skjóta upp koll­inum er stóra spurn­ing­in, hversu mikið og lengi er hægt að svind­la, svíkja og pretta heila þjóð?

Val­kostir kjós­enda til raun­veru­legra breyt­inga eru af mjög skornum skammti og hags­muna­að­ilar og pen­inga­öflin ná ávallt yfir­hönd­inni í aðrag­anda kosn­inga, í gegnum rót­gróna stjórn­mála­flokka, í gegnum fjöl­miðla, með lyga­á­róðri og gylli­boðum og tæki­fær­is­hug­sjónum sem víkja um leið og hyllir í bit­linga.

Með öllum ráðum er tryggt að valdastrúkt­úr­inn standi óbreytt­ur. Standi þannig að nið­ur­stöður kosn­inga geti aldrei farið á þá leið að ráð­andi umbóta­öfl nái meiri­hluta á þingi. Til þess er nóg fyrir hags­muna­öflin að styðja í orði og borði þá val­kosti sem lík­leg­astir eru til að þora ekki gegn ríkj­andi kerfi og öfl­um.

Þessir val­kostir eru ekk­ert síður til vinstri en hægri og allt þar á milli.

Með­virkni og upp­gjöf þeirra stjórn­mála­flokka sem fengið hafa tæki­færi síð­ustu ára­tugi til að vinda ofan af spill­ing­unni er algjör. Algjör! Það er jafn­vel erfitt að greina hvort vinstri eða hægri vönd­ur­inn hafi verið þjóð­inni harð­ar­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.
Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent