Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna

Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.

reykjarett_21779100960_o.jpg
Auglýsing

Sett verða upp vegg­spjöld með upp­lýs­ingum um góða sjúk­dóma­stöð­u ­ís­lenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smiti á helstu komu­stöðum til lands­ins. Vegg­spjöldin eru hluti auk­inni fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­inu. Þetta kemur fram í skýrslu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um vernd búfjár­stofna og bætta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Leyfa inn­flutn­ing á fersku kjöti í jan­úar

Í júní síð­ast­liðnum var frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti sam­þykkt á Alþing­i. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. Í aðgerð­ara­á­ætl­un­inni er að finna 17 aðgerð­ir.

Sjö aðgerðum er nú þegar lokið sam­kvæmt nýrri skýrslu ráð­herra. Þar á meðal hafa við­bót­ar­trygg­ingar verði settar gagn­vart inn­flutt­u ­kalkúna­kjöti, kjúklinga­kjöti og eggj­um. Auk þess sem óskað hefur verið eftir við­bót­ar­trygg­ingum vegna inn­flutts svína­kjöts og nauta­kjöts. 

Auglýsing

Í skýrslu ráð­herra kemur jafn­framt að fyr­ir­hugað er að fimm aðgerðum til við­bótar verði lokið fyrir 1. jan­úar 2020. Þar á meðal hefur ráð­herra falið Mat­væla­stofnun að tryggja aukna fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­in­u. 

Hluti verk­efn­is­ins felst í því að setja upp vegg­spjöld til upp­lýs­inga á helstu komu­stöðum til lands­ins fyrir árs­lok 2019. „­Mik­il­vægt er að far­þegar til Íslands fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i,“ segir skýrsl­unn­i. 

Vill setja á fót trygg­ing­ar­sjóð vegna búfjár­sjúk­dóma

Í skýrsl­unni er jafn­framt fjallað um aðgerð sem sem telst til lengri tíma verk­efna en það er að tekið verði til skoð­unar að setja á fót setja á fót sér­stakan trygg­inga­sjóð vegna tjóns sem fram­leið­endur geta orðið fyrir vegna búfjár­sjúk­dóma. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckRáðu­neyti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra óskaði eftir því við Bænda­sam­tök Íslands að sam­tökin upp­lýstu um hug­myndir sínar um slíkan trygg­inga­sjóð, meðal ann­ars um mótun hans, upp­bygg­ingu og í hvaða til­fellum réttur til bóta gæti stofn­ast. 

Til­lögur Bænda­sam­taka Íslands bár­ust í októ­ber síð­ast­liðnum og hefur ráðu­neytið til­lög­urnar til skoð­un­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá hefur ráðu­neytið til skoð­unar mögu­leg úrræði í nágranna­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fundu sjúk­­dóms­­vald­andi bakt­er­­íur í íslensku kjöti

Í skimum á vegum Mat­væla­­­stofn­un­­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­­ar­­­fé­laga og atvinnu- og ný­­­sköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins ­fannst bæði ­­STEC E. coli í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­­grip­­­um. ­­Þetta var í fyrsta sinn sem ski­­­mað hefur verið fyrir eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­­gripum hér­­­­­lend­­is en sýna­takan fór fram í versl­unum á kjöt­i frá mars til des­em­ber 2018.

STEC fannst í 30 pró­­­sent sýna stofn­un­­­ar­innar af lamba­­­kjöti og 11,5 pró­­­sent sýna af naut­­­gripa­kjöti. STEC er eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­­dóms­ein­­­kenni eru nið­­­ur­­­gangur en einnig getur sjúk­­­dóm­­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­­kall­að HUS (Hemolyt­ic ­Ur­ea ­­­Syndrome). 

Þá greindust ekki salmon­ella og ­­kampýló­bakter í svína- og ali­­fugla­kjöti í skimum stofn­un­­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent