Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna

Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.

reykjarett_21779100960_o.jpg
Auglýsing

Sett verða upp vegg­spjöld með upp­lýs­ingum um góða sjúk­dóma­stöð­u ­ís­lenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smiti á helstu komu­stöðum til lands­ins. Vegg­spjöldin eru hluti auk­inni fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­inu. Þetta kemur fram í skýrslu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um vernd búfjár­stofna og bætta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Leyfa inn­flutn­ing á fersku kjöti í jan­úar

Í júní síð­ast­liðnum var frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti sam­þykkt á Alþing­i. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. Í aðgerð­ara­á­ætl­un­inni er að finna 17 aðgerð­ir.

Sjö aðgerðum er nú þegar lokið sam­kvæmt nýrri skýrslu ráð­herra. Þar á meðal hafa við­bót­ar­trygg­ingar verði settar gagn­vart inn­flutt­u ­kalkúna­kjöti, kjúklinga­kjöti og eggj­um. Auk þess sem óskað hefur verið eftir við­bót­ar­trygg­ingum vegna inn­flutts svína­kjöts og nauta­kjöts. 

Auglýsing

Í skýrslu ráð­herra kemur jafn­framt að fyr­ir­hugað er að fimm aðgerðum til við­bótar verði lokið fyrir 1. jan­úar 2020. Þar á meðal hefur ráð­herra falið Mat­væla­stofnun að tryggja aukna fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­in­u. 

Hluti verk­efn­is­ins felst í því að setja upp vegg­spjöld til upp­lýs­inga á helstu komu­stöðum til lands­ins fyrir árs­lok 2019. „­Mik­il­vægt er að far­þegar til Íslands fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i,“ segir skýrsl­unn­i. 

Vill setja á fót trygg­ing­ar­sjóð vegna búfjár­sjúk­dóma

Í skýrsl­unni er jafn­framt fjallað um aðgerð sem sem telst til lengri tíma verk­efna en það er að tekið verði til skoð­unar að setja á fót setja á fót sér­stakan trygg­inga­sjóð vegna tjóns sem fram­leið­endur geta orðið fyrir vegna búfjár­sjúk­dóma. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckRáðu­neyti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra óskaði eftir því við Bænda­sam­tök Íslands að sam­tökin upp­lýstu um hug­myndir sínar um slíkan trygg­inga­sjóð, meðal ann­ars um mótun hans, upp­bygg­ingu og í hvaða til­fellum réttur til bóta gæti stofn­ast. 

Til­lögur Bænda­sam­taka Íslands bár­ust í októ­ber síð­ast­liðnum og hefur ráðu­neytið til­lög­urnar til skoð­un­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá hefur ráðu­neytið til skoð­unar mögu­leg úrræði í nágranna­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fundu sjúk­­dóms­­vald­andi bakt­er­­íur í íslensku kjöti

Í skimum á vegum Mat­væla­­­stofn­un­­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­­ar­­­fé­laga og atvinnu- og ný­­­sköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins ­fannst bæði ­­STEC E. coli í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­­grip­­­um. ­­Þetta var í fyrsta sinn sem ski­­­mað hefur verið fyrir eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­­gripum hér­­­­­lend­­is en sýna­takan fór fram í versl­unum á kjöt­i frá mars til des­em­ber 2018.

STEC fannst í 30 pró­­­sent sýna stofn­un­­­ar­innar af lamba­­­kjöti og 11,5 pró­­­sent sýna af naut­­­gripa­kjöti. STEC er eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­­dóms­ein­­­kenni eru nið­­­ur­­­gangur en einnig getur sjúk­­­dóm­­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­­kall­að HUS (Hemolyt­ic ­Ur­ea ­­­Syndrome). 

Þá greindust ekki salmon­ella og ­­kampýló­bakter í svína- og ali­­fugla­kjöti í skimum stofn­un­­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent