Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna

Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.

reykjarett_21779100960_o.jpg
Auglýsing

Sett verða upp vegg­spjöld með upp­lýs­ingum um góða sjúk­dóma­stöð­u ­ís­lenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smiti á helstu komu­stöðum til lands­ins. Vegg­spjöldin eru hluti auk­inni fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­inu. Þetta kemur fram í skýrslu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um vernd búfjár­stofna og bætta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Leyfa inn­flutn­ing á fersku kjöti í jan­úar

Í júní síð­ast­liðnum var frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti sam­þykkt á Alþing­i. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. Í aðgerð­ara­á­ætl­un­inni er að finna 17 aðgerð­ir.

Sjö aðgerðum er nú þegar lokið sam­kvæmt nýrri skýrslu ráð­herra. Þar á meðal hafa við­bót­ar­trygg­ingar verði settar gagn­vart inn­flutt­u ­kalkúna­kjöti, kjúklinga­kjöti og eggj­um. Auk þess sem óskað hefur verið eftir við­bót­ar­trygg­ingum vegna inn­flutts svína­kjöts og nauta­kjöts. 

Auglýsing

Í skýrslu ráð­herra kemur jafn­framt að fyr­ir­hugað er að fimm aðgerðum til við­bótar verði lokið fyrir 1. jan­úar 2020. Þar á meðal hefur ráð­herra falið Mat­væla­stofnun að tryggja aukna fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­in­u. 

Hluti verk­efn­is­ins felst í því að setja upp vegg­spjöld til upp­lýs­inga á helstu komu­stöðum til lands­ins fyrir árs­lok 2019. „­Mik­il­vægt er að far­þegar til Íslands fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i,“ segir skýrsl­unn­i. 

Vill setja á fót trygg­ing­ar­sjóð vegna búfjár­sjúk­dóma

Í skýrsl­unni er jafn­framt fjallað um aðgerð sem sem telst til lengri tíma verk­efna en það er að tekið verði til skoð­unar að setja á fót setja á fót sér­stakan trygg­inga­sjóð vegna tjóns sem fram­leið­endur geta orðið fyrir vegna búfjár­sjúk­dóma. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckRáðu­neyti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra óskaði eftir því við Bænda­sam­tök Íslands að sam­tökin upp­lýstu um hug­myndir sínar um slíkan trygg­inga­sjóð, meðal ann­ars um mótun hans, upp­bygg­ingu og í hvaða til­fellum réttur til bóta gæti stofn­ast. 

Til­lögur Bænda­sam­taka Íslands bár­ust í októ­ber síð­ast­liðnum og hefur ráðu­neytið til­lög­urnar til skoð­un­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá hefur ráðu­neytið til skoð­unar mögu­leg úrræði í nágranna­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fundu sjúk­­dóms­­vald­andi bakt­er­­íur í íslensku kjöti

Í skimum á vegum Mat­væla­­­stofn­un­­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­­ar­­­fé­laga og atvinnu- og ný­­­sköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins ­fannst bæði ­­STEC E. coli í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­­grip­­­um. ­­Þetta var í fyrsta sinn sem ski­­­mað hefur verið fyrir eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­­gripum hér­­­­­lend­­is en sýna­takan fór fram í versl­unum á kjöt­i frá mars til des­em­ber 2018.

STEC fannst í 30 pró­­­sent sýna stofn­un­­­ar­innar af lamba­­­kjöti og 11,5 pró­­­sent sýna af naut­­­gripa­kjöti. STEC er eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­­dóms­ein­­­kenni eru nið­­­ur­­­gangur en einnig getur sjúk­­­dóm­­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­­kall­að HUS (Hemolyt­ic ­Ur­ea ­­­Syndrome). 

Þá greindust ekki salmon­ella og ­­kampýló­bakter í svína- og ali­­fugla­kjöti í skimum stofn­un­­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Mynd tengd ráninu sem var framið í Dansk Værdihåndtering árið 2008.
Ákært fyrir áform
Fyrir nokkrum dögum hófust í Danmörku réttarhöld yfir fimm mönnum. Þótt réttarhöld séu daglegt brauð eru þessi óvenjuleg því afbrotið sem ákært er fyrir hefur ekki verið framið.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent