Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna

Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.

reykjarett_21779100960_o.jpg
Auglýsing

Sett verða upp vegg­spjöld með upp­lýs­ingum um góða sjúk­dóma­stöð­u ­ís­lenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smiti á helstu komu­stöðum til lands­ins. Vegg­spjöldin eru hluti auk­inni fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­inu. Þetta kemur fram í skýrslu sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra um vernd búfjár­stofna og bætta sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu.

Leyfa inn­flutn­ing á fersku kjöti í jan­úar

Í júní síð­ast­liðnum var frum­varp Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, um að heim­ila inn­flutn­ing á ófrystu kjöti sam­þykkt á Alþing­i. Á sama tíma kynnti ráð­herra aðgerða­á­ætlun með mót­væg­is­að­­gerðum til þess að verja íslenska búfjár­­­stofna og bæta sam­keppn­is­­­stöðu inn­­­­­lendrar mat­væla­fram­­­leiðslu. Í aðgerð­ara­á­ætl­un­inni er að finna 17 aðgerð­ir.

Sjö aðgerðum er nú þegar lokið sam­kvæmt nýrri skýrslu ráð­herra. Þar á meðal hafa við­bót­ar­trygg­ingar verði settar gagn­vart inn­flutt­u ­kalkúna­kjöti, kjúklinga­kjöti og eggj­um. Auk þess sem óskað hefur verið eftir við­bót­ar­trygg­ingum vegna inn­flutts svína­kjöts og nauta­kjöts. 

Auglýsing

Í skýrslu ráð­herra kemur jafn­framt að fyr­ir­hugað er að fimm aðgerðum til við­bótar verði lokið fyrir 1. jan­úar 2020. Þar á meðal hefur ráð­herra falið Mat­væla­stofnun að tryggja aukna fræðslu til ferða­manna um inn­flutn­ing afurða úr dýra­rík­in­u. 

Hluti verk­efn­is­ins felst í því að setja upp vegg­spjöld til upp­lýs­inga á helstu komu­stöðum til lands­ins fyrir árs­lok 2019. „­Mik­il­vægt er að far­þegar til Íslands fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i,“ segir skýrsl­unn­i. 

Vill setja á fót trygg­ing­ar­sjóð vegna búfjár­sjúk­dóma

Í skýrsl­unni er jafn­framt fjallað um aðgerð sem sem telst til lengri tíma verk­efna en það er að tekið verði til skoð­unar að setja á fót setja á fót sér­stakan trygg­inga­sjóð vegna tjóns sem fram­leið­endur geta orðið fyrir vegna búfjár­sjúk­dóma. 

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Mynd:Bára Huld BeckRáðu­neyti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra óskaði eftir því við Bænda­sam­tök Íslands að sam­tökin upp­lýstu um hug­myndir sínar um slíkan trygg­inga­sjóð, meðal ann­ars um mótun hans, upp­bygg­ingu og í hvaða til­fellum réttur til bóta gæti stofn­ast. 

Til­lögur Bænda­sam­taka Íslands bár­ust í októ­ber síð­ast­liðnum og hefur ráðu­neytið til­lög­urnar til skoð­un­ar, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þá hefur ráðu­neytið til skoð­unar mögu­leg úrræði í nágranna­ríkj­unum og innan Evr­ópu­sam­bands­ins.

Fundu sjúk­­dóms­­vald­andi bakt­er­­íur í íslensku kjöti

Í skimum á vegum Mat­væla­­­stofn­un­­ar, heil­brigð­is­eft­ir­lits sveit­­­ar­­­fé­laga og atvinnu- og ný­­­sköp­un­­­ar­ráðu­­­neyt­is­ins ­fannst bæði ­­STEC E. coli í kjöti af íslensku sauðfé og naut­­­grip­­­um. ­­Þetta var í fyrsta sinn sem ski­­­mað hefur verið fyrir eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E.coli í kjöti af sauðfé og naut­­­gripum hér­­­­­lend­­is en sýna­takan fór fram í versl­unum á kjöt­i frá mars til des­em­ber 2018.

STEC fannst í 30 pró­­­sent sýna stofn­un­­­ar­innar af lamba­­­kjöti og 11,5 pró­­­sent sýna af naut­­­gripa­kjöti. STEC er eit­­­ur­­­mynd­andi teg­und E. coli sem getur valdið alvar­­­legum veik­indum í fólki en algeng sjúk­­­dóms­ein­­­kenni eru nið­­­ur­­­gangur en einnig getur sjúk­­­dóm­­­ur­inn leitt til nýrnaskaða, svo­­­kall­að HUS (Hemolyt­ic ­Ur­ea ­­­Syndrome). 

Þá greindust ekki salmon­ella og ­­kampýló­bakter í svína- og ali­­fugla­kjöti í skimum stofn­un­­ar­innar að und­an­skil­inni salmon­ellu sem fannst í einu sýni af svína­kjöt­i.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent