Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu

Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.

Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, kallar eftir því að kjós­endur lands­ins fái raun­veru­legan val­kost sem snúi að „raun­veru­legum breyt­ingum á kerfi sem merg­sýgur sam­fé­lagið að utan sem inn­an. Val­kost sem refsar þeim sem allt vilja fá og ekk­ert gefa í stað­inn. Val­kost sem raun­veru­lega er til höf­uðs þeim sem neyta að taka þátt í sam­fé­lags­sátt­mál­an­um. Sátt­mála um að allir hjálp­ist að við að baka brauðið og þeir veik­ustu fái að borða fyrst.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu hans á Face­book í dag. Að mati Ragn­ars er með­virkni og upp­gjöf þeirra stjórn­mála­flokka sem fengið hafa tæki­færi síð­ustu ára­tugi til að vinda ofan af spill­ing­unni algjör og hann telur erfitt að greina hvort vinstri eða hægri vönd­ur­inn hafi verið þjóð­inni harð­ari.

Í pistl­inum segir Ragnar enn fremur að val­kost­ur­inn gæti orðið sá að verka­lýðs­hreyf­ingin fari af stað með þverpóli­tískt fram­boð um þessar breyt­ing­ar. „Val­kost sem sam­einar þjóð­ina um þau þjóð­þrifa­mál sem við svo nauð­syn­lega þurfum að koma í gegn til að ein­hverra breyt­inga sé að vænta í nán­ustu fram­tíð. Val­kost þar sem fólk brýtur odd af oflæti sínu fyrir æðri mál­stað og kom­andi kyn­slóð­ir. Val­kost sem snýst ekki um mála­miðl­an­ir. Val­kost um stóru málin sem skipta okkur öll máli. Annað má bíða.“

Stóra próf­ið! Það eru blikur á lofti í íslensku sam­fé­lagi eftir frétta­flutn­ing af fram­ferði stór­fyr­ir­tækis í...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Sat­ur­day, Novem­ber 16, 2019
Hann skorar á verka­lýðs­hreyf­ing­una að leiða fram slíkan val­kost og seg­ist ekki geta séð að ný og öflug verka­lýðs­hreyf­ing geti skor­ast undan slíkri ábyrgð öðru­vísi en að senda reikn­ing­inn til kom­andi kyn­slóða. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sam­einað umbóta­afl gegn spill­ing­unn­i.“

Segir Ísland standa frammi fyrir stóru prófi

Pistill­inn sem birt­ist í stöðu­upp­færsl­unni er skrif­aður í kjöl­far opin­ber­ana á við­skipta­háttum Sam­herja og ber yfir­skrift­ina „Stóra próf­ið!“.

Þar segir Ragnar að blikur séu á lofti í íslensku sam­fé­lagi eftir frétta­flutn­ing af fram­ferði stór­fyr­ir­tækis í sjáv­ar­út­vegi á erlendri grund.„ Sam­fé­lags­legum gildum okkar er ógn­að. Allir eiga að halda ró sinni því það eru tvær hliðar á mál­inu. Hver er hin hliðin á þessu við­bjóðs­lega og ógeð­fellda máli? Hver er hin hliðin á græðgi og spill­ingu? Hin hliðin hefur nú þegar komið fram. Stjórn­endur Sam­herja og strengja­brúður þeirra hafa sýnt það í orði og á borði að iðrun er eng­in, ENG­IN, og allt kapp er laggt í að afvega­leiða umræð­una og skella skuld­inni á aðra. Mál­inu verður bara mak­lega pakkað inn af hátt­virtri „norskri“ lög­manns­stofu og bestu almanna­tenglum sem pen­ingar geta keypt.“

Auglýsing
Ragnar segir málið að mörgu leyti vera stærra og flókn­ara en þetta eina mál. „Mál Sam­herja á sér frændur og frænkur, aðdrag­anda og sögu. Málið lýsir ógn­væn­legu og sið­lausu við­horfi pen­inga­afla til sam­fé­laga, lýsir for­dæma­lausum hroka og vilja­leysi til þátt­töku í upp­bygg­ingu inn­viða. Lýsir afdrátt­ar­lausum hroka og ein­beittum brota­vilja. Svo ein­beittum að öll ráð skulu höfð úti um að greiða sem minnst til baka svo sam­fé­lags­rekst­ur­inn geti staðið undir sér. Skítt með okkar veik­ustu bræður og syst­ur. Skítt með þau. Skítt með inn­við­ina. Skítt með þá.

Þetta er ekki bundið við eitt Afr­íku­ríki. Þetta eru nákvæm­lega sömu vinnu­brögðin og hafa verið stunduð hér á landi, bæði í nútíð og for­tíð. Þetta er nákvæm­lega sama við­horfið og við horfðum uppá í fjár­mála­kerf­inu sem fórn­aði tug­þús­undum heim­ila í eft­ir­málum hruns­ins undir vernd­ar­væng stjórn­valda.

Fólk­inu var fórnað eins og að drekka vatn. Sama er við­horf þeirra sem svindl­uðu mest á þjóð­inni, og gera jafn­vel enn, og telja sig jafn­vel vera hin raun­veru­legu fórn­ar­lömb.

Við­horfið er svo sjúkt og ríkj­andi að eftir er tekið á erlendri grund, sem ein­hvers konar þjóðar­í­þrótt Íslend­inga. Og erum við listuð upp sem fremst á meðal jafn­ingja þegar kemur að pen­inga­þvætti og annarri spill­ing­u.“

Auglýsing
Hann segir að pen­inga­öfl­unum virð­ist vegna betur hér­lendis en ann­ars staðar við að koma sér undan því að borga auð­linda­gjöld og skatta. Hér fái þau að semja sínar eigin leik­regl­ur, og gera að lög­um, eftir henti­semi og í vari frá almúg­an­um, í skjóli sterkra tengsla inn í hjarta stjórn­mál­anna. „Skattsvik­arar og svindl­arar voru meira að segja verð­laun­aðir í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­bank­ans þar sem þeir fengu gef­ins pen­inga og synda­af­lausnar stimpil á rass­inn frá stjórn­völd­um. Hversu sjúkt er það? Er það til­viljun að í hvert ein­asta skipti sem gengið er til kosn­inga á Íslandi virð­ast stjórn­mála­menn og flokkar þeirra ítrekað kom­ast upp með að segja eitt og gera svo eitt­hvað allt ann­að? Getu­leysið til að spyrna við ítökum hags­muna­afla í okkar sam­fé­lagi er algjört. Þetta á við í dag og þetta átti við fyrir 10 árum, 20 árum og 50 árum. Þrælslund þjóð­ar­innar og umburð­ar­lyndi fyrir spill­ing­unni hlýtur að hafa farið yfir ein­hver áður þekkt mörk síð­ustu ár og eftir nýj­ustu fréttir af afrekum Sam­herja á erlendri grundu hlýtur að vera komið að stóra próf­inu hjá þjóð­inn­i.“

Stjórn­völd dofin og þörf fyrir nýjan val­kost

Ragnar segir að stjórn­völd séu dof­in, úrræða­laus, getu­laus og í raun bull­andi með­virk. „Stjórn­málin virð­ast ekk­ert geta gert nema stíga á tærnar á sjálfum sér og allir eru voða­lega sorg­mæddir yfir stöð­unni. Leiðir yfir því hvernig fór og leiðir yfir því hversu getu­laus við erum í að spyrna við fót­um. Stjórn­málin eru kerfin og kerfin eru stjórn­mál­in. Sið­ferðið virðst þó vera meira í Namib­íu, sem fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra gerði svo eft­ir­minni­lega lítið úr í grein­ar­skrifum sínum og afhjúpar svo dap­ur­legt við­horf þeirra sem fara með vald­ið. Ráð­herr­ann ætti að líta sér nær í þessum efnum í stað þess að kasta steinum úr gler­hús­inu sem hún og flokkur hennar er lok­aður inn í.“

Hann spyr hvað það segi um ráða­menn þjóð­ar­innar að íslensku útgerð­ar­fyr­ir­tækin séu til­bú­inn að borga hærra verð fyrir aðgang að auð­lindum í Afr­íku en hér heima, að mútu­greiðsl­unum með­töld­um? „Allt frá einka­vina­væð­ingu rík­is­eigna, banka­hrun­inu, pen­inga­þvotta­vél Seðla­bank­ans til enda­lausra spill­ing­ar­mála sem ítrekað skjóta upp koll­inum er stóra spurn­ing­in, hversu mikið og lengi er hægt að svind­la, svíkja og pretta heila þjóð?

Val­kostir kjós­enda til raun­veru­legra breyt­inga eru af mjög skornum skammti og hags­muna­að­ilar og pen­inga­öflin ná ávallt yfir­hönd­inni í aðrag­anda kosn­inga, í gegnum rót­gróna stjórn­mála­flokka, í gegnum fjöl­miðla, með lyga­á­róðri og gylli­boðum og tæki­fær­is­hug­sjónum sem víkja um leið og hyllir í bit­linga.

Með öllum ráðum er tryggt að valdastrúkt­úr­inn standi óbreytt­ur. Standi þannig að nið­ur­stöður kosn­inga geti aldrei farið á þá leið að ráð­andi umbóta­öfl nái meiri­hluta á þingi. Til þess er nóg fyrir hags­muna­öflin að styðja í orði og borði þá val­kosti sem lík­leg­astir eru til að þora ekki gegn ríkj­andi kerfi og öfl­um.

Þessir val­kostir eru ekk­ert síður til vinstri en hægri og allt þar á milli.

Með­virkni og upp­gjöf þeirra stjórn­mála­flokka sem fengið hafa tæki­færi síð­ustu ára­tugi til að vinda ofan af spill­ing­unni er algjör. Algjör! Það er jafn­vel erfitt að greina hvort vinstri eða hægri vönd­ur­inn hafi verið þjóð­inni harð­ar­i.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent