Brim hefur sex mánuði til að koma sér undir kvótaþakið

Hinn 14. nóvember var tilkynnt um að útgerðarfyrirtækið Brim, áður HB Grandi, hefði keypt útgerðarfyrirtæki fyrir rúmlega þrjá milljarða króna. Með kaupunum fór fyrirtækið yfir hámarkseign í kvóta.

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Brim hefur sex mán­uði til að koma sér undir hámarks­þaki í kvóta­eign, 12 pró­sent, eftir nýj­ustu kaup félags­ina á kvóta og útgerð­ar­fyr­ir­tækj­u­m. 

Stjórn Brims sam­þykkti á fundi sínum 14. nóv­em­ber samn­inga um kaup á tveimur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í Hafn­ar­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Sam­an­lagt kaup­verð nemur rúm­lega þremur millj­örðum króna, og verður greitt fyrir að hluta með hlutafé í Brimi, sem nemur um einu pró­senti af heild­ar­hluta­fé. Við þetta heldur Brim áfram að stækka efna­hags­reikn­ing sinn og auka umsvif eins og það hefur gert und­an­farin miss­eri.

Til­kynnt var um samn­ing­inn fyrst 21. októ­ber síð­ast­lið­inn. Við­skiptin eru háð sam­þykki hlut­hafa­fundar Brims, Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og eftir atvikum ann­arra eft­ir­lits­að­ila. Boðað verður til hlut­hafa­fundar í Brimi þann 12. des­em­ber.

Auglýsing

Fisk­vinnslan Kambur gerir út króka­bát­inn Krist­ján HF 100 sem var smíð­aður í Trefjum hf. í Hafn­ar­firði á síð­asta ári og er búinn öllum tækja­bún­aði til veiða og afla­með­ferð­ar. Honum fylgir um 2.000 tonna króka­afla­mark að mestu í þorski, segir í til­kynn­ingu.

Þá rekur fyr­ir­tækið tækni­vædda fisk­vinnslu í eigin hús­næði við Óseyr­ar­braut í Hafn­ar­firði sem er búin marg­vís­legum hátækni­bún­aði m.a. nýrri vinnslu­línu og vatns­skurð­ar­vél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síð­asta ári. 

Grá­brók ehf. gerir út króka­bát­inn Stein­unni HF 108 sem var smíð­aður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókafla­mark að mestu í þorski. Kaup­verðið nemur 772 millj­ónum króna. Nettó vaxta­ber­andi skuldir félag­anna eru um 4,5 millj­arð­ar.

„Til­gangur kaupanna er að styrkja Brim sem alhliða fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. Félagið bætir nú við sig þorsk­veiði­heim­ild­um, tækni­væddum vinnslu­ein­ingum og mannauð sem gerir félagið betur í stakk búið til að takast á við erlenda sam­keppni í vinnslu sjáv­ar­af­urða. Með þessum við­skiptum fer Brim yfir lög­bundið kvóta­þak í króka­afla­marki og hefur félagið lögum sam­kvæmt 6 mán­uði til að gera ráð­staf­anir sem koma félag­inu undir það þak,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Brim er eina íslenska útgerð­ar­fé­lagið sem skráð er á mark­að, en mark­aðsvirði þess nemur um 77 millj­örðum og hefur það auk­ist um tæp­lega 30 pró­sent á einu ári. 

Lang­sam­lega stærsti eig­andi Brims er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem for­stjór­inn Guð­mundur Krist­jáns­son, á að stórum hluta. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent