Brim hefur sex mánuði til að koma sér undir kvótaþakið

Hinn 14. nóvember var tilkynnt um að útgerðarfyrirtækið Brim, áður HB Grandi, hefði keypt útgerðarfyrirtæki fyrir rúmlega þrjá milljarða króna. Með kaupunum fór fyrirtækið yfir hámarkseign í kvóta.

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Brim hefur sex mán­uði til að koma sér undir hámarks­þaki í kvóta­eign, 12 pró­sent, eftir nýj­ustu kaup félags­ina á kvóta og útgerð­ar­fyr­ir­tækj­u­m. 

Stjórn Brims sam­þykkti á fundi sínum 14. nóv­em­ber samn­inga um kaup á tveimur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í Hafn­ar­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Sam­an­lagt kaup­verð nemur rúm­lega þremur millj­örðum króna, og verður greitt fyrir að hluta með hlutafé í Brimi, sem nemur um einu pró­senti af heild­ar­hluta­fé. Við þetta heldur Brim áfram að stækka efna­hags­reikn­ing sinn og auka umsvif eins og það hefur gert und­an­farin miss­eri.

Til­kynnt var um samn­ing­inn fyrst 21. októ­ber síð­ast­lið­inn. Við­skiptin eru háð sam­þykki hlut­hafa­fundar Brims, Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og eftir atvikum ann­arra eft­ir­lits­að­ila. Boðað verður til hlut­hafa­fundar í Brimi þann 12. des­em­ber.

Auglýsing

Fisk­vinnslan Kambur gerir út króka­bát­inn Krist­ján HF 100 sem var smíð­aður í Trefjum hf. í Hafn­ar­firði á síð­asta ári og er búinn öllum tækja­bún­aði til veiða og afla­með­ferð­ar. Honum fylgir um 2.000 tonna króka­afla­mark að mestu í þorski, segir í til­kynn­ingu.

Þá rekur fyr­ir­tækið tækni­vædda fisk­vinnslu í eigin hús­næði við Óseyr­ar­braut í Hafn­ar­firði sem er búin marg­vís­legum hátækni­bún­aði m.a. nýrri vinnslu­línu og vatns­skurð­ar­vél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síð­asta ári. 

Grá­brók ehf. gerir út króka­bát­inn Stein­unni HF 108 sem var smíð­aður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókafla­mark að mestu í þorski. Kaup­verðið nemur 772 millj­ónum króna. Nettó vaxta­ber­andi skuldir félag­anna eru um 4,5 millj­arð­ar.

„Til­gangur kaupanna er að styrkja Brim sem alhliða fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. Félagið bætir nú við sig þorsk­veiði­heim­ild­um, tækni­væddum vinnslu­ein­ingum og mannauð sem gerir félagið betur í stakk búið til að takast á við erlenda sam­keppni í vinnslu sjáv­ar­af­urða. Með þessum við­skiptum fer Brim yfir lög­bundið kvóta­þak í króka­afla­marki og hefur félagið lögum sam­kvæmt 6 mán­uði til að gera ráð­staf­anir sem koma félag­inu undir það þak,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Brim er eina íslenska útgerð­ar­fé­lagið sem skráð er á mark­að, en mark­aðsvirði þess nemur um 77 millj­örðum og hefur það auk­ist um tæp­lega 30 pró­sent á einu ári. 

Lang­sam­lega stærsti eig­andi Brims er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem for­stjór­inn Guð­mundur Krist­jáns­son, á að stórum hluta. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent