Brim hefur sex mánuði til að koma sér undir kvótaþakið

Hinn 14. nóvember var tilkynnt um að útgerðarfyrirtækið Brim, áður HB Grandi, hefði keypt útgerðarfyrirtæki fyrir rúmlega þrjá milljarða króna. Með kaupunum fór fyrirtækið yfir hámarkseign í kvóta.

Guðmundur Kristjánsson
Auglýsing

Útgerð­ar­fyr­ir­tækið Brim hefur sex mán­uði til að koma sér undir hámarks­þaki í kvóta­eign, 12 pró­sent, eftir nýj­ustu kaup félags­ina á kvóta og útgerð­ar­fyr­ir­tækj­u­m. 

Stjórn Brims sam­þykkti á fundi sínum 14. nóv­em­ber samn­inga um kaup á tveimur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum í Hafn­ar­firði, Fisk­vinnsl­unni Kambi og Grá­brók. Sam­an­lagt kaup­verð nemur rúm­lega þremur millj­örðum króna, og verður greitt fyrir að hluta með hlutafé í Brimi, sem nemur um einu pró­senti af heild­ar­hluta­fé. Við þetta heldur Brim áfram að stækka efna­hags­reikn­ing sinn og auka umsvif eins og það hefur gert und­an­farin miss­eri.

Til­kynnt var um samn­ing­inn fyrst 21. októ­ber síð­ast­lið­inn. Við­skiptin eru háð sam­þykki hlut­hafa­fundar Brims, Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins og eftir atvikum ann­arra eft­ir­lits­að­ila. Boðað verður til hlut­hafa­fundar í Brimi þann 12. des­em­ber.

Auglýsing

Fisk­vinnslan Kambur gerir út króka­bát­inn Krist­ján HF 100 sem var smíð­aður í Trefjum hf. í Hafn­ar­firði á síð­asta ári og er búinn öllum tækja­bún­aði til veiða og afla­með­ferð­ar. Honum fylgir um 2.000 tonna króka­afla­mark að mestu í þorski, segir í til­kynn­ingu.

Þá rekur fyr­ir­tækið tækni­vædda fisk­vinnslu í eigin hús­næði við Óseyr­ar­braut í Hafn­ar­firði sem er búin marg­vís­legum hátækni­bún­aði m.a. nýrri vinnslu­línu og vatns­skurð­ar­vél frá Völku hf. sem var tekin í notkun á síð­asta ári. 

Grá­brók ehf. gerir út króka­bát­inn Stein­unni HF 108 sem var smíð­aður árið 2007. Honum fylgir um 850 tonna krókafla­mark að mestu í þorski. Kaup­verðið nemur 772 millj­ónum króna. Nettó vaxta­ber­andi skuldir félag­anna eru um 4,5 millj­arð­ar.

„Til­gangur kaupanna er að styrkja Brim sem alhliða fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi. Félagið bætir nú við sig þorsk­veiði­heim­ild­um, tækni­væddum vinnslu­ein­ingum og mannauð sem gerir félagið betur í stakk búið til að takast á við erlenda sam­keppni í vinnslu sjáv­ar­af­urða. Með þessum við­skiptum fer Brim yfir lög­bundið kvóta­þak í króka­afla­marki og hefur félagið lögum sam­kvæmt 6 mán­uði til að gera ráð­staf­anir sem koma félag­inu undir það þak,“ segir í til­kynn­ingu frá félag­in­u. 

Brim er eina íslenska útgerð­ar­fé­lagið sem skráð er á mark­að, en mark­aðsvirði þess nemur um 77 millj­örðum og hefur það auk­ist um tæp­lega 30 pró­sent á einu ári. 

Lang­sam­lega stærsti eig­andi Brims er Útgerð­ar­fé­lag Reykja­vík­ur, sem for­stjór­inn Guð­mundur Krist­jáns­son, á að stórum hluta. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent