Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­maður VG og nefnd­ar­maður í atvinnu­vega­nefnd Al­þing­is, hefur óskað eftir því að Krist­ján Þór Júl­í­us­­son, ­sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra mæti sem fyrst á fund atvinnu­vega­nefndar til að fara yfir Sam­herj­a­mál­ið. Meðal ann­ars til að ræða hvort að ráðu­neytið hafi gripið til ein­hverra aðgerða vegna máls­ins og ef svo er, til hvaða aðgerða. Rósa Björk greinir frá þessu í Face­book-­færslu í morg­un. 

Íslensk stjórn­mál geti ekki setið hjá aðgerð­ar­laus

„Áhrif Sam­herj­a­máls­ins eigum við eftir að sjá að fullu leyti. Þar undir er skatt­kerfi okkar og eft­ir­lit með því, sam­þjöppun í sjáv­ar­út­vegi, alþjóða­sam­vinna sem snýst ekki bara um heil­indi í þró­un­ar­sam­vinnu og eft­ir­fylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóð­lega samn­inga um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og spill­ingu, náin tengsl stjórn­mál­anna og sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja. Stjórn­ar­skrár­breyt­ingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orð­spor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrú­legt það kann að hljóma,“ skrifar Rósa Björk en að hennar mati er Sam­herj­a­málið af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórn­mál geti ekki setið hjá aðgerðalaus. 

Auglýsing

Hún hefur því óskað eftir því að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra komi fyrir atvinnu­vega­nefnd og ræði stöðu Sam­herja sem sé stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins og jafn­framt eitt umfangs­mesta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. Enn fremur þurfi að ræða afleið­ingar Sam­herj­a­máls­ins á önnur íslensk fyr­ir­tæki og grein­ina í heild sinn­i. 

„Á mál­inu eru margar hliðar en grunn­kjarn­inn í því er samt nýt­ing á auð­lind okkar allra og útdeil­ing á arð­inum á þeirri nýt­ingu. Sam­söfnun auðs á fárra manna hend­ur, í stað þess að meiri arður af nýt­ing­unni renni í sam­eig­in­lega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks sam­fé­lags um fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­ið,“ skrifar Rósa Björk.

Sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra boð­aður á fund atvinnu­vega­nefndar Sam­herj­a­málið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Sunday, Novem­ber 17, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent