Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins

Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og VG standi frammi fyrir próf­raun í ljósi þeirrar taum­lausu græðgi og spill­ingu sem nú hafi komið upp á yfir­borðið í Sam­herj­a­mál­inu. Hún segir að flokk­ur­inn verði meðal ann­ars að koma í veg fyrir að sam­keppn­is­lögin verði gerð veik­ari eins og nú standi til að gera. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu Jóhönnu í dag. 

Veita þurfi skatta­yf­ir­völdum sér­stakt fram­lag

„Þetta er spurn­ing um hvort VG eða sér­hags­muna­flokk­arnir tveir ráði ferð­inni í rík­is­stjórn­inn­i,“ segir Jóhanna og telur upp nokkra hluti sem hún segir að VG verði að setja í for­gang. 

Þar á meðal telur Jóhanna að flokk­ur­inn verði að ­setja í for­gang að lög­festa í stjórn­ar­skrána ákvæði stjórn­laga­ráðs frá 2012 um sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lindum og hækk­a auð­linda­gjaldið sem lækka á um tvo millj­arða á næsta ári. 

Auglýsing

Auk þess telur Jóhanna að veita þurfi skatta­yf­ir­völdum sér­stakt fram­lag til að flýta fyrir rann­sókn á Sam­herj­a­mál­inu. „Óhjá­kvæmi­legt er einnig að Alþingi setji sér­staka rann­sókn­ar­nefnd í mál­ið, skip­aða sér­fræð­ingum utan þings, sem hafi það verk­efni að fara ofan í saumana á Sam­herj­a­mál­inu, “ segir Jóhanna og bendir að lokum á að grannt verði fylgst með við­brögðum for­sæt­is­ráð­herra í þessu máli.

Katrín Jak­obs­dóttir og VG standa frammi fyrir próf­raun í ljósi taum­lausrar græðgi og spill­ingar sem nú hefur komið upp á...

Posted by Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 16, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent