Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins

Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Auglýsing

Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, segir að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og VG standi frammi fyrir próf­raun í ljósi þeirrar taum­lausu græðgi og spill­ingu sem nú hafi komið upp á yfir­borðið í Sam­herj­a­mál­inu. Hún segir að flokk­ur­inn verði meðal ann­ars að koma í veg fyrir að sam­keppn­is­lögin verði gerð veik­ari eins og nú standi til að gera. Þetta kemur fram í Face­book-­færslu Jóhönnu í dag. 

Veita þurfi skatta­yf­ir­völdum sér­stakt fram­lag

„Þetta er spurn­ing um hvort VG eða sér­hags­muna­flokk­arnir tveir ráði ferð­inni í rík­is­stjórn­inn­i,“ segir Jóhanna og telur upp nokkra hluti sem hún segir að VG verði að setja í for­gang. 

Þar á meðal telur Jóhanna að flokk­ur­inn verði að ­setja í for­gang að lög­festa í stjórn­ar­skrána ákvæði stjórn­laga­ráðs frá 2012 um sam­eign þjóð­ar­innar á auð­lindum og hækk­a auð­linda­gjaldið sem lækka á um tvo millj­arða á næsta ári. 

Auglýsing

Auk þess telur Jóhanna að veita þurfi skatta­yf­ir­völdum sér­stakt fram­lag til að flýta fyrir rann­sókn á Sam­herj­a­mál­inu. „Óhjá­kvæmi­legt er einnig að Alþingi setji sér­staka rann­sókn­ar­nefnd í mál­ið, skip­aða sér­fræð­ingum utan þings, sem hafi það verk­efni að fara ofan í saumana á Sam­herj­a­mál­inu, “ segir Jóhanna og bendir að lokum á að grannt verði fylgst með við­brögðum for­sæt­is­ráð­herra í þessu máli.

Katrín Jak­obs­dóttir og VG standa frammi fyrir próf­raun í ljósi taum­lausrar græðgi og spill­ingar sem nú hefur komið upp á...

Posted by Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir on Sat­ur­day, Novem­ber 16, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent