Fasteignaverð hækkaði um 0,5 prósent í október frá því mánuðinn á undan, og mælist hækkun á vísitölu fasteignaverð nú 3,7 prósent á ársgrundvelli.
Verðbólga mælist 2,8 prósent, og því er hækkun fasteignaverðs á ársgrundvelli nú um eitt prósent að raunvirði.
Á undanförnum þremur mánuðum hefur vísitalan hækkað um 1,7 prósent og á undanförnum sex mánuðum hefur hækkunin verið 2,2 prósent, samkvæmt upplýsingum sem Þjóðskrá Íslands birti í dag.
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs, en vísitalan er unnin upp úr þinglýstingum kaupsamningum og því er um frumgögn að ræða.
Hægagangur hefur einkennt stöðu mála á fasteignamarkaði að undanförnu, en í október jókst velta umtalsvert og hafa komið fram merki um meiri umsvif en voru á markaðnum í byrjun ársins.
Hægt hefur verulega á verðhækkunum á fasteignamarkaði, en mest mældist hún 23,5 prósent vorið 2017.