Án lóðasölu hefði RÚV verið ógjaldfært

Ríkisendurskoðun leggur til að fjármála- og efnahagsráðherra fari með málefni RÚV, ekki mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin segir RÚV ekki hafa farið að lögum um stofnun dótturfélaga.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Afkoma RÚV ohf. á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­ins við Efsta­leiti. Ef litið er á afkomu félags­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­ar­af­koma félags­ins á þessu tíma­bili verið nei­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­fært.

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­ur­stöður stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Þar bendir rík­is­end­ur­skoð­andi enn fremur á að RÚV beri að upp­fylla laga­legar skyldur um stofnun dótt­ur­fé­laga fyir aðra starf­semi en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Það hafi RÚV ekki gert þrátt fyrir að laga­á­kvæði krefj­ist þess. „Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir á að ekki sé val­kvætt að fara að lög­um. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim. Sé það aftur á móti vilji stjórn­valda að félagið raun­geri ekki ákvæðið ber þeim að stuðla að því að það verði fellt brott úr lög­um. Á meðan svo er ekki ber RÚV ohf. að upp­fylla laga­legar skyldur sín­ar.“

Auglýsing
Ríkisendurskoðandi bendir jafn­framt á að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit með starf­semi RÚV og leggur til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari með hlut rík­is­ins í félag­inu í stað mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. „Þá telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að tryggt verði með betri hætti en nú er gert að a.m.k. hluti stjórn­ar­manna í RÚV hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m.“

Þá er lagt til, til að auka gagn­sæi um aðskilnað fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu og sam­keppn­is­rekstrar og tryggja fjár­hags­legan aðskiln­að, að RÚV verði gert að verð­meta aug­lýs­inga­rými milli dag­skrár­liða og tekju- og gjald­færa með við­eig­andi hætti.

Margar leiðir til að auka rekstr­ar­hæfi

Kjarn­inn hefur ítrekað greint frá því á und­an­förnum árum hvernig RÚV hefur getað aukið rekstr­­ar­hæfi sitt með öðrum leiðum en auknum tekjum og fram­lögum úr rík­is­sjóði á síð­­­ustu árum. Árinu 2017 var afkoma RÚV jákvæð um 321 milljón króna og þar skipti hagn­aður af sölu á bygg­inga­lóðum í Efsta­­leiti sköp­um, en heild­­ar­­sölu­verð þeirra var um tveir millj­­arðar króna. Í fyrra var afkoman jákvæð um 2,2 millj­ónir króna. 

Auk þess samdi RÚV í maí við Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­lega  er lengt í greiðslu­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­stóll hækk­­­­aður og vextir lækk­­­­aðir úr fimm pró­­­­sentum í 3,5 pró­­­­sent. Þetta mun gera það að verkum að greiðsla skuld­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­magns­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,5 millj­­­ónir króna í fyrra.

Umfangs­mik­ill sam­keppn­is­rekstur

Í sam­keppn­is­rekstri RÚV felst aðal­lega sala aug­lýs­inga og kost­unar en einnig útleiga af t.d. mynd­veri RÚV. Sam­keppn­is­rekstur skil­aði RÚV  tæp­lega 2,4 millj­örðum króna í tekjur í fyrra sem bætt­ust við þá 4,3 millj­arða króna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að sinna almanna­þjón­ustu úr rík­is­sjóð­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun kemur með fjórar megin til­lögur til úrbóta í úttekt sinni. Sú fyrsta er að RÚV verði að fara að lögum og stofna dótt­ur­fé­lög fyrir aðra starf­semi sína en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Í öðru lagi er RÚV gert að verð­meta rétt­inn til nýt­ingar á við­skipta­boð­um. Í þriðja lagi að það þurfi að gæta sam­ræmis í eignum rík­is­ins og í fjórða lagi að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent