Án lóðasölu hefði RÚV verið ógjaldfært

Ríkisendurskoðun leggur til að fjármála- og efnahagsráðherra fari með málefni RÚV, ekki mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin segir RÚV ekki hafa farið að lögum um stofnun dótturfélaga.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Afkoma RÚV ohf. á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­ins við Efsta­leiti. Ef litið er á afkomu félags­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­ar­af­koma félags­ins á þessu tíma­bili verið nei­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­fært.

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­ur­stöður stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Þar bendir rík­is­end­ur­skoð­andi enn fremur á að RÚV beri að upp­fylla laga­legar skyldur um stofnun dótt­ur­fé­laga fyir aðra starf­semi en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Það hafi RÚV ekki gert þrátt fyrir að laga­á­kvæði krefj­ist þess. „Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir á að ekki sé val­kvætt að fara að lög­um. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim. Sé það aftur á móti vilji stjórn­valda að félagið raun­geri ekki ákvæðið ber þeim að stuðla að því að það verði fellt brott úr lög­um. Á meðan svo er ekki ber RÚV ohf. að upp­fylla laga­legar skyldur sín­ar.“

Auglýsing
Ríkisendurskoðandi bendir jafn­framt á að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit með starf­semi RÚV og leggur til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari með hlut rík­is­ins í félag­inu í stað mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. „Þá telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að tryggt verði með betri hætti en nú er gert að a.m.k. hluti stjórn­ar­manna í RÚV hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m.“

Þá er lagt til, til að auka gagn­sæi um aðskilnað fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu og sam­keppn­is­rekstrar og tryggja fjár­hags­legan aðskiln­að, að RÚV verði gert að verð­meta aug­lýs­inga­rými milli dag­skrár­liða og tekju- og gjald­færa með við­eig­andi hætti.

Margar leiðir til að auka rekstr­ar­hæfi

Kjarn­inn hefur ítrekað greint frá því á und­an­förnum árum hvernig RÚV hefur getað aukið rekstr­­ar­hæfi sitt með öðrum leiðum en auknum tekjum og fram­lögum úr rík­is­sjóði á síð­­­ustu árum. Árinu 2017 var afkoma RÚV jákvæð um 321 milljón króna og þar skipti hagn­aður af sölu á bygg­inga­lóðum í Efsta­­leiti sköp­um, en heild­­ar­­sölu­verð þeirra var um tveir millj­­arðar króna. Í fyrra var afkoman jákvæð um 2,2 millj­ónir króna. 

Auk þess samdi RÚV í maí við Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­lega  er lengt í greiðslu­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­stóll hækk­­­­aður og vextir lækk­­­­aðir úr fimm pró­­­­sentum í 3,5 pró­­­­sent. Þetta mun gera það að verkum að greiðsla skuld­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­magns­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,5 millj­­­ónir króna í fyrra.

Umfangs­mik­ill sam­keppn­is­rekstur

Í sam­keppn­is­rekstri RÚV felst aðal­lega sala aug­lýs­inga og kost­unar en einnig útleiga af t.d. mynd­veri RÚV. Sam­keppn­is­rekstur skil­aði RÚV  tæp­lega 2,4 millj­örðum króna í tekjur í fyrra sem bætt­ust við þá 4,3 millj­arða króna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að sinna almanna­þjón­ustu úr rík­is­sjóð­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun kemur með fjórar megin til­lögur til úrbóta í úttekt sinni. Sú fyrsta er að RÚV verði að fara að lögum og stofna dótt­ur­fé­lög fyrir aðra starf­semi sína en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Í öðru lagi er RÚV gert að verð­meta rétt­inn til nýt­ingar á við­skipta­boð­um. Í þriðja lagi að það þurfi að gæta sam­ræmis í eignum rík­is­ins og í fjórða lagi að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti N'drangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent