Án lóðasölu hefði RÚV verið ógjaldfært

Ríkisendurskoðun leggur til að fjármála- og efnahagsráðherra fari með málefni RÚV, ekki mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin segir RÚV ekki hafa farið að lögum um stofnun dótturfélaga.

ruv rikisutvarpid rúv ríkisútvarpið
Auglýsing

Afkoma RÚV ohf. á árunum 2013 til 2018 var jákvæð um 1,5 millj­arða króna, en sú afkoma skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­ins við Efsta­leiti. Ef litið er á afkomu félags­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­ar­af­koma félags­ins á þessu tíma­bili verið nei­kvæð um 61 milljón króna. Án lóða­söl­unnar hefði RÚV ohf. orðið ógjald­fært.

Þetta er á meðal þess sem má finna í nið­ur­stöður stjórn­sýslu­út­tektar Rík­is­end­ur­skoð­unar á RÚV sem birt var í dag. 

Þar bendir rík­is­end­ur­skoð­andi enn fremur á að RÚV beri að upp­fylla laga­legar skyldur um stofnun dótt­ur­fé­laga fyir aðra starf­semi en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Það hafi RÚV ekki gert þrátt fyrir að laga­á­kvæði krefj­ist þess. „Rík­is­end­ur­skoð­andi bendir á að ekki sé val­kvætt að fara að lög­um. Það er skylda RÚV ohf. að fara eftir þeim. Sé það aftur á móti vilji stjórn­valda að félagið raun­geri ekki ákvæðið ber þeim að stuðla að því að það verði fellt brott úr lög­um. Á meðan svo er ekki ber RÚV ohf. að upp­fylla laga­legar skyldur sín­ar.“

Auglýsing
Ríkisendurskoðandi bendir jafn­framt á að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit með starf­semi RÚV og leggur til að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti fari með hlut rík­is­ins í félag­inu í stað mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is. „Þá telur rík­is­end­ur­skoð­andi rétt að tryggt verði með betri hætti en nú er gert að a.m.k. hluti stjórn­ar­manna í RÚV hafi sér­þekk­ingu á fjár­mál­u­m.“

Þá er lagt til, til að auka gagn­sæi um aðskilnað fjöl­miðla í almanna­þjón­ustu og sam­keppn­is­rekstrar og tryggja fjár­hags­legan aðskiln­að, að RÚV verði gert að verð­meta aug­lýs­inga­rými milli dag­skrár­liða og tekju- og gjald­færa með við­eig­andi hætti.

Margar leiðir til að auka rekstr­ar­hæfi

Kjarn­inn hefur ítrekað greint frá því á und­an­förnum árum hvernig RÚV hefur getað aukið rekstr­­ar­hæfi sitt með öðrum leiðum en auknum tekjum og fram­lögum úr rík­is­sjóði á síð­­­ustu árum. Árinu 2017 var afkoma RÚV jákvæð um 321 milljón króna og þar skipti hagn­aður af sölu á bygg­inga­lóðum í Efsta­­leiti sköp­um, en heild­­ar­­sölu­verð þeirra var um tveir millj­­arðar króna. Í fyrra var afkoman jákvæð um 2,2 millj­ónir króna. 

Auk þess samdi RÚV í maí við Líf­eyr­is­­­­sjóð starfs­­­­manna rík­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­lega  er lengt í greiðslu­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða er höf­uð­­­­stóll hækk­­­­aður og vextir lækk­­­­aðir úr fimm pró­­­­sentum í 3,5 pró­­­­sent. Þetta mun gera það að verkum að greiðsla skuld­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­magns­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru 282,5 millj­­­ónir króna í fyrra.

Umfangs­mik­ill sam­keppn­is­rekstur

Í sam­keppn­is­rekstri RÚV felst aðal­lega sala aug­lýs­inga og kost­unar en einnig útleiga af t.d. mynd­veri RÚV. Sam­keppn­is­rekstur skil­aði RÚV  tæp­lega 2,4 millj­örðum króna í tekjur í fyrra sem bætt­ust við þá 4,3 millj­arða króna sem fyr­ir­tækið fékk fyrir að sinna almanna­þjón­ustu úr rík­is­sjóð­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun kemur með fjórar megin til­lögur til úrbóta í úttekt sinni. Sú fyrsta er að RÚV verði að fara að lögum og stofna dótt­ur­fé­lög fyrir aðra starf­semi sína en fjöl­miðlun í almanna­þágu. Í öðru lagi er RÚV gert að verð­meta rétt­inn til nýt­ingar á við­skipta­boð­um. Í þriðja lagi að það þurfi að gæta sam­ræmis í eignum rík­is­ins og í fjórða lagi að efla þurfi fjár­hags­legt eft­ir­lit stjórnar RÚV.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent