Kara Connect lýkur 160 milljóna króna fjármögnun

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kemur nú inn sem nýr fjárfestir og eignast 10% hlut í félaginu. Allir fyrrum fjárfestar taka einnig þátt og auk þess bætast við nýir sænskir fjárfestar, félögin Poleved Industrial Performance AB og Skogsliden Finance AB.

Hilmar Geir Eiðsson, tæknistjóri og meðstofnandi Köru Connect, Huld Magnúsdóttur, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect.
Hilmar Geir Eiðsson, tæknistjóri og meðstofnandi Köru Connect, Huld Magnúsdóttur, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Kara Connect.
Auglýsing

Kara Conn­ect ehf. hefur lokið 160 millj­óna króna fjár­mögnun með aðkomu Nýsköp­un­ar­sjóðs atvinnu­lífs­ins og tveggja sænskra einka­fjár­festa. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Kara Conn­ect er staf­ræn vinnu­stöð sem gerir sér­fræð­ingum í heil­brigð­is,- vel­ferð­ar- og mennta­geir­anum kleift að veita skjól­stæð­ingum þjón­ustu og straum­línu­laga rekstur sinn.

Í til­kynn­ing­unni segir að um sé að ræða aðra fjár­mögnun félags­ins. Fyrir ári síðan hafi Crowberry Capi­tal fjár­fest í Kara Conn­ect sem hafi gert teym­inu kleift að ein­beita sér að þróun hug­bún­að­ar­ins með örygg­is­mál að leið­ar­ljósi. „Kara er eini íslenski hug­bún­að­ur­inn fyrir sér­fræð­inga sem er sam­þykktur af Land­lækn­is­emb­ætt­inu þegar litið er til gagna­vist­unar og fjar­funda­sam­skipta við skjól­stæð­inga.“

Auglýsing

Ný­sköp­un­ar­sjóður atvinnu­lífs­ins kemur nú inn sem nýr fjár­festir og eign­ast 10 pró­sent hlut í félag­inu. Allir fyrrum fjár­festar taka einnig þátt og auk þess bæt­ast við nýir sænskir fjár­fest­ar, félögin Poleved Industrial Per­for­mance AB og Skogsliden Fin­ance AB.

700 sér­fræð­ingar nýta sér Köru

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri og stofn­andi Kara Conn­ect, segir við til­efnið að fjár­mögnun með aðkomu þess­ara sterku fjár­festa skipti miklu máli fyrir félagið og gefi frá­bæru teymi tæki­færi til að stækka, sér­stak­lega í sölu- og mark­aðs­mál­um, sam­hliða vexti í Dan­mörku. „Ís­lenski mark­að­ur­inn hefur tekið hratt við sér og mörg spenn­andi og fram­sýn verk­efni grund­völluð á kerfi Köru verða brátt sýni­leg.“

Í til­kynn­ing­unni kemur enn fremur fram að hátt í 700 sér­fræð­ingar nýti sér Köru fyrir bak­vinnslu, greiðslur og örygg­is­mál, og sam­tímis stór­auki Kara aðgengi skjól­stæð­inga að sér­þekk­ingu þeirra. Sér­fræð­ingar nýti Köru til að skrá og byggja yfir­lit um hefð­bundna fundi, fjar­fundi og spjall­fundi. Tug­þús­undir fjar­funda hafi farið fram nú þegar og hafi heild­ar­fjöldi not­enda meira en tvö­fald­ast frá ára­mótum og telur nú yfir 4.300.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent