Vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað

Bjarni Benediktsson segir að það sé ekki hægt að fullyrða að Íslandsbanki verði seldur á þessu kjörtímabili. Hann vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þurfi að skoða aðra möguleika.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ekki hægt að full­yrða það að Íslands­banki verði seldur á þessu kjör­tíma­bili, þar sem að rík­is­stjórnin muni ekki selja hann gegn hvaða verði sem er. „En við þurfum líka að skoða hvaða mögu­leikar eru í stöð­unni og end­ur­skoða fyrri áform sem gengu út á að stefna beint að skrán­ingu Íslands­banka á markað og selja ríkið smátt og smátt nið­ur. Það þarf að skoða ýmsa mögu­leika en ég er ekki til­bú­inn að sitja með hendur í skauti og bíða þess að sólin fari aftur að skína á banka­mark­að­inn.“ 

Þetta segir Bjarni í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag. 

Þar seg­ist Bjarni einnig hafa velt því fyrir sér hvort að til greina komi að sam­eina tvo við­skipta­banka, en ríkið á sem stendur Íslands­banka og Lands­banka. Eftir því sem hann skoði málið betur þá sjái hann þó fleiri og fleiri van­kanta á því. „Ég held t.d. að ef það ætti að vera okkar næsta útspil í þeim efnum þá myndi lítið ger­ast í þessum málum á kom­andi árum.“

Banka­sýslan lagði til tvær leiðir

Í Hvít­­­­­bók um fram­­­­­tíð­­­­­ar­­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­ið, sem birt var í des­em­ber í fyrra, var fjallað ítar­­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­­is­­­­­bönk­­­­­un­um, Lands­­­­­bank­­­­­anum og Íslands­­­­­­­­­banka, og var horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­­ur­­­­­skipu­­­­­leggja eign­­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­inu til fram­­­­­tíð­­­­­ar. 

Auglýsing
Banka­sýsla rík­is­ins hefur verið falið  að horfa til nið­­ur­­stöðu þeirrar vinnu við mótun á því hvernig færi best að selja rík­­is­­bank­anna. Hún lagði fram minn­is­­blað á ráð­herra­fundi um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins í lok ágúst síð­­ast­lið­ins þar sem lagt var til að annað hvort ætti að selja 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Aðgerð­­irnar hafa ekki verið tíma­­settar enn sem komið er. 

Miðað við orð Bjarna í við­tal­inu við Við­skipta­Mogg­ann þá vill hann skoða aðrar leiðir en skrán­ing­ar­leið­ina. 

Meiri­hluti lands­manna vill að ríkið eigi banka

Alls eru 61,2 pró­­­­sent lands­­­­manna jákvæðir gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka. Fjórð­ungur þjóð­­­­ar­inn­­­­ar, 25,2 pró­­­­sent, hefur enga fast­­­­mót­aða skoðun á slíku eign­­­­ar­haldi og ein­ungis 13,5 pró­­­­sent Íslend­inga eru nei­­­­kvæðir gagn­vart slíku eign­­­­ar­haldi.

Þetta er meðal þess sem kom fram í rann­­­­sókn sem Gallup vann fyrir fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neytið og birt­ist með Hvít­­­­bók­inni. Mark­mið könn­un­­­­ar­innar var að skoða ítar­­­­lega traust til banka­­­­kerf­is­ins á Íslandi, hverjar væru helstu ástæður fyrir van­­­­trausti og hvað mætti betur fara. Úrtakið var 1.408 manns 18 ára og eldri af land­inu öllu. Þátt­­­­töku­hlut­­­­fall var 54,5 pró­­­­sent.

Þegar þeir sem eru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka voru spurðir af hverju sögðu 24,4 pró­­­­sent þeirra, eða tæp­­­­lega fjórð­ung­­­­ur, að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili. Fimmt­ungur sagði að helsta ástæðan væri öryggi og/eða traust og 18,3 pró­­­­sent vegna þess að arð­­­­ur­inn færi þá til almenn­ings. Þá sögðu 15,7 pró­­­­sent að helsta ástæða þess að þeir væru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka vera þá að það þýddi að minni líkur væru á því að hlut­irnir myndu enda illa og að spill­ing og græðgi yrði minni.

Þeir sem voru nei­­­­kvæðir gagn­vart því að ríkið væri eig­andi við­­­­skipta­­­­banka töldu það ekki vera hlut­verk rík­­­­is­ins né að það væri hæft til þess að eiga við­­­­skipta­­­­banka. Þá væri hætta á spill­ingu og eign­­­­ar­hald á við­­­­skipta­­­­banka væri þar að auki áhætt­u­­­­samt fyrir rík­­­­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent