Vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað

Bjarni Benediktsson segir að það sé ekki hægt að fullyrða að Íslandsbanki verði seldur á þessu kjörtímabili. Hann vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þurfi að skoða aðra möguleika.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ekki hægt að full­yrða það að Íslands­banki verði seldur á þessu kjör­tíma­bili, þar sem að rík­is­stjórnin muni ekki selja hann gegn hvaða verði sem er. „En við þurfum líka að skoða hvaða mögu­leikar eru í stöð­unni og end­ur­skoða fyrri áform sem gengu út á að stefna beint að skrán­ingu Íslands­banka á markað og selja ríkið smátt og smátt nið­ur. Það þarf að skoða ýmsa mögu­leika en ég er ekki til­bú­inn að sitja með hendur í skauti og bíða þess að sólin fari aftur að skína á banka­mark­að­inn.“ 

Þetta segir Bjarni í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag. 

Þar seg­ist Bjarni einnig hafa velt því fyrir sér hvort að til greina komi að sam­eina tvo við­skipta­banka, en ríkið á sem stendur Íslands­banka og Lands­banka. Eftir því sem hann skoði málið betur þá sjái hann þó fleiri og fleiri van­kanta á því. „Ég held t.d. að ef það ætti að vera okkar næsta útspil í þeim efnum þá myndi lítið ger­ast í þessum málum á kom­andi árum.“

Banka­sýslan lagði til tvær leiðir

Í Hvít­­­­­bók um fram­­­­­tíð­­­­­ar­­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­ið, sem birt var í des­em­ber í fyrra, var fjallað ítar­­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­­is­­­­­bönk­­­­­un­um, Lands­­­­­bank­­­­­anum og Íslands­­­­­­­­­banka, og var horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­­ur­­­­­skipu­­­­­leggja eign­­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­inu til fram­­­­­tíð­­­­­ar. 

Auglýsing
Banka­sýsla rík­is­ins hefur verið falið  að horfa til nið­­ur­­stöðu þeirrar vinnu við mótun á því hvernig færi best að selja rík­­is­­bank­anna. Hún lagði fram minn­is­­blað á ráð­herra­fundi um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins í lok ágúst síð­­ast­lið­ins þar sem lagt var til að annað hvort ætti að selja 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Aðgerð­­irnar hafa ekki verið tíma­­settar enn sem komið er. 

Miðað við orð Bjarna í við­tal­inu við Við­skipta­Mogg­ann þá vill hann skoða aðrar leiðir en skrán­ing­ar­leið­ina. 

Meiri­hluti lands­manna vill að ríkið eigi banka

Alls eru 61,2 pró­­­­sent lands­­­­manna jákvæðir gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka. Fjórð­ungur þjóð­­­­ar­inn­­­­ar, 25,2 pró­­­­sent, hefur enga fast­­­­mót­aða skoðun á slíku eign­­­­ar­haldi og ein­ungis 13,5 pró­­­­sent Íslend­inga eru nei­­­­kvæðir gagn­vart slíku eign­­­­ar­haldi.

Þetta er meðal þess sem kom fram í rann­­­­sókn sem Gallup vann fyrir fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neytið og birt­ist með Hvít­­­­bók­inni. Mark­mið könn­un­­­­ar­innar var að skoða ítar­­­­lega traust til banka­­­­kerf­is­ins á Íslandi, hverjar væru helstu ástæður fyrir van­­­­trausti og hvað mætti betur fara. Úrtakið var 1.408 manns 18 ára og eldri af land­inu öllu. Þátt­­­­töku­hlut­­­­fall var 54,5 pró­­­­sent.

Þegar þeir sem eru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka voru spurðir af hverju sögðu 24,4 pró­­­­sent þeirra, eða tæp­­­­lega fjórð­ung­­­­ur, að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili. Fimmt­ungur sagði að helsta ástæðan væri öryggi og/eða traust og 18,3 pró­­­­sent vegna þess að arð­­­­ur­inn færi þá til almenn­ings. Þá sögðu 15,7 pró­­­­sent að helsta ástæða þess að þeir væru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka vera þá að það þýddi að minni líkur væru á því að hlut­irnir myndu enda illa og að spill­ing og græðgi yrði minni.

Þeir sem voru nei­­­­kvæðir gagn­vart því að ríkið væri eig­andi við­­­­skipta­­­­banka töldu það ekki vera hlut­verk rík­­­­is­ins né að það væri hæft til þess að eiga við­­­­skipta­­­­banka. Þá væri hætta á spill­ingu og eign­­­­ar­hald á við­­­­skipta­­­­banka væri þar að auki áhætt­u­­­­samt fyrir rík­­­­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent