Vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað

Bjarni Benediktsson segir að það sé ekki hægt að fullyrða að Íslandsbanki verði seldur á þessu kjörtímabili. Hann vill endurskoða áform um að skrá Íslandsbanka beint á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þurfi að skoða aðra möguleika.

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, segir að það sé ekki hægt að full­yrða það að Íslands­banki verði seldur á þessu kjör­tíma­bili, þar sem að rík­is­stjórnin muni ekki selja hann gegn hvaða verði sem er. „En við þurfum líka að skoða hvaða mögu­leikar eru í stöð­unni og end­ur­skoða fyrri áform sem gengu út á að stefna beint að skrán­ingu Íslands­banka á markað og selja ríkið smátt og smátt nið­ur. Það þarf að skoða ýmsa mögu­leika en ég er ekki til­bú­inn að sitja með hendur í skauti og bíða þess að sólin fari aftur að skína á banka­mark­að­inn.“ 

Þetta segir Bjarni í við­tali við Við­skipta­Mogg­ann í dag. 

Þar seg­ist Bjarni einnig hafa velt því fyrir sér hvort að til greina komi að sam­eina tvo við­skipta­banka, en ríkið á sem stendur Íslands­banka og Lands­banka. Eftir því sem hann skoði málið betur þá sjái hann þó fleiri og fleiri van­kanta á því. „Ég held t.d. að ef það ætti að vera okkar næsta útspil í þeim efnum þá myndi lítið ger­ast í þessum málum á kom­andi árum.“

Banka­sýslan lagði til tvær leiðir

Í Hvít­­­­­bók um fram­­­­­tíð­­­­­ar­­­­­sýn fyrir fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­ið, sem birt var í des­em­ber í fyrra, var fjallað ítar­­­­­lega um hvernig skuli standa að sölu á hlutafé í rík­­­­­is­­­­­bönk­­­­­un­um, Lands­­­­­bank­­­­­anum og Íslands­­­­­­­­­banka, og var horft til þess að nota skráðan markað til þess að end­­­­­ur­­­­­skipu­­­­­leggja eign­­­­­ar­hald með þeim hætti, að dreift og traust eign­­­­­ar­hald verði hluti af fjár­­­­­­­­­mála­­­­­kerf­inu til fram­­­­­tíð­­­­­ar. 

Auglýsing
Banka­sýsla rík­is­ins hefur verið falið  að horfa til nið­­ur­­stöðu þeirrar vinnu við mótun á því hvernig færi best að selja rík­­is­­bank­anna. Hún lagði fram minn­is­­blað á ráð­herra­fundi um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins í lok ágúst síð­­ast­lið­ins þar sem lagt var til að annað hvort ætti að selja 25 pró­­­sent hlut í Íslands­­­­­banka í hluta­fjár­­­út­­­­­boði og skrá þau bréf tví­­­hliða á mark­að, eða að selja allt að öllu hlutafé í bank­­­anum með upp­­­­­boðs­­­leið þar sem önnur fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tæki eða sjóðir geti gert til­­­­­boð í hann. Aðgerð­­irnar hafa ekki verið tíma­­settar enn sem komið er. 

Miðað við orð Bjarna í við­tal­inu við Við­skipta­Mogg­ann þá vill hann skoða aðrar leiðir en skrán­ing­ar­leið­ina. 

Meiri­hluti lands­manna vill að ríkið eigi banka

Alls eru 61,2 pró­­­­sent lands­­­­manna jákvæðir gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka. Fjórð­ungur þjóð­­­­ar­inn­­­­ar, 25,2 pró­­­­sent, hefur enga fast­­­­mót­aða skoðun á slíku eign­­­­ar­haldi og ein­ungis 13,5 pró­­­­sent Íslend­inga eru nei­­­­kvæðir gagn­vart slíku eign­­­­ar­haldi.

Þetta er meðal þess sem kom fram í rann­­­­sókn sem Gallup vann fyrir fjár­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­neytið og birt­ist með Hvít­­­­bók­inni. Mark­mið könn­un­­­­ar­innar var að skoða ítar­­­­lega traust til banka­­­­kerf­is­ins á Íslandi, hverjar væru helstu ástæður fyrir van­­­­trausti og hvað mætti betur fara. Úrtakið var 1.408 manns 18 ára og eldri af land­inu öllu. Þátt­­­­töku­hlut­­­­fall var 54,5 pró­­­­sent.

Þegar þeir sem eru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka voru spurðir af hverju sögðu 24,4 pró­­­­sent þeirra, eða tæp­­­­lega fjórð­ung­­­­ur, að ríkið væri betri eig­andi en einka­að­ili. Fimmt­ungur sagði að helsta ástæðan væri öryggi og/eða traust og 18,3 pró­­­­sent vegna þess að arð­­­­ur­inn færi þá til almenn­ings. Þá sögðu 15,7 pró­­­­sent að helsta ástæða þess að þeir væru jákvæðir gagn­vart því að ríkið sé eig­andi við­­­­skipta­­­­banka vera þá að það þýddi að minni líkur væru á því að hlut­irnir myndu enda illa og að spill­ing og græðgi yrði minni.

Þeir sem voru nei­­­­kvæðir gagn­vart því að ríkið væri eig­andi við­­­­skipta­­­­banka töldu það ekki vera hlut­verk rík­­­­is­ins né að það væri hæft til þess að eiga við­­­­skipta­­­­banka. Þá væri hætta á spill­ingu og eign­­­­ar­hald á við­­­­skipta­­­­banka væri þar að auki áhætt­u­­­­samt fyrir rík­­­­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent