Lán Gildis til íbúðakaupa tífölduðust frá 2015 til 2018

Gildi hefur markvisst reynt að hemja aukningu í sjóðsfélagalánum með því að þrengja lánsskilyrði. Það virðist hafa tekist þar sem sjóðurinn lánaði mjög svipað magn af peningum vegna íbúðakaupa á fyrstu tíu mánuðum 2019 og hann gerði á sama tíma í fyrra.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
AuglýsingLíf­eyr­is­sjóðnum Gildi hefur tek­ist að hemja útlán sín til íbúða­kaupa á þessu ári með þeim árangri að sjóð­ur­inn lán­aði sjóðs­fé­lögum aðeins lægri upp­hæð á fyrstu tíu mán­uðum þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. Það gerði sjóð­ur­inn með því að þrengja veru­lega á lána­skil­yrðum sín­um.

Þetta kom fram i kynn­ingu Árna Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Gild­is, á fundi sjóðs­fé­laga og full­trúa­ráðs líf­eyr­is­sjóðs­ins sem fram fór á mið­viku­dag.

Sjóðs­fé­laga­lán Gild­is, sem eru fyrst og fremst til íbúð­ar­kaup­enda, juk­ust mjög skarpt á und­an­förnum árum Í árs­lok 2015 voru þau 2,2 millj­arðar króna en höfðu tífald­ast um síð­ustu ára­mót og voru orðin 22 millj­arðar króna. Þar af bætt­ust 9,2 millj­arðar króna, eða rétt tæpur helm­ingur við­bót­ar­inn­ar, við á árinu 2018. Fjöldi veittra lána jókst líka mjög hratt og fór úr því að vera 230 árið 2015 í að vera 1.366 allt árið í fyrra. 

Auglýsing
Þá greip Gildi í taumanna og þrengdi lána­skil­yrðin sín. Það var gert um síð­ustu ára­mót. Á meðal þess sem Gildi gerði var að lækka veð­hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána niður í 70 pró­sent. Það höfðu hinir tveir stóru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, LSR og líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, gert áður og fyrir vikið jókst ásókn í lán hjá Gild­i. 

Þessi aðgerð virð­ist hafa virkað til að koma í veg fyrir áfram­hald­andi vöxt. Á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2019 hefur Gildi lánað 17,2 millj­arða króna í sjóðs­fé­laga­lán, sem er 200 millj­ónum krónum minna en sjóð­ur­inn gerði á sama tíma­bili í fyrra. Auk þess hefur hann veitt 12 færri lán í ár en á sama tíma­bili í fyrra, eða alls 1.072 tals­ins.

Lægstu vextir sem Gildi býður nú eru á verð­tryggðum breyti­legum lán­um, en þeir eru 2,46 pró­sent. Sjö líf­eyr­is­sjóðir bjóða sínum sjóðs­fé­lögum upp á betri vexti en það. Lægstu vext­irnir sem eru í boði í þeim lána­flokki eru hjá Birtu, 1,64 pró­sent, en þar er hámarks­lánið reyndar 65 pró­sent af kaup­verð­i. 

Verzl­un­ar­menn hafa haldið vöxtum óbreyttum í fjóra mán­uði

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hefur líka gripið til aðgerða til að hamla lán­töku hjá sér. Hann hefur nú haldið breyti­legum verð­tryggðum vöxtum sínum óbreyttum frá því í ágúst­byrj­un, eða í fjóra mán­uði. Þá var ákveðið að breyta því hvernig vext­irnir væru ákveðnir og fallið frá því að láta ávöxtun ákveð­ins skulda­bréfa­flokks ráða þeirri för. Þess í stað er ein­fald­lega um ákvörðum stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins að ræða, en ekki hefur verið greint frá því hvort hún byggi á ein­hverju öðru en ein­ungis vilja þeirra sem í stjórn­inni sitja. Frá því í nóv­em­ber 2018 og fram í maí 2019 lækk­uðu breyti­legir verð­tryggðir vextir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna úr 2,62 pró­sent í 2,06 pró­sent, eða um 0,56 pró­sentu­stig. Þá tók stjórn sjóðs­ins ákvörðun um að frysta þá fram í ágúst og hækka þá svo upp í 2,26 pró­sent, þar sem þeir hafa verið síð­an.

Í októ­ber ákvað sjóð­ur­inn svo að breyta lána­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­töku voru veru­lega þrengd og hámarks­fjár­hæð lána var lækkuð um tíu millj­ónir króna. Auk þess var ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­kvæm­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­förnum árum.

Þetta var gert með þeim rökum að sjóð­ur­inn væri komin út fyrir þau þol­mörk sem hann ræður við að lána til íbúð­ar­kaupa. Frá haustinu 2015 og fram í októ­ber­byrjun 2019 juk­ust sjóðs­fé­lags­lán úr því að vera sex pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins í að verða 13 pró­sent. Alls námu sjóðs­­fé­laga­lánin um 107 millj­­örðum króna í byrjun síð­asta mán­aðar og um 25 millj­­arðar króna til við­­bótar voru sagðir vera að bæt­­ast við þá tölu þegar tekið væri til­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­ur­fjár­­­mögn­un. 

Það voru ein­fald­lega ekki til lausir pen­ingar til að halda áfram á sömu braut og líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefði þurft að losa um aðrar eignir að óbreyttu til að þjón­usta eft­ir­spurn­ina eftir íbúða­lán­um. Það var stjórn hans ekki til­búin að gera.

Hægist heilt yfir á útlánum sjóða

Þessar ákvarð­anir stærstu sjóð­anna, sem eru til þess fallnar að hægja á lán­töku hjá þeim, hafa skilað því að ný útlán líf­eyr­is­­sjóða til sjóðs­fé­laga, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, dróg­ust saman um 15 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Auglýsing
Frá byrjun árs og til loka sept­­em­ber­mán­aðar 2019 lán­uðu sjóð­irnir 65,9 millj­­arða króna til sjóðs­fé­laga, að upp­i­­­stöðu vegna hús­næð­is­­kaupa, en á sama tíma­bili 2018 námu útlánin 77,9 millj­­örðum króna. 

Útlán í sept­­em­ber­mán­uði voru 12 pró­­sent lægri í ár en í fyrra. Það er þó aukn­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í sum­­­ar, þegar sam­­drátt­­ur­inn var sem mest­­ur. Í júlí, júlí og ágúst 2018 lán­uðu líf­eyr­is­­sjóð­irnir alls 29,8 millj­­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna. Á sama tíma­bili í ár lán­uðu þeir 21,4 millj­­arða króna.

Útlánin dróg­ust því saman um 28 pró­­sent milli sumra.

Þrátt fyrir að upp­­hæð­­irnar sem sjóð­irnir hafa lánað hafi dreg­ist veru­­lega saman er fjöldi veittra lána á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nán­­ast sá sami og hann var á sama tíma­bili í fyrra, eða 5.765. Það eru ein­ungis 14 færri lán en líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins veittu á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2018. Með­­al­talslán­veit­ing er því að drag­­ast veru­­lega sam­­an. Hún var 13,5 millj­­ónir króna í fyrra en er 11,4 millj­­ónir króna nú, og 16 pró­­sent lægri en á sama tíma­bili í fyrra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent