Lán Gildis til íbúðakaupa tífölduðust frá 2015 til 2018

Gildi hefur markvisst reynt að hemja aukningu í sjóðsfélagalánum með því að þrengja lánsskilyrði. Það virðist hafa tekist þar sem sjóðurinn lánaði mjög svipað magn af peningum vegna íbúðakaupa á fyrstu tíu mánuðum 2019 og hann gerði á sama tíma í fyrra.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
AuglýsingLíf­eyr­is­sjóðnum Gildi hefur tek­ist að hemja útlán sín til íbúða­kaupa á þessu ári með þeim árangri að sjóð­ur­inn lán­aði sjóðs­fé­lögum aðeins lægri upp­hæð á fyrstu tíu mán­uðum þessa árs en á sama tíma­bili í fyrra. Það gerði sjóð­ur­inn með því að þrengja veru­lega á lána­skil­yrðum sín­um.

Þetta kom fram i kynn­ingu Árna Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Gild­is, á fundi sjóðs­fé­laga og full­trúa­ráðs líf­eyr­is­sjóðs­ins sem fram fór á mið­viku­dag.

Sjóðs­fé­laga­lán Gild­is, sem eru fyrst og fremst til íbúð­ar­kaup­enda, juk­ust mjög skarpt á und­an­förnum árum Í árs­lok 2015 voru þau 2,2 millj­arðar króna en höfðu tífald­ast um síð­ustu ára­mót og voru orðin 22 millj­arðar króna. Þar af bætt­ust 9,2 millj­arðar króna, eða rétt tæpur helm­ingur við­bót­ar­inn­ar, við á árinu 2018. Fjöldi veittra lána jókst líka mjög hratt og fór úr því að vera 230 árið 2015 í að vera 1.366 allt árið í fyrra. 

Auglýsing
Þá greip Gildi í taumanna og þrengdi lána­skil­yrðin sín. Það var gert um síð­ustu ára­mót. Á meðal þess sem Gildi gerði var að lækka veð­hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána niður í 70 pró­sent. Það höfðu hinir tveir stóru líf­eyr­is­sjóðir lands­ins, LSR og líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, gert áður og fyrir vikið jókst ásókn í lán hjá Gild­i. 

Þessi aðgerð virð­ist hafa virkað til að koma í veg fyrir áfram­hald­andi vöxt. Á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins 2019 hefur Gildi lánað 17,2 millj­arða króna í sjóðs­fé­laga­lán, sem er 200 millj­ónum krónum minna en sjóð­ur­inn gerði á sama tíma­bili í fyrra. Auk þess hefur hann veitt 12 færri lán í ár en á sama tíma­bili í fyrra, eða alls 1.072 tals­ins.

Lægstu vextir sem Gildi býður nú eru á verð­tryggðum breyti­legum lán­um, en þeir eru 2,46 pró­sent. Sjö líf­eyr­is­sjóðir bjóða sínum sjóðs­fé­lögum upp á betri vexti en það. Lægstu vext­irnir sem eru í boði í þeim lána­flokki eru hjá Birtu, 1,64 pró­sent, en þar er hámarks­lánið reyndar 65 pró­sent af kaup­verð­i. 

Verzl­un­ar­menn hafa haldið vöxtum óbreyttum í fjóra mán­uði

Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, næst stærsti líf­eyr­is­sjóður lands­ins, hefur líka gripið til aðgerða til að hamla lán­töku hjá sér. Hann hefur nú haldið breyti­legum verð­tryggðum vöxtum sínum óbreyttum frá því í ágúst­byrj­un, eða í fjóra mán­uði. Þá var ákveðið að breyta því hvernig vext­irnir væru ákveðnir og fallið frá því að láta ávöxtun ákveð­ins skulda­bréfa­flokks ráða þeirri för. Þess í stað er ein­fald­lega um ákvörðum stjórnar líf­eyr­is­sjóðs­ins að ræða, en ekki hefur verið greint frá því hvort hún byggi á ein­hverju öðru en ein­ungis vilja þeirra sem í stjórn­inni sitja. Frá því í nóv­em­ber 2018 og fram í maí 2019 lækk­uðu breyti­legir verð­tryggðir vextir Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna úr 2,62 pró­sent í 2,06 pró­sent, eða um 0,56 pró­sentu­stig. Þá tók stjórn sjóðs­ins ákvörðun um að frysta þá fram í ágúst og hækka þá svo upp í 2,26 pró­sent, þar sem þeir hafa verið síð­an.

Í októ­ber ákvað sjóð­ur­inn svo að breyta lána­reglum sínum þannig að skil­yrði fyrir lán­töku voru veru­lega þrengd og hámarks­fjár­hæð lána var lækkuð um tíu millj­ónir króna. Auk þess var ákveðið að hætta að lána nýjum lán­tak­endum verð­­tryggð lán á breyt­i­­legum vöxt­um, en þau hafa verið einna hag­­kvæm­­ustu lánin sem í boði hafa verið á und­an­­förnum árum.

Þetta var gert með þeim rökum að sjóð­ur­inn væri komin út fyrir þau þol­mörk sem hann ræður við að lána til íbúð­ar­kaupa. Frá haustinu 2015 og fram í októ­ber­byrjun 2019 juk­ust sjóðs­fé­lags­lán úr því að vera sex pró­sent af heild­ar­eignum sjóðs­ins í að verða 13 pró­sent. Alls námu sjóðs­­fé­laga­lánin um 107 millj­­örðum króna í byrjun síð­asta mán­aðar og um 25 millj­­arðar króna til við­­bótar voru sagðir vera að bæt­­ast við þá tölu þegar tekið væri til­­lit til fyr­ir­liggj­andi umsókna um end­­ur­fjár­­­mögn­un. 

Það voru ein­fald­lega ekki til lausir pen­ingar til að halda áfram á sömu braut og líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna hefði þurft að losa um aðrar eignir að óbreyttu til að þjón­usta eft­ir­spurn­ina eftir íbúða­lán­um. Það var stjórn hans ekki til­búin að gera.

Hægist heilt yfir á útlánum sjóða

Þessar ákvarð­anir stærstu sjóð­anna, sem eru til þess fallnar að hægja á lán­töku hjá þeim, hafa skilað því að ný útlán líf­eyr­is­­sjóða til sjóðs­fé­laga, að frá­­­dregnum upp- og umfram­greiðsl­um, dróg­ust saman um 15 pró­­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins 2019 miðað við sama tíma­bil í fyrra. 

Auglýsing
Frá byrjun árs og til loka sept­­em­ber­mán­aðar 2019 lán­uðu sjóð­irnir 65,9 millj­­arða króna til sjóðs­fé­laga, að upp­i­­­stöðu vegna hús­næð­is­­kaupa, en á sama tíma­bili 2018 námu útlánin 77,9 millj­­örðum króna. 

Útlán í sept­­em­ber­mán­uði voru 12 pró­­sent lægri í ár en í fyrra. Það er þó aukn­ing frá þeirri stöðu sem var uppi í sum­­­ar, þegar sam­­drátt­­ur­inn var sem mest­­ur. Í júlí, júlí og ágúst 2018 lán­uðu líf­eyr­is­­sjóð­irnir alls 29,8 millj­­arða króna til sjóðs­fé­laga sinna. Á sama tíma­bili í ár lán­uðu þeir 21,4 millj­­arða króna.

Útlánin dróg­ust því saman um 28 pró­­sent milli sumra.

Þrátt fyrir að upp­­hæð­­irnar sem sjóð­irnir hafa lánað hafi dreg­ist veru­­lega saman er fjöldi veittra lána á fyrstu níu mán­uðum árs­ins nán­­ast sá sami og hann var á sama tíma­bili í fyrra, eða 5.765. Það eru ein­ungis 14 færri lán en líf­eyr­is­­sjóðir lands­ins veittu á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins 2018. Með­­al­talslán­veit­ing er því að drag­­ast veru­­lega sam­­an. Hún var 13,5 millj­­ónir króna í fyrra en er 11,4 millj­­ónir króna nú, og 16 pró­­sent lægri en á sama tíma­bili í fyrra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent