Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis

Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.

nasdaqkauphöll.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í Marel var 9,1 millj­arður króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins. Hagn­aður líf­eyr­is­sjóðs­ins af hluta­bréfa­eign hans í Öss­uri var 7,8 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag hefur skilað Gildi yfir millj­arði í hagnað á árinu, þótt Sím­inn, með um 900 millj­ónir króna, kom­ist nálægt því. 

Sam­an­lagður hagn­aður Gildis af annarri inn­lendri hluta­bréfa­eign var þvert á móti nei­kvæð­ur. Mest var tapið vegna hluta­bréfa í Icelandair (1,1 millj­arður króna) og í Eim­skip (1,2 millj­arðar króna). 

Þetta kom fram i kynn­ingu Árna Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Gild­is, á fundi sjóðs­fé­laga og full­trúa­ráðs líf­eyr­is­sjóðs­ins sem fram fór á mið­viku­dag. 

Auglýsing
Í kynn­ingu Árna kom fram að hrein eign sam­trygg­inga­deildar Gildis hefði hækkað um rúm­lega 82 millj­arða króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins og hefði staðið í 638,4 millj­örðum króna um síð­ustu mán­að­ar­mót. Sú við­bót sem til hefur fallið sam­anstendur af 58,4 millj­arða króna fjár­fest­inga­tekj­um, 25,8 millj­arða króna iðgjöldum sem greidd hafa verið inn í sjóð­inn á tíma­bil­inu og 12,7 millj­arða króna gjald­miðla­tekj­um. Á móti hefur Gildi grei­ytt út 14,7 millj­arða króna í líf­eyri á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins auk þess sem rekstr­ar­kostn­aður nam 837 millj­ónum króna. 

Stærstu eigna­flokkar Gildis eru hluta­bréf. Þannig voru 27 pró­sent af eignum sam­trygg­ing­ar­deildar sjóðs­ins í erlendum hluta­bréfum um síð­ustu mán­aða­mót en 18,7 pró­sent í inn­lend­um. Árni fór yfir hver ávöxtun þeirra hluta­bréfa hefði verið á árinu í kynn­ing­unni á fund­in­um.

Þar kom í ljós að Marel (62 pró­sent ávöxt­un) og Marel (58 pró­sent) skáru sig veru­lega úr. Þriðja besta ávöxt­unin var í bréfum í Sím­anum (28 pró­sent).Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis

Veru­leg nei­kvæð ávöxtun var á sumum félögum sem Gildi hefur fjár­fest í. Þar er Sýn (nei­kvæð ávöxtun upp á 37 pró­sent)  og Icelandair (nei­kvæð ávöxtun um 30 pró­sent) í sér­flokki það sem af er ári. 

Gildi er með langt mest undir í fjár­fest­ingum sínum í Marel og Öss­ur, en sam­an­lagt virði þeirra hluta sem sjóð­ur­inn á í þeim tveimur félögum nemur 41,1 millj­arði króna. Það er um 42 pró­sent af öllu virði inn­lenda hluta­bréfa­safns sjóðs­ins. Ef eign  Gildis í Arion banka, sem er metin á 12,2 millj­arða króna, er bætt við mynda hluta­bréf í þessum þremur félögum 54 pró­sent af inn­lenda hluta­bréfa­safni Gild­is. Alls nemur hreinn hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í íslenskum félögum 16 millj­örðum króna. Ef hagn­aður sjóðs­ins af bréfum í Marel og Össur er und­an­skil­in, en hann hefur sam­tals verið 16,9 millj­arðar króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins, þá er tap á eign Gildis í hinum 16 skráðu félög­unum sem sjóð­ur­inn á bréf í.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Reikna með 800-1.650 smitum í þriðju bylgjunni
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent