Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis

Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.

nasdaqkauphöll.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í Marel var 9,1 millj­arður króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins. Hagn­aður líf­eyr­is­sjóðs­ins af hluta­bréfa­eign hans í Öss­uri var 7,8 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag hefur skilað Gildi yfir millj­arði í hagnað á árinu, þótt Sím­inn, með um 900 millj­ónir króna, kom­ist nálægt því. 

Sam­an­lagður hagn­aður Gildis af annarri inn­lendri hluta­bréfa­eign var þvert á móti nei­kvæð­ur. Mest var tapið vegna hluta­bréfa í Icelandair (1,1 millj­arður króna) og í Eim­skip (1,2 millj­arðar króna). 

Þetta kom fram i kynn­ingu Árna Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Gild­is, á fundi sjóðs­fé­laga og full­trúa­ráðs líf­eyr­is­sjóðs­ins sem fram fór á mið­viku­dag. 

Auglýsing
Í kynn­ingu Árna kom fram að hrein eign sam­trygg­inga­deildar Gildis hefði hækkað um rúm­lega 82 millj­arða króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins og hefði staðið í 638,4 millj­örðum króna um síð­ustu mán­að­ar­mót. Sú við­bót sem til hefur fallið sam­anstendur af 58,4 millj­arða króna fjár­fest­inga­tekj­um, 25,8 millj­arða króna iðgjöldum sem greidd hafa verið inn í sjóð­inn á tíma­bil­inu og 12,7 millj­arða króna gjald­miðla­tekj­um. Á móti hefur Gildi grei­ytt út 14,7 millj­arða króna í líf­eyri á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins auk þess sem rekstr­ar­kostn­aður nam 837 millj­ónum króna. 

Stærstu eigna­flokkar Gildis eru hluta­bréf. Þannig voru 27 pró­sent af eignum sam­trygg­ing­ar­deildar sjóðs­ins í erlendum hluta­bréfum um síð­ustu mán­aða­mót en 18,7 pró­sent í inn­lend­um. Árni fór yfir hver ávöxtun þeirra hluta­bréfa hefði verið á árinu í kynn­ing­unni á fund­in­um.

Þar kom í ljós að Marel (62 pró­sent ávöxt­un) og Marel (58 pró­sent) skáru sig veru­lega úr. Þriðja besta ávöxt­unin var í bréfum í Sím­anum (28 pró­sent).Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis

Veru­leg nei­kvæð ávöxtun var á sumum félögum sem Gildi hefur fjár­fest í. Þar er Sýn (nei­kvæð ávöxtun upp á 37 pró­sent)  og Icelandair (nei­kvæð ávöxtun um 30 pró­sent) í sér­flokki það sem af er ári. 

Gildi er með langt mest undir í fjár­fest­ingum sínum í Marel og Öss­ur, en sam­an­lagt virði þeirra hluta sem sjóð­ur­inn á í þeim tveimur félögum nemur 41,1 millj­arði króna. Það er um 42 pró­sent af öllu virði inn­lenda hluta­bréfa­safns sjóðs­ins. Ef eign  Gildis í Arion banka, sem er metin á 12,2 millj­arða króna, er bætt við mynda hluta­bréf í þessum þremur félögum 54 pró­sent af inn­lenda hluta­bréfa­safni Gild­is. Alls nemur hreinn hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í íslenskum félögum 16 millj­örðum króna. Ef hagn­aður sjóðs­ins af bréfum í Marel og Össur er und­an­skil­in, en hann hefur sam­tals verið 16,9 millj­arðar króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins, þá er tap á eign Gildis í hinum 16 skráðu félög­unum sem sjóð­ur­inn á bréf í.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent