Marel og Össur draga vagninn í ávöxtun hlutabréfa Gildis

Hagnaður Gildis af bréfum sjóðsins í Marel og Össur nam 16,9 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2019. Ef sú hlutabréfaeign er undanskilin var samtals tap á eign sjóðsins á bréfum í hinum 16 félögunum sem hann átti í á Íslandi.

nasdaqkauphöll.jpg
Auglýsing

Hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í Marel var 9,1 millj­arður króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins. Hagn­aður líf­eyr­is­sjóðs­ins af hluta­bréfa­eign hans í Öss­uri var 7,8 millj­arðar króna. Ekk­ert annað félag hefur skilað Gildi yfir millj­arði í hagnað á árinu, þótt Sím­inn, með um 900 millj­ónir króna, kom­ist nálægt því. 

Sam­an­lagður hagn­aður Gildis af annarri inn­lendri hluta­bréfa­eign var þvert á móti nei­kvæð­ur. Mest var tapið vegna hluta­bréfa í Icelandair (1,1 millj­arður króna) og í Eim­skip (1,2 millj­arðar króna). 

Þetta kom fram i kynn­ingu Árna Guð­munds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Gild­is, á fundi sjóðs­fé­laga og full­trúa­ráðs líf­eyr­is­sjóðs­ins sem fram fór á mið­viku­dag. 

Auglýsing
Í kynn­ingu Árna kom fram að hrein eign sam­trygg­inga­deildar Gildis hefði hækkað um rúm­lega 82 millj­arða króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins og hefði staðið í 638,4 millj­örðum króna um síð­ustu mán­að­ar­mót. Sú við­bót sem til hefur fallið sam­anstendur af 58,4 millj­arða króna fjár­fest­inga­tekj­um, 25,8 millj­arða króna iðgjöldum sem greidd hafa verið inn í sjóð­inn á tíma­bil­inu og 12,7 millj­arða króna gjald­miðla­tekj­um. Á móti hefur Gildi grei­ytt út 14,7 millj­arða króna í líf­eyri á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins auk þess sem rekstr­ar­kostn­aður nam 837 millj­ónum króna. 

Stærstu eigna­flokkar Gildis eru hluta­bréf. Þannig voru 27 pró­sent af eignum sam­trygg­ing­ar­deildar sjóðs­ins í erlendum hluta­bréfum um síð­ustu mán­aða­mót en 18,7 pró­sent í inn­lend­um. Árni fór yfir hver ávöxtun þeirra hluta­bréfa hefði verið á árinu í kynn­ing­unni á fund­in­um.

Þar kom í ljós að Marel (62 pró­sent ávöxt­un) og Marel (58 pró­sent) skáru sig veru­lega úr. Þriðja besta ávöxt­unin var í bréfum í Sím­anum (28 pró­sent).Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis

Veru­leg nei­kvæð ávöxtun var á sumum félögum sem Gildi hefur fjár­fest í. Þar er Sýn (nei­kvæð ávöxtun upp á 37 pró­sent)  og Icelandair (nei­kvæð ávöxtun um 30 pró­sent) í sér­flokki það sem af er ári. 

Gildi er með langt mest undir í fjár­fest­ingum sínum í Marel og Öss­ur, en sam­an­lagt virði þeirra hluta sem sjóð­ur­inn á í þeim tveimur félögum nemur 41,1 millj­arði króna. Það er um 42 pró­sent af öllu virði inn­lenda hluta­bréfa­safns sjóðs­ins. Ef eign  Gildis í Arion banka, sem er metin á 12,2 millj­arða króna, er bætt við mynda hluta­bréf í þessum þremur félögum 54 pró­sent af inn­lenda hluta­bréfa­safni Gild­is. Alls nemur hreinn hagn­aður Gildis af hluta­bréfum í íslenskum félögum 16 millj­örðum króna. Ef hagn­aður sjóðs­ins af bréfum í Marel og Össur er und­an­skil­in, en hann hefur sam­tals verið 16,9 millj­arðar króna á fyrstu tíu mán­uðum árs­ins, þá er tap á eign Gildis í hinum 16 skráðu félög­unum sem sjóð­ur­inn á bréf í.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent