Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró

Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.

ingsetning-hausti-2015_21093519859_o.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar (Hafró) er ugg­andi yfir þeim breyt­ingum sem boð­aðar hafa verið á starf­sem­inni, en 14 störf munu hverfa á brott við hag­ræð­ingu og skipu­lags­breyt­ing­ar. 

Ályktun þess efnis var sam­þykkt af starfs­mönn­um, sem vitnað var til í frétt Fiski­frétta, en í henni segir að þessar breyt­ingar séu alfarið á ábyrgð stjórn­valda. Þau beri ábyrgð á „al­var­legri stöðu stofn­un­ar­inn­ar“ og starfs­menn hafi veru­legar áhyggjur af fram­tíð henn­ar. Þeir segja jafn­framt að upp­sagn­irnar hafi áhrif á kjarna­starf­semi henn­ar, þvert á orð Sig­urðar Guð­jóns­son­ar, for­stjóra, um hið gagn­stæða.

Í fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi til Hafró vegna þess­ara breyt­inga, var spurt um hvernig störf það væru sem hyrfu á brott vegna hag­ræð­ingar innan stofn­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Í svari Sól­eyjar Morthens, þró­un­ar­stjóra Hafró, kemur fram að hluti af stör­f­unum sé á sviði rann­sókna, en skipu­lags­breyt­ingar innan Hafró hafi það að mark­miði að auka skil­virkn­i. 

„Fyrst og fremst er um að ræða störf sviðs­stjóra sem leggj­ast nið­ur, þar sem fækkað er í fram­kvæmda­stjórn. Einnig mun störfum í stoð­þjón­ustu (bók­haldi, skjala­vinnslu og UT) fækka. Auk þessa fækka ögn í hóp sér­fræð­inga, en ekki er talið að það muni hafa áhrif á fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­ir. Vonir standa til að með breyttu skipu­riti verði aukin skil­virkni og flæði á milli sviða stofn­un­ar­inn­ar. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að eng­inn stjórn­andi vill vera í þeim sporum að hag­ræða þurfi í rekstri með upp­sögn­unum starfs­fólks en þess­ar aðgerðir hafa verið unnar í sam­ráði við ráðu­neyt­ið,“ segir í svari Sól­eyj­ar.

Ekki er langt síðan að starfs­fólk ann­arrar stofn­unar á sviði rann­sókna og eft­ir­lits í sjáv­ar­út­vegi, sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna breyt­inga sem stjórn­völd boð­uðu. Það var gert þegar stjórn­völd til­kynntu um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar af höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2014, en svo til allir starfs­menn Fiski­stofu mót­mæltu því harð­lega þegar um það var til­kynnt, með skömmum fyr­ir­vara og engri kynn­ingu fyrir starfs­fólki og sér­fræð­ingum Fiski­stofu.

Í skýrslu Fiski­stofu um flutn­ing­ana, frá því 12. febr­úar á þessu ári, segir að kostn­aður við flutn­ing­inn sé umtals­verður og að hann sé við­var­andi baggi á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, ofan á miklar manna­breyt­ing­ar. Nokkuð vel hafi þó tekist, að takast á við þessar breyt­ing­ar, og nýjar áherslur fylgi 

„Kostn­aður við flutn­ing­inn er umtals­verður og hefur verið ákveð­inn baggi á stofn­un­inni og óljóst hvort fjár­fram­lög fáist að fullu vegna þess kostn­að­ar­auka sem orð­inn er og er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Við­búið er að slíkt geti ekki gengið lengi án þess að koma niður á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Ef horft er til lang­tíma ­kostn­að­ar­auka þá má segja að Fiski­stofa þurfi að fórna einu til tveimur stöðu­gildum til þess að standa 10 undir auknum kostn­aði vegna breyttrar stað­setn­ingar höf­uð­stöðv­anna komi ekki til var­an­leg­t við­bót­ar­fjár­magn til að mæta því,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Kom eins og stormsveipur
Kobe Bryant var fyrirmynd ungra íþróttaiðkenda. Hann lagði sig fram um að tengjast fyrirmyndum í ólíkum íþróttagreinum, til að hafa jákvæð áhrif um allan heim. Körfuboltaheimurinn er í sjokki eftir andlát hans.
Kjarninn 27. janúar 2020
Hildur Guðnadóttir vann Grammy-verðlaun fyrir Chernobyl
Hildur Guðnadóttir bætti enn einum stórverðlaununum í sarpinn í kvöld þegar hún hlaut Grammy-verðlaun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent