Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró

Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.

ingsetning-hausti-2015_21093519859_o.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar (Hafró) er ugg­andi yfir þeim breyt­ingum sem boð­aðar hafa verið á starf­sem­inni, en 14 störf munu hverfa á brott við hag­ræð­ingu og skipu­lags­breyt­ing­ar. 

Ályktun þess efnis var sam­þykkt af starfs­mönn­um, sem vitnað var til í frétt Fiski­frétta, en í henni segir að þessar breyt­ingar séu alfarið á ábyrgð stjórn­valda. Þau beri ábyrgð á „al­var­legri stöðu stofn­un­ar­inn­ar“ og starfs­menn hafi veru­legar áhyggjur af fram­tíð henn­ar. Þeir segja jafn­framt að upp­sagn­irnar hafi áhrif á kjarna­starf­semi henn­ar, þvert á orð Sig­urðar Guð­jóns­son­ar, for­stjóra, um hið gagn­stæða.

Í fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi til Hafró vegna þess­ara breyt­inga, var spurt um hvernig störf það væru sem hyrfu á brott vegna hag­ræð­ingar innan stofn­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Í svari Sól­eyjar Morthens, þró­un­ar­stjóra Hafró, kemur fram að hluti af stör­f­unum sé á sviði rann­sókna, en skipu­lags­breyt­ingar innan Hafró hafi það að mark­miði að auka skil­virkn­i. 

„Fyrst og fremst er um að ræða störf sviðs­stjóra sem leggj­ast nið­ur, þar sem fækkað er í fram­kvæmda­stjórn. Einnig mun störfum í stoð­þjón­ustu (bók­haldi, skjala­vinnslu og UT) fækka. Auk þessa fækka ögn í hóp sér­fræð­inga, en ekki er talið að það muni hafa áhrif á fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­ir. Vonir standa til að með breyttu skipu­riti verði aukin skil­virkni og flæði á milli sviða stofn­un­ar­inn­ar. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að eng­inn stjórn­andi vill vera í þeim sporum að hag­ræða þurfi í rekstri með upp­sögn­unum starfs­fólks en þess­ar aðgerðir hafa verið unnar í sam­ráði við ráðu­neyt­ið,“ segir í svari Sól­eyj­ar.

Ekki er langt síðan að starfs­fólk ann­arrar stofn­unar á sviði rann­sókna og eft­ir­lits í sjáv­ar­út­vegi, sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna breyt­inga sem stjórn­völd boð­uðu. Það var gert þegar stjórn­völd til­kynntu um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar af höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2014, en svo til allir starfs­menn Fiski­stofu mót­mæltu því harð­lega þegar um það var til­kynnt, með skömmum fyr­ir­vara og engri kynn­ingu fyrir starfs­fólki og sér­fræð­ingum Fiski­stofu.

Í skýrslu Fiski­stofu um flutn­ing­ana, frá því 12. febr­úar á þessu ári, segir að kostn­aður við flutn­ing­inn sé umtals­verður og að hann sé við­var­andi baggi á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, ofan á miklar manna­breyt­ing­ar. Nokkuð vel hafi þó tekist, að takast á við þessar breyt­ing­ar, og nýjar áherslur fylgi 

„Kostn­aður við flutn­ing­inn er umtals­verður og hefur verið ákveð­inn baggi á stofn­un­inni og óljóst hvort fjár­fram­lög fáist að fullu vegna þess kostn­að­ar­auka sem orð­inn er og er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Við­búið er að slíkt geti ekki gengið lengi án þess að koma niður á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Ef horft er til lang­tíma ­kostn­að­ar­auka þá má segja að Fiski­stofa þurfi að fórna einu til tveimur stöðu­gildum til þess að standa 10 undir auknum kostn­aði vegna breyttrar stað­setn­ingar höf­uð­stöðv­anna komi ekki til var­an­leg­t við­bót­ar­fjár­magn til að mæta því,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi og vill hækkun atvinnuleysisbóta
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýja aðgerðarpakkann í dag.
Tryggingagjald lækkað og ráðist í beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni
Ríkisstjórnin kynnti nýjan aðgerðarpakka í dag. Hann er metinn á 25 milljarða króna en sá fyrirvari settur að ekki liggi fyrir hversu vel aðgerðirnar, sem eru átta, verði nýttar.
Kjarninn 29. september 2020
Í gær voru tekin yfir 2.300 sýni.
Tveir á gjörgæslu með COVID-19 – 32 ný smit
32 ný smit af kórónuveirunni greindust í gær, mánudag, og eru 525 eru nú með COVID-19 hér á landi og í einangrun. Tveir sjúklingar eru nú á gjörgæslu.
Kjarninn 29. september 2020
Yfirmaður Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til að fara með rannsókn á bankanum DNB. Málið verður fært til annars embættis.
Æðsti yfirmaður Økokrim segist vanhæfur til að rannsaka DNB
Nýlega ráðinn yfirmaður hjá norsku efnahagsbrotadeildinni Økokrim hefur lýst sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn á bankanum DNB, sem fór af stað eftir umfjöllun um Samherjaskjölin í fyrra. Málið verður fært til annars embættis.
Kjarninn 29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
Kjarninn 29. september 2020
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent