Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró

Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.

ingsetning-hausti-2015_21093519859_o.jpg
Auglýsing

Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar (Hafró) er uggandi yfir þeim breytingum sem boðaðar hafa verið á starfseminni, en 14 störf munu hverfa á brott við hagræðingu og skipulagsbreytingar. 

Ályktun þess efnis var samþykkt af starfsmönnum, sem vitnað var til í frétt Fiskifrétta, en í henni segir að þessar breytingar séu alfarið á ábyrgð stjórnvalda. Þau beri ábyrgð á „alvarlegri stöðu stofnunarinnar“ og starfsmenn hafi verulegar áhyggjur af framtíð hennar. Þeir segja jafnframt að uppsagnirnar hafi áhrif á kjarnastarfsemi hennar, þvert á orð Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra, um hið gagnstæða.

Í fyrirspurn sem Kjarninn sendi til Hafró vegna þessara breytinga, var spurt um hvernig störf það væru sem hyrfu á brott vegna hagræðingar innan stofnunarinnar. 

Auglýsing

Í svari Sóleyjar Morthens, þróunarstjóra Hafró, kemur fram að hluti af störfunum sé á sviði rannsókna, en skipulagsbreytingar innan Hafró hafi það að markmiði að auka skilvirkni. 

„Fyrst og fremst er um að ræða störf sviðsstjóra sem leggjast niður, þar sem fækkað er í framkvæmdastjórn. Einnig mun störfum í stoðþjónustu (bókhaldi, skjalavinnslu og UT) fækka. Auk þessa fækka ögn í hóp sérfræðinga, en ekki er talið að það muni hafa áhrif á fyrirliggjandi rannsóknir. Vonir standa til að með breyttu skipuriti verði aukin skilvirkni og flæði á milli sviða stofnunarinnar. Það liggur í hlutarins eðli að enginn stjórnandi vill vera í þeim sporum að hagræða þurfi í rekstri með uppsögnunum starfsfólks en þessar aðgerðir hafa verið unnar í samráði við ráðuneytið,“ segir í svari Sóleyjar.

Ekki er langt síðan að starfsfólk annarrar stofnunar á sviði rannsókna og eftirlits í sjávarútvegi, sendi frá sér yfirlýsingu vegna breytinga sem stjórnvöld boðuðu. Það var gert þegar stjórnvöld tilkynntu um flutning Fiskistofu til Akureyrar af höfuðborgarsvæðinu árið 2014, en svo til allir starfsmenn Fiskistofu mótmæltu því harðlega þegar um það var tilkynnt, með skömmum fyrirvara og engri kynningu fyrir starfsfólki og sérfræðingum Fiskistofu.

Í skýrslu Fiskistofu um flutningana, frá því 12. febrúar á þessu ári, segir að kostnaður við flutninginn sé umtalsverður og að hann sé viðvarandi baggi á starfsemi stofnunarinnar, ofan á miklar mannabreytingar. Nokkuð vel hafi þó tekist, að takast á við þessar breytingar, og nýjar áherslur fylgi 

„Kostnaður við flutninginn er umtalsverður og hefur verið ákveðinn baggi á stofnuninni og óljóst hvort fjárframlög fáist að fullu vegna þess kostnaðarauka sem orðinn er og er fyrirsjáanlegur. Viðbúið er að slíkt geti ekki gengið lengi án þess að koma niður á starfsemi stofnunarinnar. Ef horft er til langtíma kostnaðarauka þá má segja að Fiskistofa þurfi að fórna einu til tveimur stöðugildum til þess að standa 10 undir auknum kostnaði vegna breyttrar staðsetningar höfuðstöðvanna komi ekki til varanlegt viðbótarfjármagn til að mæta því,“ segir meðal annars í skýrslunni. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent