Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró

Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.

ingsetning-hausti-2015_21093519859_o.jpg
Auglýsing

Starfs­fólk Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar (Hafró) er ugg­andi yfir þeim breyt­ingum sem boð­aðar hafa verið á starf­sem­inni, en 14 störf munu hverfa á brott við hag­ræð­ingu og skipu­lags­breyt­ing­ar. 

Ályktun þess efnis var sam­þykkt af starfs­mönn­um, sem vitnað var til í frétt Fiski­frétta, en í henni segir að þessar breyt­ingar séu alfarið á ábyrgð stjórn­valda. Þau beri ábyrgð á „al­var­legri stöðu stofn­un­ar­inn­ar“ og starfs­menn hafi veru­legar áhyggjur af fram­tíð henn­ar. Þeir segja jafn­framt að upp­sagn­irnar hafi áhrif á kjarna­starf­semi henn­ar, þvert á orð Sig­urðar Guð­jóns­son­ar, for­stjóra, um hið gagn­stæða.

Í fyr­ir­spurn sem Kjarn­inn sendi til Hafró vegna þess­ara breyt­inga, var spurt um hvernig störf það væru sem hyrfu á brott vegna hag­ræð­ingar innan stofn­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Í svari Sól­eyjar Morthens, þró­un­ar­stjóra Hafró, kemur fram að hluti af stör­f­unum sé á sviði rann­sókna, en skipu­lags­breyt­ingar innan Hafró hafi það að mark­miði að auka skil­virkn­i. 

„Fyrst og fremst er um að ræða störf sviðs­stjóra sem leggj­ast nið­ur, þar sem fækkað er í fram­kvæmda­stjórn. Einnig mun störfum í stoð­þjón­ustu (bók­haldi, skjala­vinnslu og UT) fækka. Auk þessa fækka ögn í hóp sér­fræð­inga, en ekki er talið að það muni hafa áhrif á fyr­ir­liggj­andi rann­sókn­ir. Vonir standa til að með breyttu skipu­riti verði aukin skil­virkni og flæði á milli sviða stofn­un­ar­inn­ar. Það liggur í hlut­ar­ins eðli að eng­inn stjórn­andi vill vera í þeim sporum að hag­ræða þurfi í rekstri með upp­sögn­unum starfs­fólks en þess­ar aðgerðir hafa verið unnar í sam­ráði við ráðu­neyt­ið,“ segir í svari Sól­eyj­ar.

Ekki er langt síðan að starfs­fólk ann­arrar stofn­unar á sviði rann­sókna og eft­ir­lits í sjáv­ar­út­vegi, sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna breyt­inga sem stjórn­völd boð­uðu. Það var gert þegar stjórn­völd til­kynntu um flutn­ing Fiski­stofu til Akur­eyrar af höf­uð­borg­ar­svæð­inu árið 2014, en svo til allir starfs­menn Fiski­stofu mót­mæltu því harð­lega þegar um það var til­kynnt, með skömmum fyr­ir­vara og engri kynn­ingu fyrir starfs­fólki og sér­fræð­ingum Fiski­stofu.

Í skýrslu Fiski­stofu um flutn­ing­ana, frá því 12. febr­úar á þessu ári, segir að kostn­aður við flutn­ing­inn sé umtals­verður og að hann sé við­var­andi baggi á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar, ofan á miklar manna­breyt­ing­ar. Nokkuð vel hafi þó tekist, að takast á við þessar breyt­ing­ar, og nýjar áherslur fylgi 

„Kostn­aður við flutn­ing­inn er umtals­verður og hefur verið ákveð­inn baggi á stofn­un­inni og óljóst hvort fjár­fram­lög fáist að fullu vegna þess kostn­að­ar­auka sem orð­inn er og er fyr­ir­sjá­an­leg­ur. Við­búið er að slíkt geti ekki gengið lengi án þess að koma niður á starf­semi stofn­un­ar­inn­ar. Ef horft er til lang­tíma ­kostn­að­ar­auka þá má segja að Fiski­stofa þurfi að fórna einu til tveimur stöðu­gildum til þess að standa 10 undir auknum kostn­aði vegna breyttrar stað­setn­ingar höf­uð­stöðv­anna komi ekki til var­an­leg­t við­bót­ar­fjár­magn til að mæta því,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unn­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent