Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti

Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.

Fréttablaðið
Auglýsing

Sam­runi Torgs, útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, og Hring­braut, bjarg­aði síð­ar­nefnda félag­inu frá gjald­þroti. Þetta fram í ákvörðun Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem heim­il­aði sam­run­ann á þeim for­sendum að ef ekki kæmi til hans, þá myndi rekstur Hring­brautar leggj­ast af. 

Helgi Magn­ús­son fjár­festir er eig­andi Torgs, en hann keypti félagið af Ingi­björgu Pálma­dóttur nýver­ið. 

Í reifun á sjón­ar­miðum Torgs, kemur fram hörð gagn­rýni á stöðu mála á fjöl­miðla­mark­aði og segir að svo geti farið að aðeins ein rík­is­rekin frétta­stofa verði í land­inu. „Á sama tíma sé hlaðið undir rekstur RÚV, með mörg þús­und millj­óna króna skatt­fjár­for­skoti þess á mark­aði, á sama tíma sem RÚV sé „stjórn­laust“ á aug­lýs­inga­mark­aði. Starf­semi RÚV sé að stórum hluta ástæða þess ástands sem til staðar sé á íslenskum fjöl­miðla­mark­aði. Yfir­völd í land­inu verði að fara að gera sér grein fyrir því að það sé engan veg­inn sjálf­gefið í þessum veru­leika að inn­lendir fjöl­miðlar muni starfa áfram. Einn dag­inn gæti staðan verið sú, ef fram fer sem horfir að í land­inu verði ein rík­is­rekin frétta­stof­a,“ segir í umfjöll­un­inni.

Auglýsing

Í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins er einnig horft til þess að fjöl­miðla­nefnd hefði frá árinu 2007 sjö sinnum þurft að grípa til íhlut­unar eða til­mæla vegna kost­unar dag­skrár­liða á Hring­braut. 

Í umsögn­inni segir enn fremur að Torg hafi verið rekið réttu megin við núllið und­an­far­ið, en lítið megi útaf bregða og rekstr­ar­um­hverfið væri erfitt. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent