„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir“

Formaður Framsóknarflokksins segist vilja umbætur í sjávarútvegi sem feli í sér auðlindaákvæði í stjórnarskrá, lægra þak á kvóta og að kvóta verði úthlutað til tiltekinna ára í senn. Hann hefði reynt að koma á slíku tímabundnu kerfi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Kvóta­kerfið var ekki búið til svo nokkrir ein­stak­lingar gætu orðið ofur­rík­ir. Það var ekki búið til svo þeir fjár­munir sem urðu til við aukna verð­mæta­sköpun færu á flakk milli reikn­inga á aflandseyj­u­m.Það var búið til svo Íslend­ingar allir gætu notið hags­bóta af öfl­ugum íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi flokks­ins sem fram fór í dag. 

Sig­urður Ingi gerði þar meðal ann­ars Sam­herj­a­málið að umtals­efni. Hann sagði það hafa skekið sam­fé­lagið og að fólk væri eðli­lega reitt. „Reitt yfir þessu fram­ferði stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem birt­ist í umfjöll­un­inni en ekki hvað síst reitt yfir þeim aðstöðumun sem stór­fyr­ir­tæki og almenn­ingur búa við.“

Hann sagði að umbætur í sjáv­ar­út­vegi væru bæði nauð­syn­legar og tíma­bærar og að Fram­sókn myndi beita sér fyrir þeim. „Því Ísland á að vera land tæki­fær­anna. Og Fram­sókn er afl umbóta í íslensku sam­fé­lagi. Ekki flokkur bylt­inga. Flokkur umbóta.“

Auglýsing
Sigurður Ingi sagði að það þyrfti ekki mikið inn­sæi til að átta sig á því að Íslend­ingar væru ekki búnir að jafna sig eftir hrunið og þau miklu svik sem almenn­ingur upp­lifði þegar heilt banka­kerfi hrundi. „Ofan í það komu Pana­ma-skjölin og nú Sam­herj­a­mál­ið. Margir upp­lifa það kerfi sem við höfum byggt upp sem ófull­komið og mátt­vana til að standa vörð um hags­muni almenn­ings. Á þessum stundum hljóðna líka í smá stund þær raddir sem hæst hafa um „of­vaxn­ar“ eft­ir­lits­stofn­anir og of flókið og íþyngj­andi kerfi. Því mark­að­ur­inn þarf jú ekki eft­ir­lit því hann sér um það sjálf­ur! Þennan söng heyrðum við á árunum fyrir efna­hags­hrun­ið. Segir ekki ein­hvers staðar að skil­grein­ingin á brjál­æði sé að gera sömu mis­tökin aftur og aft­ur? Frelsi er mik­il­vægt en án ábyrgðar er frelsið lít­ils virð­i.“

Vill lækka kvóta­þak og úthluta kvóta tíma­bundið

Í ræð­unni fór Sig­urður Ingi um víðan völl, en mik­ill þungi var í umfjöllun um sjáv­ar­út­veg. Hann rifj­aði upp að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði komið að því á sínum tíma að setja kvóta­kerfið á en Sig­urður Ingi sagð­ist leyfa sér að full­yrða að á þeim tíma hafi engum dottið til hugar að staðan árið 2019 yrði sú að svo fá fyr­ir­tæki væru með svo stóran hlut kvót­ans. „Og ekki nóg með það heldur farin að banka í hámarks­þak­ið. Það er auð­vitað gleði­legt og jákvætt að íslenskur sjáv­ar­út­vegur sé með þeim fremstu, ef ekki sá fremsti, í heim­in­um. Það breytir því ekki að umbóta er þörf. Fyrr á árinu var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár sem er hluti af þeirri mark­vissu vinnu rík­is­stjórn­ar­innar í umbótum á stjórn­ar­skránni. Ég tel gríð­ar­lega mik­il­vægt að slíkt auð­linda­á­kvæði sé í stjórn­ar­skrá íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Slíkt ákvæði dugi þó ekki eitt og sér heldur verði sátt að ríkja um nýt­ingu auð­linda þjóð­ar­inn­ar, þ.e. orku, lands eða fiski­miða. „Árin 2014 og 2015 lagði ég sem sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í mikla vinnu við frum­varp um stjórn fisk­veiða, vinnu sem byggð­ist á til­lögum sátta­nefndar þar sem að komu full­trúar allra stjórn­mála­flokka og hags­mun­að­il­ar. Það frum­varp fól í sér að í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gerði samn­ing um kvóta til ákveð­ins tíma, 23 ára, sem und­ir­strikar eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni en gefur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum tæki­færi til lang­tíma­hugs­unar og býr til fyr­ir­sjá­an­leika. Frum­varpið komst ekki inn til þings­ins vegna mik­illar and­stöðu sam­starfs­flokks­ins. Ég tel að grunnur að sátt um sjáv­ar­út­veg­inn felist í þessu frum­varpi og því að lækka hámark kvóta­þaks, bæði í heild­ar­afla­heim­ildum og í ein­stökum teg­und­um, og vinna þannig að auk­inni dreif­ingu kvóta. Frum­varpið hefði haft mikil áhrif á sam­fé­lagið og stuðlað að meiri sátt, meira jafn­vægi í sam­fé­lag­in­u.“

Segir sitj­andi rík­is­stjórn svar við ósk kjós­enda

Sig­urður Ingi sagði rík­is­stjórn­ina sem nú situr hafa verið svarið við ósk kjós­enda um jafn­vægi og fram­sókn í mik­il­vægum mál­um. Í kringum kosn­ingar til Alþingis árið 2017 hafi kann­anir sýnt að 74 pró­sent kjós­enda hafi viljað sjá Fram­sókn í rík­is­stjórn. „Fólk var orðið þreytt á víga­móðum stjórn­málum og vildi sjá festu og jafn­vægi í stjórn lands­ins eftir erfið ár frá hruni. Á þessum grunni og þeim skýru skila­boðum sem kjós­endur gáfu í kosn­ingum þar sem meg­in­á­herslan var á upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins sem höfðu látið á sjá í þeim miklu nið­ur­skurðar­árum eftir hrun­ið.[...]Fram­sókn hefur í þessu far­sæla sam­starfi við Vinstri-græn og Sjálf­stæð­is­flokk unnið að heil­indum fyrir lands­menn alla að því að koma í fram­kvæmd þeim stefnu­málum sem við settum á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni og ég er stoltur af árangrin­um.“

Hann sagði að á Íslandi geti fólk brot­ist til áhrifa í sam­fé­lag­inu og eigin lífi hver sem upp­runi þess sé. „Að mínu mati er eitt það fal­leg­asta og mik­il­væg­asta við íslenskt sam­fé­lag að hér er félags­legur hreyf­an­leiki einn sá mesti á byggðu bóli, ef ekki sá mesti. Fólki er með öfl­ugu mennta­kerfi og sterku félags­legu neti gert kleift að láta hæfi­leika sína blómstra. Það er ekki aðeins mik­il­vægt fyrir ein­stak­ling­inn heldur sam­fé­lagið allt að hæfi­leikar fólks geti verið grunnur að betra lífi, meiri lífs­gæð­um. Ísland er land tæki­fær­anna. Við erum flokkur umbóta.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent