„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir“

Formaður Framsóknarflokksins segist vilja umbætur í sjávarútvegi sem feli í sér auðlindaákvæði í stjórnarskrá, lægra þak á kvóta og að kvóta verði úthlutað til tiltekinna ára í senn. Hann hefði reynt að koma á slíku tímabundnu kerfi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Kvóta­kerfið var ekki búið til svo nokkrir ein­stak­lingar gætu orðið ofur­rík­ir. Það var ekki búið til svo þeir fjár­munir sem urðu til við aukna verð­mæta­sköpun færu á flakk milli reikn­inga á aflandseyj­u­m.Það var búið til svo Íslend­ingar allir gætu notið hags­bóta af öfl­ugum íslenskum sjáv­ar­út­veg­i.“ Þetta sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í ræðu sinni á mið­stjórn­ar­fundi flokks­ins sem fram fór í dag. 

Sig­urður Ingi gerði þar meðal ann­ars Sam­herj­a­málið að umtals­efni. Hann sagði það hafa skekið sam­fé­lagið og að fólk væri eðli­lega reitt. „Reitt yfir þessu fram­ferði stór­fyr­ir­tæk­is­ins sem birt­ist í umfjöll­un­inni en ekki hvað síst reitt yfir þeim aðstöðumun sem stór­fyr­ir­tæki og almenn­ingur búa við.“

Hann sagði að umbætur í sjáv­ar­út­vegi væru bæði nauð­syn­legar og tíma­bærar og að Fram­sókn myndi beita sér fyrir þeim. „Því Ísland á að vera land tæki­fær­anna. Og Fram­sókn er afl umbóta í íslensku sam­fé­lagi. Ekki flokkur bylt­inga. Flokkur umbóta.“

Auglýsing
Sigurður Ingi sagði að það þyrfti ekki mikið inn­sæi til að átta sig á því að Íslend­ingar væru ekki búnir að jafna sig eftir hrunið og þau miklu svik sem almenn­ingur upp­lifði þegar heilt banka­kerfi hrundi. „Ofan í það komu Pana­ma-skjölin og nú Sam­herj­a­mál­ið. Margir upp­lifa það kerfi sem við höfum byggt upp sem ófull­komið og mátt­vana til að standa vörð um hags­muni almenn­ings. Á þessum stundum hljóðna líka í smá stund þær raddir sem hæst hafa um „of­vaxn­ar“ eft­ir­lits­stofn­anir og of flókið og íþyngj­andi kerfi. Því mark­að­ur­inn þarf jú ekki eft­ir­lit því hann sér um það sjálf­ur! Þennan söng heyrðum við á árunum fyrir efna­hags­hrun­ið. Segir ekki ein­hvers staðar að skil­grein­ingin á brjál­æði sé að gera sömu mis­tökin aftur og aft­ur? Frelsi er mik­il­vægt en án ábyrgðar er frelsið lít­ils virð­i.“

Vill lækka kvóta­þak og úthluta kvóta tíma­bundið

Í ræð­unni fór Sig­urður Ingi um víðan völl, en mik­ill þungi var í umfjöllun um sjáv­ar­út­veg. Hann rifj­aði upp að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði komið að því á sínum tíma að setja kvóta­kerfið á en Sig­urður Ingi sagð­ist leyfa sér að full­yrða að á þeim tíma hafi engum dottið til hugar að staðan árið 2019 yrði sú að svo fá fyr­ir­tæki væru með svo stóran hlut kvót­ans. „Og ekki nóg með það heldur farin að banka í hámarks­þak­ið. Það er auð­vitað gleði­legt og jákvætt að íslenskur sjáv­ar­út­vegur sé með þeim fremstu, ef ekki sá fremsti, í heim­in­um. Það breytir því ekki að umbóta er þörf. Fyrr á árinu var í sam­ráðs­gátt stjórn­valda nýtt auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár sem er hluti af þeirri mark­vissu vinnu rík­is­stjórn­ar­innar í umbótum á stjórn­ar­skránni. Ég tel gríð­ar­lega mik­il­vægt að slíkt auð­linda­á­kvæði sé í stjórn­ar­skrá íslensku þjóð­ar­inn­ar.“

Slíkt ákvæði dugi þó ekki eitt og sér heldur verði sátt að ríkja um nýt­ingu auð­linda þjóð­ar­inn­ar, þ.e. orku, lands eða fiski­miða. „Árin 2014 og 2015 lagði ég sem sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra í mikla vinnu við frum­varp um stjórn fisk­veiða, vinnu sem byggð­ist á til­lögum sátta­nefndar þar sem að komu full­trúar allra stjórn­mála­flokka og hags­mun­að­il­ar. Það frum­varp fól í sér að í sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki gerði samn­ing um kvóta til ákveð­ins tíma, 23 ára, sem und­ir­strikar eign þjóð­ar­innar á auð­lind­inni en gefur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum tæki­færi til lang­tíma­hugs­unar og býr til fyr­ir­sjá­an­leika. Frum­varpið komst ekki inn til þings­ins vegna mik­illar and­stöðu sam­starfs­flokks­ins. Ég tel að grunnur að sátt um sjáv­ar­út­veg­inn felist í þessu frum­varpi og því að lækka hámark kvóta­þaks, bæði í heild­ar­afla­heim­ildum og í ein­stökum teg­und­um, og vinna þannig að auk­inni dreif­ingu kvóta. Frum­varpið hefði haft mikil áhrif á sam­fé­lagið og stuðlað að meiri sátt, meira jafn­vægi í sam­fé­lag­in­u.“

Segir sitj­andi rík­is­stjórn svar við ósk kjós­enda

Sig­urður Ingi sagði rík­is­stjórn­ina sem nú situr hafa verið svarið við ósk kjós­enda um jafn­vægi og fram­sókn í mik­il­vægum mál­um. Í kringum kosn­ingar til Alþingis árið 2017 hafi kann­anir sýnt að 74 pró­sent kjós­enda hafi viljað sjá Fram­sókn í rík­is­stjórn. „Fólk var orðið þreytt á víga­móðum stjórn­málum og vildi sjá festu og jafn­vægi í stjórn lands­ins eftir erfið ár frá hruni. Á þessum grunni og þeim skýru skila­boðum sem kjós­endur gáfu í kosn­ingum þar sem meg­in­á­herslan var á upp­bygg­ingu inn­viða sam­fé­lags­ins sem höfðu látið á sjá í þeim miklu nið­ur­skurðar­árum eftir hrun­ið.[...]Fram­sókn hefur í þessu far­sæla sam­starfi við Vinstri-græn og Sjálf­stæð­is­flokk unnið að heil­indum fyrir lands­menn alla að því að koma í fram­kvæmd þeim stefnu­málum sem við settum á odd­inn í kosn­inga­bar­átt­unni og ég er stoltur af árangrin­um.“

Hann sagði að á Íslandi geti fólk brot­ist til áhrifa í sam­fé­lag­inu og eigin lífi hver sem upp­runi þess sé. „Að mínu mati er eitt það fal­leg­asta og mik­il­væg­asta við íslenskt sam­fé­lag að hér er félags­legur hreyf­an­leiki einn sá mesti á byggðu bóli, ef ekki sá mesti. Fólki er með öfl­ugu mennta­kerfi og sterku félags­legu neti gert kleift að láta hæfi­leika sína blómstra. Það er ekki aðeins mik­il­vægt fyrir ein­stak­ling­inn heldur sam­fé­lagið allt að hæfi­leikar fólks geti verið grunnur að betra lífi, meiri lífs­gæð­um. Ísland er land tæki­fær­anna. Við erum flokkur umbóta.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Stefánsson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir
Davíð og Sunna Karen hætta sem ritstjórar hjá Torgi
Skipu­lags­breytingar hafa verið gerðar hjá Torgi, út­gáfu­fé­lagi Frétta­blaðsins og fleiri miðla.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Úr Er ég mamma mín?
„Sláðu hann, Sólveig! Kýld‘ann, Kristbjörg!“
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Er ég mamma mín? eftir Maríu Reyndal í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Nýsköpunarmiðstöð Íslands lögð niður um næstu áramót
Niðurstaða greiningarvinnu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er sú að hluta verkefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands megi framkvæma undir öðru rekstrarformi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent