„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir“

Formaður Framsóknarflokksins segist vilja umbætur í sjávarútvegi sem feli í sér auðlindaákvæði í stjórnarskrá, lægra þak á kvóta og að kvóta verði úthlutað til tiltekinna ára í senn. Hann hefði reynt að koma á slíku tímabundnu kerfi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Auglýsing

„Kvótakerfið var ekki búið til svo nokkrir einstaklingar gætu orðið ofurríkir. Það var ekki búið til svo þeir fjármunir sem urðu til við aukna verðmætasköpun færu á flakk milli reikninga á aflandseyjum.Það var búið til svo Íslendingar allir gætu notið hagsbóta af öflugum íslenskum sjávarútvegi.“ Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjórnarfundi flokksins sem fram fór í dag. 

Sigurður Ingi gerði þar meðal annars Samherjamálið að umtalsefni. Hann sagði það hafa skekið samfélagið og að fólk væri eðlilega reitt. „Reitt yfir þessu framferði stórfyrirtækisins sem birtist í umfjölluninni en ekki hvað síst reitt yfir þeim aðstöðumun sem stórfyrirtæki og almenningur búa við.“

Hann sagði að umbætur í sjávarútvegi væru bæði nauðsynlegar og tímabærar og að Framsókn myndi beita sér fyrir þeim. „Því Ísland á að vera land tækifæranna. Og Framsókn er afl umbóta í íslensku samfélagi. Ekki flokkur byltinga. Flokkur umbóta.“

Auglýsing
Sigurður Ingi sagði að það þyrfti ekki mikið innsæi til að átta sig á því að Íslendingar væru ekki búnir að jafna sig eftir hrunið og þau miklu svik sem almenningur upplifði þegar heilt bankakerfi hrundi. „Ofan í það komu Panama-skjölin og nú Samherjamálið. Margir upplifa það kerfi sem við höfum byggt upp sem ófullkomið og máttvana til að standa vörð um hagsmuni almennings. Á þessum stundum hljóðna líka í smá stund þær raddir sem hæst hafa um „ofvaxnar“ eftirlitsstofnanir og of flókið og íþyngjandi kerfi. Því markaðurinn þarf jú ekki eftirlit því hann sér um það sjálfur! Þennan söng heyrðum við á árunum fyrir efnahagshrunið. Segir ekki einhvers staðar að skilgreiningin á brjálæði sé að gera sömu mistökin aftur og aftur? Frelsi er mikilvægt en án ábyrgðar er frelsið lítils virði.“

Vill lækka kvótaþak og úthluta kvóta tímabundið

Í ræðunni fór Sigurður Ingi um víðan völl, en mikill þungi var í umfjöllun um sjávarútveg. Hann rifjaði upp að Framsóknarflokkurinn hefði komið að því á sínum tíma að setja kvótakerfið á en Sigurður Ingi sagðist leyfa sér að fullyrða að á þeim tíma hafi engum dottið til hugar að staðan árið 2019 yrði sú að svo fá fyrirtæki væru með svo stóran hlut kvótans. „Og ekki nóg með það heldur farin að banka í hámarksþakið. Það er auðvitað gleðilegt og jákvætt að íslenskur sjávarútvegur sé með þeim fremstu, ef ekki sá fremsti, í heiminum. Það breytir því ekki að umbóta er þörf. Fyrr á árinu var í samráðsgátt stjórnvalda nýtt auðlindaákvæði stjórnarskrár sem er hluti af þeirri markvissu vinnu ríkisstjórnarinnar í umbótum á stjórnarskránni. Ég tel gríðarlega mikilvægt að slíkt auðlindaákvæði sé í stjórnarskrá íslensku þjóðarinnar.“

Slíkt ákvæði dugi þó ekki eitt og sér heldur verði sátt að ríkja um nýtingu auðlinda þjóðarinnar, þ.e. orku, lands eða fiskimiða. „Árin 2014 og 2015 lagði ég sem sjávarútvegsráðherra í mikla vinnu við frumvarp um stjórn fiskveiða, vinnu sem byggðist á tillögum sáttanefndar þar sem að komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka og hagsmunaðilar. Það frumvarp fól í sér að í sjávarútvegsfyrirtæki gerði samning um kvóta til ákveðins tíma, 23 ára, sem undirstrikar eign þjóðarinnar á auðlindinni en gefur sjávarútvegsfyrirtækjunum tækifæri til langtímahugsunar og býr til fyrirsjáanleika. Frumvarpið komst ekki inn til þingsins vegna mikillar andstöðu samstarfsflokksins. Ég tel að grunnur að sátt um sjávarútveginn felist í þessu frumvarpi og því að lækka hámark kvótaþaks, bæði í heildaraflaheimildum og í einstökum tegundum, og vinna þannig að aukinni dreifingu kvóta. Frumvarpið hefði haft mikil áhrif á samfélagið og stuðlað að meiri sátt, meira jafnvægi í samfélaginu.“

Segir sitjandi ríkisstjórn svar við ósk kjósenda

Sigurður Ingi sagði ríkisstjórnina sem nú situr hafa verið svarið við ósk kjósenda um jafnvægi og framsókn í mikilvægum málum. Í kringum kosningar til Alþingis árið 2017 hafi kannanir sýnt að 74 prósent kjósenda hafi viljað sjá Framsókn í ríkisstjórn. „Fólk var orðið þreytt á vígamóðum stjórnmálum og vildi sjá festu og jafnvægi í stjórn landsins eftir erfið ár frá hruni. Á þessum grunni og þeim skýru skilaboðum sem kjósendur gáfu í kosningum þar sem megináherslan var á uppbyggingu innviða samfélagsins sem höfðu látið á sjá í þeim miklu niðurskurðarárum eftir hrunið.[...]Framsókn hefur í þessu farsæla samstarfi við Vinstri-græn og Sjálfstæðisflokk unnið að heilindum fyrir landsmenn alla að því að koma í framkvæmd þeim stefnumálum sem við settum á oddinn í kosningabaráttunni og ég er stoltur af árangrinum.“

Hann sagði að á Íslandi geti fólk brotist til áhrifa í samfélaginu og eigin lífi hver sem uppruni þess sé. „Að mínu mati er eitt það fallegasta og mikilvægasta við íslenskt samfélag að hér er félagslegur hreyfanleiki einn sá mesti á byggðu bóli, ef ekki sá mesti. Fólki er með öflugu menntakerfi og sterku félagslegu neti gert kleift að láta hæfileika sína blómstra. Það er ekki aðeins mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur samfélagið allt að hæfileikar fólks geti verið grunnur að betra lífi, meiri lífsgæðum. Ísland er land tækifæranna. Við erum flokkur umbóta.“


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent