Óstöðug kyrrstaða og ólíkar hagspár

Fjallað er ítarlega um ólíkar hagspár sem birst hafa að undanförnu í nýjustu útgáfu Vísbendingar.

Áhorfandi á Austurvelli
Auglýsing

Að und­an­förnu hafa birst hag­spár fyrir næstu þrjú ár sem gera ráð fyrir kyrr­stöðu eða sam­drætti í hag­kerf­inu á næstu miss­er­um. Ólíkt því sem var uppi á ten­ingnum á árunum 2015 til 2018, þá munu ekki verða til á bil­inu fimm til sex þús­und og fimm hund­ruð ný störf árlega, heldur mun það verða krefj­andi fyrir fyr­ir­tæki að búa til ný störf. 

Hag­spárnar gefa sér þó ólíkar for­send­ur, og um margt erfitt að átta sig á því hvernig staða mála mun þró­ast. 

Um þetta er fjallað í grein Jónasar Atla Gunn­ars­son­ar, hag­fræð­ings, í nýj­ustu útgáfu Vís­bend­ing­ar. 

Auglýsing

Í grein­inni segir meðal ann­ars:

Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur.„Sam­kvæmt nýj­ustu þjóð­hags­spám má búast við nokk­urs konar kyrr­stöðu eða sam­drátt í lands­fram­leiðslu í ár og enda­lokum eins far­sælasta hag­vaxt­ar­skeiðs lýð­veld­is­sög­unn­ar. Hins vegar fer því fjarri að allt sé með kyrrum kjörum í íslensku efna­hags­lífi þótt ekki sé búist við neinum hag­vexti á þessu ári.  Mikil óvissa ríkir um hús­næð­is­mark­að­inn og ferða­þjón­ust­una hér­lendis auk þess sem blikur eru á lofti í heims­bú­skapn­um. Með gjald­þroti WOW, vaxta­lækk­unum Seðla­bank­ans og auknum fjár­fest­ingum hins opin­bera hefur hag­kerfið tekið miklum breyt­ingum sem mun lík­lega hafa áhrif á fram­tíð­ar­þróun þess. Til við­bótar við breytta stöðu ríkir mikil óvissa um hús­næð­is­mark­að­inn og ferða­þjón­ust­una hér­lendis auk þess sem blikur eru á lofti í heims­bú­skapn­um, en hvort tveggja hefur áhrif á þá kyrr­stöðu sem hag­kerfið virð­ist vera í þessa stund­ina.

Tíma­mót eða mjúk lend­ing?

Á síð­ustu tveimur mán­uðum hafa Seðla­bank­inn, Hag­stofa, Íslands­banki, Lands­bank­inn og ASÍ birt þjóð­hags­spár, en í þeim öllum er búist við örlitlum sam­drætti í hag­kerf­inu í ár. Hins veg­ar, þrátt fyrir tölu­verðan sam­hljóm á milli skýrsln­anna fjög­urra er þó nokkur munur á nið­ur­stöðum þeirra. 

Spá Lands­bank­ans er svart­sýnust, en í henni er búist við „tíma­mót­um“ í efna­hags­málum með 0,4% sam­drætti í lands­fram­leiðslu. Spár Hag­stof­unn­ar, Seðla­bank­ans og ASÍ gera aftur á móti ráð fyr­ir  0,2%-0,3% sam­drætti, en ASÍ talar um „mjúka lend­ingu“ eftir langt hag­vaxt­ar­tíma­bil. Sam­kvæmt spálík­ani Íslands­banka gæti svo lands­fram­leiðslan dreg­ist saman um 0,1%, en bank­inn bætir við að sú tala sé ekki töl­fræði­lega mark­tæk.

Ekki bara WOW

Einn stærsti áhrifa­þátt­ur­inn á bak við þessa efna­hags­legu kyrr­stöðu var gjald­þrot WOW air í apríl síð­ast­liðn­um, en far­þegum til lands­ins fækk­aði um 13% á fyrstu átta mán­uðum árs­ins. Hins vegar benda hag­spárnar á að enda­lok nýaf­stað­ins góð­æris séu ekki ein­ungis til­komin vegna gjald­þrots­ins. Sam­kvæmt ASÍ og Íslands­banka voru teikn á lofti um sam­drátt í ferða­þjón­ustu á seinni hluta  árs 2018 og hafði ferða­mönnum byrjað að fækka strax á fyrsta árs­fjórð­ungi 2019. 

Hnatt­ræn kólnun

Sam­kvæmt Lands­bank­anum hefur efna­hags­á­standið á heims­vísu einnig haft sitt að segja um þró­un­ina hér­lend­is, en bank­inn segir sam­drátt­inn á Íslandi vera hluti af „kólnun efna­hags­um­svifa í heim­inum öllum um þessar mund­ir­“. 

Kóln­unin yrði sú mesta frá alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni árið 2008, ef marka má nýju efna­hags­grein­ingu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins þar sem útlit er fyrir minni hag­vexti í 90% hag­kerfa heims­ins í ár. 

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent