Michael Bloomberg hefur tilkynnt um að hann sé með í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum.
Bloomberg er einn ríkasti maður veraldar, en hann er núm er 14 á lista Forbes yfir ríkasta fólkið með eignir upp á 58 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um sjö þúsund milljörðum króna.
Stærstur hluti eigna hans er bundinn í hlutafjáreign í fyrirtækinu sem hann stofnaði og byggði upp, fjölmiðla og fjáramálafyrirtækinu Bloomberg.
Bloomberg er 77 ára gamall, en hans helst markmið er að koma í veg fyrir að Donald Trump nái endurkjöri í forsetakosningunum í nóvember á næsta ári.
Óhætt er að segja að margir fréttaskýrendur í Bandaríkjunum efist um að Bloomberg geti náð kjöri, eða yfir höfuð haft góð áhrif á möguleika Demókrata til að ná byr í seglin í kosningabaráttunni.
Á vefnum FiveThirtyEight segir að líkurnar séu ekki miklar á góðum árangri Bloomberg.
Mótframbjóðendur meðal Demókrata hafa brugðist við framboðinu, með því að benda á að það sé ekki gott fyrir stjórnmálalandslagið í Bandaríkjunum að fá fram milljarðamæring, sem horfi niður til almennings og skilji ekki mikilvægi þess að byggja upp bakland með grasrótarstarfi.
Bernie Sanders gagnrýndi Bloomberg harðlega strax eftir að ljóst varð, að honum væri alvara með framboði sínu.
I’m disgusted by the idea that Michael Bloomberg or any billionaire thinks they can circumvent the political process and spend tens of millions of dollars to buy elections.
— Bernie Sanders (@BernieSanders) November 22, 2019
If you can’t build grassroots support for your candidacy, you have no business running for president. https://t.co/jyIBVXUToj