Forseti Namibíu: Ísland er vandamálið

Það ætti að horfa til þess hvaðan peningarnir koma til að spilla Namibíu, sagði forseti Namibíu í ræðu.

Namibian-President-.jpg
Auglýsing

Forseti Namibíu, Hage Geingob, beindi spjótum sínum að Íslandi og Samherja í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn SWAPO-flokksins, helsta valdaflokks Namibíu, í dag. 

„Hvaðan koma peningarnir? Þeir koma frá Íslandi,“ sagði Geingob, og bað fólk um að hugsa frekar um þá sem greiddu mútur og stunduðu spillta viðskiptahætti, Íslendinga og íslensk fyrirtæki, sem vandamál, frekar en stjórnkerfi Namibíu. 

Í umfjöllun The Namibian, fjölmiðils sem hefur fjallað ítarlega um Samherjamálið, segir að Geingob hafi sagt fjölmiðla hafa einblínt of mikið á stjórnvöld í Namibíu, frá því að Samherjamálið kom upp með þætti Kveiks á RÚV, umfjöllunar Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks. 

Auglýsing

Um 30 þúsund skjöl sem tengd eru Samherja hafa verið birt í tengslum við málið, á vef Wikileaks, en bókin Ekkert að fela, eftir Helga Seljan, Aðalstein Kjartansson og Stefán Drengsson, byggir að stóru leyti á upplýsingum úr gögnunum, auk viðbótar rannsóknarvinnu höfunda. 


Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, var handtekinn í gær í tengslum við rannsókn á spillingu og og ætluðum mútugreiðslum í namibískum sjávarútvegi, meðal annars frá Samherja, að því er fram kom í umfjöllun The Namibian.

Einnig var kaupsýslumaðurinn Ricardo Gustavo handtekinn en hann var samstarfsmaður James Hatuikulipi, sem er einn þeirra sem kallaðir hafa verið hákarlarnir í fréttum af starfsháttum Samherja í Namibíu.

Paulus Noa, framkvæmdastjóri ACC, spillingarlögreglunnar í Namibíu, staðfestir í samtali við fréttastofu RÚV, að þremenninga sé nú leitað og að það séu þeir sem voru kallaðir hákarlarnir í umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks um Samherjaskjölin; Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra landsins, James Hatuikulipi og frændi hans Tamson Fitty Hatuikulipi, sem gegndu framkvæmdastjórastöðum hjá Investec Asset Management. Sá síðarnefndi er tengdasonur sjávarútvegsráðherrans fyrrverandi, eins og fram kom í Kveiki. 

Héraðssaksóknari, Fjármálaeftirlitið og skattayfirvöld á Íslandi, eru öll að rannsaka viðskiptahætti Samherja í Namibíu. Þá eru yfirvöld í Noregi einnig að rannsaka ásakanir um skattsvik og peningaþvætti, í tengslum við viðskipti Samherja í Afríku.

Í Namibíu búa 2,5 milljónir manna, en árleg landsframleiðsla nemur um 1.700 milljörðum króna. Til samanburðar eru íbúar á Íslandi um 360 þúsund, en árleg landsframleiðsla á Íslandi var um 2.800 milljarðar króna í fyrra, þrátt fyrir að íbúafjöldinn á Íslandi sé aðeins um 14,4 prósent af íbúafjölda Namibíu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent