Forseti Namibíu: Ísland er vandamálið

Það ætti að horfa til þess hvaðan peningarnir koma til að spilla Namibíu, sagði forseti Namibíu í ræðu.

Namibian-President-.jpg
Auglýsing

For­seti Namib­íu, Hage Gein­gob, beindi spjótum sínum að Íslandi og Sam­herja í ræðu sem hann hélt fyrir stuðn­ings­menn SWA­PO-­flokks­ins, helsta valda­flokks Namib­íu, í dag. 

„Hvaðan koma pen­ing­arn­ir? Þeir koma frá Ísland­i,“ sagði Gein­gob, og bað fólk um að hugsa frekar um þá sem greiddu mútur og stund­uðu spillta við­skipta­hætti, Íslend­inga og íslensk fyr­ir­tæki, sem vanda­mál, frekar en stjórn­kerfi Namib­íu. 

Í umfjöllun The Namibian, fjöl­mið­ils sem hefur fjallað ítar­lega um Sam­herj­a­mál­ið, segir að Gein­gob hafi sagt fjöl­miðla hafa ein­blínt of mikið á stjórn­völd í Namib­íu, frá því að Sam­herj­a­málið kom upp með þætti Kveiks á RÚV, umfjöll­unar Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks. 

Auglýsing

Um 30 þús­und skjöl sem tengd eru Sam­herja hafa verið birt í tengslum við mál­ið, á vef Wiki­leaks, en bókin Ekk­ert að fela, eftir Helga Selj­an, Aðal­stein Kjart­ans­son og Stefán Drengs­son, byggir að stóru leyti á upp­lýs­ingum úr gögn­un­um, auk við­bótar rann­sókn­ar­vinnu höf­unda. Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, var hand­tek­inn í gær í tengslum við rann­sókn á spill­ingu og og ætl­uðum mútu­greiðslum í namibískum sjáv­ar­út­vegi, meðal ann­ars frá Sam­herja, að því er fram kom í umfjöllun The Namibi­an.

Einnig var kaup­sýslu­mað­ur­inn Ricardo Gustavo hand­tek­inn en hann var sam­starfs­maður James Hatuikulipi, sem er einn þeirra sem kall­aðir hafa verið hákarl­arnir í fréttum af starfs­háttum Sam­herja í Namib­íu.

Paulus Noa, fram­kvæmda­stjóri ACC, spill­ing­ar­lög­regl­unnar í Namib­íu, stað­festir í sam­tali við frétta­stofu RÚV, að þre­menn­inga sé nú leitað og að það séu þeir sem voru kall­aðir hákarl­arnir í umfjöllun frétta­skýr­inga­þátt­ar­ins Kveiks um Sam­herj­a­skjöl­in; Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra lands­ins, James Hatuikulipi og frændi hans Tam­son Fitty Hatuikulipi, sem gegndu fram­kvæmda­stjóra­stöðum hjá Investec Asset Mana­gement. Sá síð­ar­nefndi er tengda­sonur sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi, eins og fram kom í Kveik­i. 

Hér­aðs­sak­sókn­ari, Fjár­mála­eft­ir­litið og skatta­yf­ir­völd á Íslandi, eru öll að rann­saka við­skipta­hætti Sam­herja í Namib­íu. Þá eru yfir­völd í Nor­egi einnig að rann­saka ásak­anir um skatt­svik og pen­inga­þvætti, í tengslum við við­skipti Sam­herja í Afr­íku.

Í Namibíu búa 2,5 millj­ónir manna, en árleg lands­fram­leiðsla nemur um 1.700 millj­örðum króna. Til sam­an­burðar eru íbúar á Íslandi um 360 þús­und, en árleg lands­fram­leiðsla á Íslandi var um 2.800 millj­arðar króna í fyrra, þrátt fyrir að íbúa­fjöld­inn á Íslandi sé aðeins um 14,4 pró­sent af íbúa­fjölda Namib­íu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent