Kristján Þór: Viðbrögð mín við mótmælafundinum engin sérstök

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í dag ætla að sinna sínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og áður og af bestu samvisku.

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, beindi fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þórs Júl­í­us­son­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í dag en til­efnið var mót­mæla­fundur sem hald­inn var um helg­ina.

Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag­ið, Efl­ing stétt­­ar­­fé­lag, Öryrkja­­banda­lag Íslands, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­­­ar­­skrá, Gegn­­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hópur almennra borg­­ara og félaga­­sam­­taka kröfð­ust þess sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra segði taf­­ar­­laust af sér emb­ætti, að Alþingi lög­­­festi nýja og end­­ur­­skoð­aða stjórn­­­ar­­skrá sem lands­­menn sömdu sér og sam­­þykktu í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu 2012 og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­­legra auð­linda lands­­manna rynni í sjóði almenn­ings til upp­­­bygg­ingar sam­­fé­lags­ins og til að tryggja mann­­sæm­andi lífs­­kjör allra. Á fimmta þús­und manns mættu á fund­inn.

Hall­dóra spurði hver við­brögð ráð­herra væru við fund­inum og þeim kröfum sem þar voru settar fram.

Auglýsing

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að hann hefði þegar rætt þetta mál og að við­brögð hans við mót­mæla­fund­inum væru engin sér­stök að öðru leyti nema því að hann hygð­ist vinna sína vinnu með sama hætti og hann hefur gert. „Ég ætla að sinna mínu póli­tíska starfi sem og emb­ætt­is­skyldum í ráðu­neyt­inu með nákvæm­lega sama hætti og af bestu sam­visku. Gæta að hæfi – hvort heldur sem um er að ræða sér­stök mál eða þvíum­líkt. Og leggja mig fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyr­ir. Það eru við­brögð mín við þessum fund­i,“ sagði hann.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld BeckHall­dóra kom þá aftur í pontu og benti á að þau hefðu ekki átt sam­tal um nákvæm­lega þetta mál í síð­ustu viku þar sem mót­mæla­fund­ur­inn hefði verið um helg­ina. „Þarna komu saman rúm­lega fjögur þús­und manns og lýstu yfir van­trausti á ráð­herra,“ sagði hún og spurði hvort afstaða Krist­jáns Þórs hefði breyst frá því hann sagði við hana í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í síð­ustu viku að hann fyndi fyrir trausti. „Hefur afstaða hans breyst? Finnur hann ennþá að honum sé treyst? Og ef ekki hverju margir þurfa að lýsa yfir van­trausti á ráð­herra til þess að afstaða hans breyt­ist?“ spurði hún.

Finnur bæði fyrir trausti og van­trausti

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að hann fyndi bæði fyrir trausti og van­trausti eins og „við stjórn­mála­menn gerum iðu­lega í okkar störf­um.“ Hann sagði að störf stjórn­mála­manna væru umdeild, við því væri ekk­ert að segja. „Við leggjum verk okkar í dóm kjós­enda, oft­ast nær á fjög­urra ára fresti og ég treysti mér fylli­lega til þess að standa við og undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna störfum Norð­aust­ur­kjör­dæmi en um leið að taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla lands­menn,“ sagði hann. 

„Ég ætla bara rétt að vona það að störf stjórn­mála­manna á Íslandi verði aldrei á þann veg að þeir verði ekki umdeild­ir. En ég skal vera fyrstur manna til að við­ur­kenna það að ég hef engan mæli­kvarða á það sér­stak­lega, sem hátt­virtur þing­maður virð­ist hafa hér, hvenær það er kom­inn til­tek­inn fjöldi ein­stak­linga sem hefur ekki traust á störfum þing­manns. Ég er ekki þeirrar gerðar að hafa slíka taln­ingu á reiðum höndum og þætti vænt um það að hátt­virtur þing­maður gæti upp­lýst mig um þessa undra­tölu sem hún virð­ist hafa undir hönd­um,“ sagði ráð­herr­ann.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent