Kristján Þór: Viðbrögð mín við mótmælafundinum engin sérstök

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í dag ætla að sinna sínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og áður og af bestu samvisku.

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Auglýsing

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, beindi fyrirspurn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristján Þórs Júlíussonar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag en tilefnið var mótmælafundur sem haldinn var um helgina.

Stjórn­ar­skrár­fé­lag­ið, Efl­ing stétt­ar­fé­lag, Öryrkja­banda­lag Íslands, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá, Gegn­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hópur almennra borg­ara og félaga­sam­taka kröfðust þess sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra segði taf­ar­laust af sér emb­ætti, að Alþingi lög­festi nýja og end­ur­skoð­aða stjórn­ar­skrá sem lands­menn sömdu sér og sam­þykktu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu 2012 og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­legra auð­linda lands­manna rynni í sjóði almenn­ings til upp­bygg­ingar sam­fé­lags­ins og til að tryggja mann­sæm­andi lífs­kjör allra. Á fimmta þúsund manns mættu á fundinn.

Halldóra spurði hver viðbrögð ráðherra væru við fundinum og þeim kröfum sem þar voru settar fram.

Auglýsing

Kristján Þór svaraði og sagði að hann hefði þegar rætt þetta mál og að viðbrögð hans við mótmælafundinum væru engin sérstök að öðru leyti nema því að hann hygðist vinna sína vinnu með sama hætti og hann hefur gert. „Ég ætla að sinna mínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og af bestu samvisku. Gæta að hæfi – hvort heldur sem um er að ræða sérstök mál eða þvíumlíkt. Og leggja mig fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyrir. Það eru viðbrögð mín við þessum fundi,“ sagði hann.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld BeckHalldóra kom þá aftur í pontu og benti á að þau hefðu ekki átt samtal um nákvæmlega þetta mál í síðustu viku þar sem mótmælafundurinn hefði verið um helgina. „Þarna komu saman rúmlega fjögur þúsund manns og lýstu yfir vantrausti á ráðherra,“ sagði hún og spurði hvort afstaða Kristjáns Þórs hefði breyst frá því hann sagði við hana í óundirbúnum fyrirspurnartíma í síðustu viku að hann fyndi fyrir trausti. „Hefur afstaða hans breyst? Finnur hann ennþá að honum sé treyst? Og ef ekki hverju margir þurfa að lýsa yfir vantrausti á ráðherra til þess að afstaða hans breytist?“ spurði hún.

Finnur bæði fyrir trausti og vantrausti

Kristján Þór svaraði og sagði að hann fyndi bæði fyrir trausti og vantrausti eins og „við stjórnmálamenn gerum iðulega í okkar störfum.“ Hann sagði að störf stjórnmálamanna væru umdeild, við því væri ekkert að segja. „Við leggjum verk okkar í dóm kjósenda, oftast nær á fjögurra ára fresti og ég treysti mér fyllilega til þess að standa við og undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna störfum Norðausturkjördæmi en um leið að taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla landsmenn,“ sagði hann. 

„Ég ætla bara rétt að vona það að störf stjórnmálamanna á Íslandi verði aldrei á þann veg að þeir verði ekki umdeildir. En ég skal vera fyrstur manna til að viðurkenna það að ég hef engan mælikvarða á það sérstaklega, sem háttvirtur þingmaður virðist hafa hér, hvenær það er kominn tiltekinn fjöldi einstaklinga sem hefur ekki traust á störfum þingmanns. Ég er ekki þeirrar gerðar að hafa slíka talningu á reiðum höndum og þætti vænt um það að háttvirtur þingmaður gæti upplýst mig um þessa undratölu sem hún virðist hafa undir höndum,“ sagði ráðherrann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent