Kristján Þór: Viðbrögð mín við mótmælafundinum engin sérstök

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sagðist á Alþingi í dag ætla að sinna sínu pólitíska starfi sem og embættisskyldum í ráðuneytinu með nákvæmlega sama hætti og áður og af bestu samvisku.

Kristján Þór Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
Auglýsing

Hall­dóra Mog­en­sen, þing­maður Pírata, beindi fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, Krist­ján Þórs Júl­í­us­son­ar, í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í dag en til­efnið var mót­mæla­fundur sem hald­inn var um helg­ina.

Stjórn­­­ar­­skrár­­fé­lag­ið, Efl­ing stétt­­ar­­fé­lag, Öryrkja­­banda­lag Íslands, Sam­tök kvenna um nýja stjórn­­­ar­­skrá, Gegn­­sæi, sam­tök gegn spill­ingu, og hópur almennra borg­­ara og félaga­­sam­­taka kröfð­ust þess sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra segði taf­­ar­­laust af sér emb­ætti, að Alþingi lög­­­festi nýja og end­­ur­­skoð­aða stjórn­­­ar­­skrá sem lands­­menn sömdu sér og sam­­þykktu í þjóð­­ar­at­­kvæða­greiðslu 2012 og að arður af nýt­ingu sam­eig­in­­legra auð­linda lands­­manna rynni í sjóði almenn­ings til upp­­­bygg­ingar sam­­fé­lags­ins og til að tryggja mann­­sæm­andi lífs­­kjör allra. Á fimmta þús­und manns mættu á fund­inn.

Hall­dóra spurði hver við­brögð ráð­herra væru við fund­inum og þeim kröfum sem þar voru settar fram.

Auglýsing

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að hann hefði þegar rætt þetta mál og að við­brögð hans við mót­mæla­fund­inum væru engin sér­stök að öðru leyti nema því að hann hygð­ist vinna sína vinnu með sama hætti og hann hefur gert. „Ég ætla að sinna mínu póli­tíska starfi sem og emb­ætt­is­skyldum í ráðu­neyt­inu með nákvæm­lega sama hætti og af bestu sam­visku. Gæta að hæfi – hvort heldur sem um er að ræða sér­stök mál eða þvíum­líkt. Og leggja mig fram um að sinna þeim verkum sem mér hefur verið treyst og trúað fyr­ir. Það eru við­brögð mín við þessum fund­i,“ sagði hann.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld BeckHall­dóra kom þá aftur í pontu og benti á að þau hefðu ekki átt sam­tal um nákvæm­lega þetta mál í síð­ustu viku þar sem mót­mæla­fund­ur­inn hefði verið um helg­ina. „Þarna komu saman rúm­lega fjögur þús­und manns og lýstu yfir van­trausti á ráð­herra,“ sagði hún og spurði hvort afstaða Krist­jáns Þórs hefði breyst frá því hann sagði við hana í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma í síð­ustu viku að hann fyndi fyrir trausti. „Hefur afstaða hans breyst? Finnur hann ennþá að honum sé treyst? Og ef ekki hverju margir þurfa að lýsa yfir van­trausti á ráð­herra til þess að afstaða hans breyt­ist?“ spurði hún.

Finnur bæði fyrir trausti og van­trausti

Krist­ján Þór svar­aði og sagði að hann fyndi bæði fyrir trausti og van­trausti eins og „við stjórn­mála­menn gerum iðu­lega í okkar störf­um.“ Hann sagði að störf stjórn­mála­manna væru umdeild, við því væri ekk­ert að segja. „Við leggjum verk okkar í dóm kjós­enda, oft­ast nær á fjög­urra ára fresti og ég treysti mér fylli­lega til þess að standa við og undir því trausti sem mér hefur verið sýnt til þess að gegna störfum Norð­aust­ur­kjör­dæmi en um leið að taka þátt í störfum Alþingis fyrir alla lands­menn,“ sagði hann. 

„Ég ætla bara rétt að vona það að störf stjórn­mála­manna á Íslandi verði aldrei á þann veg að þeir verði ekki umdeild­ir. En ég skal vera fyrstur manna til að við­ur­kenna það að ég hef engan mæli­kvarða á það sér­stak­lega, sem hátt­virtur þing­maður virð­ist hafa hér, hvenær það er kom­inn til­tek­inn fjöldi ein­stak­linga sem hefur ekki traust á störfum þing­manns. Ég er ekki þeirrar gerðar að hafa slíka taln­ingu á reiðum höndum og þætti vænt um það að hátt­virtur þing­maður gæti upp­lýst mig um þessa undra­tölu sem hún virð­ist hafa undir hönd­um,“ sagði ráð­herr­ann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent