Øygard: Aðrir en fyrrverandi stjórnendur Seðlabankans sem þurfa að skammast sín

Fyrrverandi seðlabankastjóri Íslands segir að Samherji hafi reynt að þagga niður í ætluðum andstæðingum fyrirtækisins eftir að Seðlabanki Íslands hafi hafið rannsókn á fyrirtækinu. Nú liggi af hverju.

Svein Harald Øygard.
Svein Harald Øygard.
Auglýsing

Svein Har­ald Øygard, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri Íslands, segir að þeir starfs­menn og stjórn­endur Seðla­banka Íslands sem staðið hafi að rann­sókn á hendur Sam­herja á sínum tíma hafi staðið upp og barist fyrir því sem þeir töldu rétt. „Ég er ekki að segja að það hafi ekki verið gerð mis­tök og sú saka­mála­rann­sókn sem stendur yfir í Namib­íu, Nor­egi og Íslandi þarf að verða til lykta leidd áður en það er hægt að álykta um mögu­leg brot ákveð­inna fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga. En því miður er það skýrt í dag að ein­hverjir hafa ástæðu til að skamm­ast sín.“ 

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sem hann birti á Face­book um helg­ina á ensku. 

"You couldn´t have made this shit up". That was a comment I heard from many as I did my res­e­arch for my book; "In the...

Posted by Svein Har­ald Øygard on Sat­ur­day, Novem­ber 23, 2019

Að mati Øygard eru það ekki þeir ein­stak­lingar sem prýði for­síðu bókar Björns Jóns Braga­sonar sagn­fræð­ings, „Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – Vald án eft­ir­lits?“, sem gefin var út árið 2016 og fjallar með gagn­rýnum hætti um rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja, sem þurfa að skamm­ast sín. Á for­síð­unni má sjá mynd af Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits­ins, Má Guð­munds­syni, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóra, og Arn­óri Sig­hvats­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­seðla­banka­stjóra.  Øygard birtir svo mynd af enskri útgáfu bók­ar­inn­ar, sem ber heitið „The Capi­tal Controls Sur­veilance Unit – Out of Control“. 

Töldu Sam­herja ekki vera að skila gjald­eyri til Íslands

Síðla árs 2008 voru sett á fjár­magns­höft á Íslandi. Til­gangur þeirra var að bæta gjald­eyr­is­jöfnuð lands­ins. Það var gert með tvennum hætti. Í fyrsta lagi hindr­uðu höftin þá sem áttu íslenskar krónur í að skipta þeim í aðra gjald­miðla nema með leyfi Seðla­banka Íslands. Í öðru lagi fólst í höft­unum skila­skylda allra íslenskra fyr­ir­tækja sem höfðu tekjur í erlendum mynt­um. Þ.e. þeim bar að afhenda Seðla­bank­anum gjald­eyr­is­tekjur sínar og fá krónur í stað­inn. 

Rann­sókn Seðla­banka Íslands á Sam­herja, sem hófst árið 2012, kom til vegna þess að bank­inn taldi Sam­herja hafa brotið gegn gjald­eyr­is­lögum með því að skila ekki hingað til lands hagn­aði og sköttum sem urðu til alþjóð­lega þar sem að yfir­stjórn allra erlendra félaga í Sam­herj­a­sam­stæð­unni væri hér á Íslandi. Sam­herji neit­aði þessu ætið og sagði erlendu félögin ekki lúta íslenskri yfir­stjórn.

Auglýsing
Øygard segir í stöðu­upp­færsl­unni að spurn­ingar um Kýp­ur-­starf­semi Sam­herja, sem nú er til skoð­unar vegna upp­ljóstr­unar Kveiks og Stund­ar­innar á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herj­a-­sam­stæð­unnar vegna veiða í Namib­íu, hafi vaknað fyrir næstum ára­tug síð­an. Hann segir að ein leið til að kom­ast í kringum lögin hafi verið að skilja ágóða eftir í félögum á t.d. Kýpur með því sem kall­ast milli­verð­lagn­ing (e. trans­fer-pricing). Þetta gæti til dæmis falið í sér að selja fisk til félags á Kýpur á lágu verði en láta kýp­verska félagið svo selja hann áfram á hærra verði til „næsta kaup­anda“, sem myndi leiða til þess að ágóð­inn af við­skipt­unum yrði eftir á Kýpur og kom­ast þannig bæði fram hjá sköttum og þeim laga­skyldum sem fylgdu fjár­magns­höft­unum á Ísland­i.  

Í gögnum sem Sam­herji lagði fram í mála­rekstri sínum gegn Seðla­banka Íslands á sínum tíma kemur fram að Øygard hafi fund­aði með for­svars­mönnum Sam­herja í júlí 2009 sem seðla­banka­stjóri þar sem bank­inn gerði athuga­semdir við gjald­eyr­is­skil Sam­herja. Sá fundur hafði þó ekki beina eft­ir­mála og lög­maður Sam­herja segir í sömu gögnum að athug­unin hafi byggt á mis­skiln­ing­i. 

Átti að þagga niður í and­stæð­ingum

Í stöðu­upp­færsl­unni bendir Øygard á að Seðla­banki Íslands hafi á árinu 2010 hafið vinnu við að rann­saka slíka Kýp­ur-strúkt­úra og milli­verð­lagn­ing­ar­sam­komu­lög. Árið 2012 hafi bank­inn svo fram­kvæmt hús­leit á ýmsum skrif­stofum Sam­herja, sem hafi hafnað mála­til­bún­aði Seðla­bank­ans. Hæsti­réttur Íslands hafi síðar tekið undir rök Sam­herja í mál­inu. „Sam­herji hóf líka að elta Seðla­bank­ann. Sumir myndu segja að áreita hann.“ Það hafi átt að þagga niður í and­stæð­ingum fyr­ir­tæk­is­ins, og í ljósi þess sem nú hafi komið fram, hafi verið góðar ástæður fyrir þeirri veg­ferð Sam­herj­a. 

Sam­herji hafi beðið banka­ráð Seðla­banka Íslands um að grípa til aðgerða gegn stjórn­endum bank­ans. Það hafi banka­ráðið gert, þar sem Sam­herji sé tengdur sterk­ustu póli­tísku öflum á Íslandi. Meira að segja núver­andi for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Katrín Jak­obs­dótt­ir, hafi tengst mál­inu með þeim afleið­ingum að nú sé fyrr­ver­andi starfs­maður bank­ans til rann­sóknar lög­reglu. Þar vísar Øygard til þess að Katrín vís­aði máli vegna ætl­­aðs upp­­lýs­inga­­leka frá Seðla­­banka Íslands til RÚV í aðdrag­anda hús­­leitar hjá Sam­herja árið 2012 til lög­­­reglu fyrr á þessu ári. 

Øygard segir svo að íslenskur sagn­fræð­ingur hafi skrif­aði 244 blað­síðna bók um hinar meintu mis­gjörðir Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja, án þess að minn­ast varla á ástæður þess að sett voru fjár­magns­höft á Íslandi. Þar á hann við bók Björns Jóns Braga­sonar sagn­fræð­ings, „Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – Vald án eft­ir­lits?“, sem gefin var út árið 2016. Á ensku heitir bókin „The Capi­tal Controls Sur­veilance Unit – Out of Control“ og Øygard segir að stjórn­endur Seðla­bank­ans sem eru á for­síðu hennar geti nú borið titil hennar stolti. „Hand­fylli fólks í Seðla­bank­an­um, þau sem eru á for­síðu bók­ar­inn­ar, leyfði sér ekki að að lúta stýr­ingu. Þau stóðu upp og börð­ust fyrir því sem þau töldu að væri rétt.“

Allir þræðir í hendi for­stjór­ans

Í bók­inn­i  „Ekk­ert að fela – Á slóð Sam­herja í Afr­ík­­­u“, eftir Helga Selj­an, Aðal­­­­­stein Kjart­ans­­­son og Sté­fán Aðal­­­­­stein Drengs­­­son, er fjallað ítar­­­lega um sögu og umsvif sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ris­ans Sam­herja, sem var nýverið afhjúp­aður í Kveiks­þætti sama teym­­­is. ­

Þar er meðal ann­ars fjallað um úttekt sem sér­­fræð­ingar á vegum KPMG í Hollandi unn­u á starf­­semi Sam­herja í jan­úar 2014. Til­­­gangur skýrslu sér­­fræð­ing­ana frá Hollandi var að gefa yfir­­lit af starf­­semi Sam­herja, og ekki síst „flókið inn­­an­húss hag­­kerfi stór­­fyr­ir­tækis sem starfar víða um heim,“eins og orð­rétt segir í bók­inn­i. 

Það var mat sér­­fræð­ing­ana að í grund­vallar atriðum væri skipu­­rit félags­­ins ein­falt: Þor­­steinn Már ræð­­ur.

„For­­stjór­inn er eini fram­­kvæmda­­stjóri Sam­herj­­a,“ sagði í skýrslu KPMG. „Engin for­m­­leg fram­­kvæmda­­stjórn er innan Sam­herja hf.“ Í skýrsl­unni var einnig að finna aðrar upp­­lýs­ingar sem vekja óneit­an­­lega athygli: „Aðrir lyk­il­­stjórn­­end­­ur, sem ekki eru starfs­­menn Sam­herja beint, en stýra mis­­mun­andi sviðum innan Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, eru í beinu sam­­bandi við for­­stjóra Sam­herja dag­­lega. For­­stjóri Sam­herja er lyk­il­­maður í öllum við­­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins og hefur bein afskipti af skipu­lagi veiða.“ 

Auglýsing
Það var því nið­ur­staða end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækis Sam­herja að fyr­ir­tækjum sem áttu að vera undir stjórn heima­­manna í hverju landi fyrir sig væri í raun fjar­­stýrt frá Íslandi. „For­­stjór­inn fer með dag­­lega stjórn á hinni svoköll­uðu fisk­veið­i­­­stefnu. Hann er í tengslum við mark­aðs- og sölu­­fyr­ir­tæki sem fylgj­­ast með mark­aðs­verði og mark­aðs­­þró­un. Með upp­­lýs­ingar þaðan að vopni ákveður for­­stjór­inn kúr­s­inn með fisk­veið­i­­­stefn­unni og skipar fyrir bæði fram­­kvæmda­­stjórn útgerð­anna og vinnslu­­stöðv­­anna […] for­­stjór­inn er í sam­­bandi við lyk­il­­stjórn­­endur frá degi til dags og leggur grunn að ákvörð­unum um fisk­veið­i­­­stefn­una. Lyk­il­­starfs­­menn eru meðal ann­­ars skip­­stjórar fiski­­skip­anna sem eru mjög mik­il­vægir svo útgerð­­ar­­fé­lag nái árangri. Sér­­hver skip­­stjóri og lyk­il­­stjórn­­andi er val­inn af for­­stjór­anum sjálf­­um. Þetta gæti mörgum þótt eðli­­leg­­asti hlutur í heim­i.  Þor­steinn Már er jú for­­stjóri Sam­herja og á þessi fyr­ir­tæki. En málið er aðeins flókn­­ara og snýst ekki síst um hvar greiða eigi skatta af starf­­sem­inni. Ástæðan er ein­­föld. Sam­­kvæmt íslenskum lögum á fyr­ir­tæki, jafn­­vel þótt það sé stað­­sett í útlönd­um, að greiða skatta hér á landi ef raun­veru­­leg fram­­kvæmda­­stjórn þess er hér. Í lögum segir ein­fald­­lega að skylda til að greiða tekju­skatt af öllum tekjum sín­um, hvar sem þeirra er aflað, hvíli á öllum þeim fyr­ir­tækjum sem eigi hér heim­il­is­­festi. Fyr­ir­tæki telj­ist eiga hér heim­il­is­­festi „ef raun­veru­­leg fram­­kvæmda­­stjórn er hér á land­i“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent