Sýklalyfjanotkun minnkað hjá mönnum en aukist hjá dýrum

Sýklalyfjanotkun minnkaði hjá mönnum hér á landi um 5 prósent í fyrra en jókst hins vegar um tæp 7 prósent hjá dýrum. Sóttvarnarlæknir segir ánægjulegt að sjá sýklalyfjanotkun hafi minnkað meðal manna.

Fíkn
Auglýsing

Heild­ar­notkun sýkla­lyfja hjá mönnum minnk­aði um 5 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 2017 og um tæp 7 pró­sent hjá börn­um. ­Sýkla­lyfja­notkun hjá dýrum jókst hins vegar um tæp 7 pró­sent á árinu 2018 miðað við árið á undan en er á­fram ein sú minnsta í allri Evr­ópu. Þetta kemur fram í árs­skýrslu Sótt­varn­ar­læknis um sýkla­lyfja­notkun á Ísland­i. 

Helsta heil­brigðisógn mann­kyns­ins

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun hefur lýst sýkla­lyfja­ó­næmi sem eina helstu heil­brigðisógn sem steðjar að mann­kyn­inu í dag. Eft­ir­lit með sýkla­lyfja­notkun hjá ­mönnum og dýrum og bætt notkun lyfj­anna gegnir lyk­il­hlut­verki í bar­áttu gegn sýkla­lyfja­ó­næmi. 

Sýkla­lyfja­notkun hefur auk­ist hér á landi á und­an­förnum árum og verið sú hæsta á Norð­ur­lönd­unum en um mið­bik ef miðað er við lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins vegar dróst fjöldi sýkla­lyfja­á­vís­ana saman um 5 pró­sent hér á landi fyrra. Þá minnk­aði sýkla­lyfja­notkun hjá börnum enn meira eða um tæp 7 pró­sent en stóð í stað hjá eldri ein­stak­ling­um. 

Auglýsing

Sýkla­lyfja­notk­un ­dýra eykst

­Sýkla­lyfja­notk­un hjá dýrum jókst aftur á móti á milli ára. Ekki er hins vegar hægt að greina notk­un­ina niður á ákveðnar dýra­teg­undir en með nýrri raf­rænni skrán­ingu dýra­sjúk­dóma og með­höndlun dýra með lyf­seð­ils­skyldum lyfjum má vænta að á næstu árum verði hægt að fá gögn um notkun sýkla­lyfja greind að ein­hverju leyti niður á dýra­teg­und­ir. 

Í skýrsl­unni segir að heild­ar­sala ­sýkla­lyfja fyrir dýr minnk­aði nokkuð á tíma­bil­inu 2013 til 2016 hvað magn varðar en jókst svo aftur á árunum 2017 og 2018, eða um 11 pró­sent. Vert er þó taka fram að þetta eru sölu­tölur og eru ekki teknar með í reikn­ing­inn breyt­ingar á stærð búfjár­stofna sem getur haft áhrif á magn­tölur sýkla­lyfja handa dýr­um.

Líkt og fyrri ár var notkun sýkla­lyfja í dýrum á árinu 2017 minnst á Íslandi mælt í tonn­um. Auk þess skar Ísland sig út ásamt Nor­egi þegar noktun sýkla­lyfja er mælt í mg/PCU. 

Mynd:Sóttvarnarlæknir

Ánægju­legt að árangur hafi náðst

„Á und­an­förnum árum hefur verið rek­inn mik­ill áróður fyrir skyn­sam­legri notkun sýkla­lyfja hjá mönnum hér á landi og hefur verið lögð áhersla á að fækka ávís­unum almennt, sér­stak­lega hjá börnum og minnka notkun breið­virkra sýkla­lyfja. Til­gang­ur­inn er að minnka kostnað og draga úr útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­ía. Það er því ánægju­legt að sjá, að notk­unin hér á landi hjá mönnum hefur minnk­að, sér­stak­lega hjá börnum og jafn­framt að nokkur árangur hefur náðst í að minnka notk­un­ina á breið­virkum sýkla­lyfj­u­m,“ segir í skýrsl­unni

Í maí 2019 sendi rík­is­stjórnin frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis að Ísland ætl­aði sér að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis og myndi sú bar­átta byggja á til­lögum starfs­hóps frá 2017. Sótt­varn­ar­læknir segir gleði­legt að sjá þann áhuga og vilja sem yfir­völd sýna þessum mála­flokki. 

„Því sam­hentar aðgerðir yfir­valda, stofn­ana, vís­inda­manna og almenn­ings eru nauð­syn­legar til að ná árangri í bar­átt­unni við útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­í­a,“ segir sótt­varn­ar­lækn­ir.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent