Sýklalyfjanotkun minnkað hjá mönnum en aukist hjá dýrum

Sýklalyfjanotkun minnkaði hjá mönnum hér á landi um 5 prósent í fyrra en jókst hins vegar um tæp 7 prósent hjá dýrum. Sóttvarnarlæknir segir ánægjulegt að sjá sýklalyfjanotkun hafi minnkað meðal manna.

Fíkn
Auglýsing

Heild­ar­notkun sýkla­lyfja hjá mönnum minnk­aði um 5 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 2017 og um tæp 7 pró­sent hjá börn­um. ­Sýkla­lyfja­notkun hjá dýrum jókst hins vegar um tæp 7 pró­sent á árinu 2018 miðað við árið á undan en er á­fram ein sú minnsta í allri Evr­ópu. Þetta kemur fram í árs­skýrslu Sótt­varn­ar­læknis um sýkla­lyfja­notkun á Ísland­i. 

Helsta heil­brigðisógn mann­kyns­ins

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun hefur lýst sýkla­lyfja­ó­næmi sem eina helstu heil­brigðisógn sem steðjar að mann­kyn­inu í dag. Eft­ir­lit með sýkla­lyfja­notkun hjá ­mönnum og dýrum og bætt notkun lyfj­anna gegnir lyk­il­hlut­verki í bar­áttu gegn sýkla­lyfja­ó­næmi. 

Sýkla­lyfja­notkun hefur auk­ist hér á landi á und­an­förnum árum og verið sú hæsta á Norð­ur­lönd­unum en um mið­bik ef miðað er við lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins vegar dróst fjöldi sýkla­lyfja­á­vís­ana saman um 5 pró­sent hér á landi fyrra. Þá minnk­aði sýkla­lyfja­notkun hjá börnum enn meira eða um tæp 7 pró­sent en stóð í stað hjá eldri ein­stak­ling­um. 

Auglýsing

Sýkla­lyfja­notk­un ­dýra eykst

­Sýkla­lyfja­notk­un hjá dýrum jókst aftur á móti á milli ára. Ekki er hins vegar hægt að greina notk­un­ina niður á ákveðnar dýra­teg­undir en með nýrri raf­rænni skrán­ingu dýra­sjúk­dóma og með­höndlun dýra með lyf­seð­ils­skyldum lyfjum má vænta að á næstu árum verði hægt að fá gögn um notkun sýkla­lyfja greind að ein­hverju leyti niður á dýra­teg­und­ir. 

Í skýrsl­unni segir að heild­ar­sala ­sýkla­lyfja fyrir dýr minnk­aði nokkuð á tíma­bil­inu 2013 til 2016 hvað magn varðar en jókst svo aftur á árunum 2017 og 2018, eða um 11 pró­sent. Vert er þó taka fram að þetta eru sölu­tölur og eru ekki teknar með í reikn­ing­inn breyt­ingar á stærð búfjár­stofna sem getur haft áhrif á magn­tölur sýkla­lyfja handa dýr­um.

Líkt og fyrri ár var notkun sýkla­lyfja í dýrum á árinu 2017 minnst á Íslandi mælt í tonn­um. Auk þess skar Ísland sig út ásamt Nor­egi þegar noktun sýkla­lyfja er mælt í mg/PCU. 

Mynd:Sóttvarnarlæknir

Ánægju­legt að árangur hafi náðst

„Á und­an­förnum árum hefur verið rek­inn mik­ill áróður fyrir skyn­sam­legri notkun sýkla­lyfja hjá mönnum hér á landi og hefur verið lögð áhersla á að fækka ávís­unum almennt, sér­stak­lega hjá börnum og minnka notkun breið­virkra sýkla­lyfja. Til­gang­ur­inn er að minnka kostnað og draga úr útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­ía. Það er því ánægju­legt að sjá, að notk­unin hér á landi hjá mönnum hefur minnk­að, sér­stak­lega hjá börnum og jafn­framt að nokkur árangur hefur náðst í að minnka notk­un­ina á breið­virkum sýkla­lyfj­u­m,“ segir í skýrsl­unni

Í maí 2019 sendi rík­is­stjórnin frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis að Ísland ætl­aði sér að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis og myndi sú bar­átta byggja á til­lögum starfs­hóps frá 2017. Sótt­varn­ar­læknir segir gleði­legt að sjá þann áhuga og vilja sem yfir­völd sýna þessum mála­flokki. 

„Því sam­hentar aðgerðir yfir­valda, stofn­ana, vís­inda­manna og almenn­ings eru nauð­syn­legar til að ná árangri í bar­átt­unni við útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­í­a,“ segir sótt­varn­ar­lækn­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent