Sýklalyfjanotkun minnkað hjá mönnum en aukist hjá dýrum

Sýklalyfjanotkun minnkaði hjá mönnum hér á landi um 5 prósent í fyrra en jókst hins vegar um tæp 7 prósent hjá dýrum. Sóttvarnarlæknir segir ánægjulegt að sjá sýklalyfjanotkun hafi minnkað meðal manna.

Fíkn
Auglýsing

Heild­ar­notkun sýkla­lyfja hjá mönnum minnk­aði um 5 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 2017 og um tæp 7 pró­sent hjá börn­um. ­Sýkla­lyfja­notkun hjá dýrum jókst hins vegar um tæp 7 pró­sent á árinu 2018 miðað við árið á undan en er á­fram ein sú minnsta í allri Evr­ópu. Þetta kemur fram í árs­skýrslu Sótt­varn­ar­læknis um sýkla­lyfja­notkun á Ísland­i. 

Helsta heil­brigðisógn mann­kyns­ins

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun hefur lýst sýkla­lyfja­ó­næmi sem eina helstu heil­brigðisógn sem steðjar að mann­kyn­inu í dag. Eft­ir­lit með sýkla­lyfja­notkun hjá ­mönnum og dýrum og bætt notkun lyfj­anna gegnir lyk­il­hlut­verki í bar­áttu gegn sýkla­lyfja­ó­næmi. 

Sýkla­lyfja­notkun hefur auk­ist hér á landi á und­an­förnum árum og verið sú hæsta á Norð­ur­lönd­unum en um mið­bik ef miðað er við lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins vegar dróst fjöldi sýkla­lyfja­á­vís­ana saman um 5 pró­sent hér á landi fyrra. Þá minnk­aði sýkla­lyfja­notkun hjá börnum enn meira eða um tæp 7 pró­sent en stóð í stað hjá eldri ein­stak­ling­um. 

Auglýsing

Sýkla­lyfja­notk­un ­dýra eykst

­Sýkla­lyfja­notk­un hjá dýrum jókst aftur á móti á milli ára. Ekki er hins vegar hægt að greina notk­un­ina niður á ákveðnar dýra­teg­undir en með nýrri raf­rænni skrán­ingu dýra­sjúk­dóma og með­höndlun dýra með lyf­seð­ils­skyldum lyfjum má vænta að á næstu árum verði hægt að fá gögn um notkun sýkla­lyfja greind að ein­hverju leyti niður á dýra­teg­und­ir. 

Í skýrsl­unni segir að heild­ar­sala ­sýkla­lyfja fyrir dýr minnk­aði nokkuð á tíma­bil­inu 2013 til 2016 hvað magn varðar en jókst svo aftur á árunum 2017 og 2018, eða um 11 pró­sent. Vert er þó taka fram að þetta eru sölu­tölur og eru ekki teknar með í reikn­ing­inn breyt­ingar á stærð búfjár­stofna sem getur haft áhrif á magn­tölur sýkla­lyfja handa dýr­um.

Líkt og fyrri ár var notkun sýkla­lyfja í dýrum á árinu 2017 minnst á Íslandi mælt í tonn­um. Auk þess skar Ísland sig út ásamt Nor­egi þegar noktun sýkla­lyfja er mælt í mg/PCU. 

Mynd:Sóttvarnarlæknir

Ánægju­legt að árangur hafi náðst

„Á und­an­förnum árum hefur verið rek­inn mik­ill áróður fyrir skyn­sam­legri notkun sýkla­lyfja hjá mönnum hér á landi og hefur verið lögð áhersla á að fækka ávís­unum almennt, sér­stak­lega hjá börnum og minnka notkun breið­virkra sýkla­lyfja. Til­gang­ur­inn er að minnka kostnað og draga úr útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­ía. Það er því ánægju­legt að sjá, að notk­unin hér á landi hjá mönnum hefur minnk­að, sér­stak­lega hjá börnum og jafn­framt að nokkur árangur hefur náðst í að minnka notk­un­ina á breið­virkum sýkla­lyfj­u­m,“ segir í skýrsl­unni

Í maí 2019 sendi rík­is­stjórnin frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis að Ísland ætl­aði sér að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis og myndi sú bar­átta byggja á til­lögum starfs­hóps frá 2017. Sótt­varn­ar­læknir segir gleði­legt að sjá þann áhuga og vilja sem yfir­völd sýna þessum mála­flokki. 

„Því sam­hentar aðgerðir yfir­valda, stofn­ana, vís­inda­manna og almenn­ings eru nauð­syn­legar til að ná árangri í bar­átt­unni við útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­í­a,“ segir sótt­varn­ar­lækn­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent