Sýklalyfjanotkun minnkað hjá mönnum en aukist hjá dýrum

Sýklalyfjanotkun minnkaði hjá mönnum hér á landi um 5 prósent í fyrra en jókst hins vegar um tæp 7 prósent hjá dýrum. Sóttvarnarlæknir segir ánægjulegt að sjá sýklalyfjanotkun hafi minnkað meðal manna.

Fíkn
Auglýsing

Heild­ar­notkun sýkla­lyfja hjá mönnum minnk­aði um 5 pró­sent í fyrra sam­an­borið við 2017 og um tæp 7 pró­sent hjá börn­um. ­Sýkla­lyfja­notkun hjá dýrum jókst hins vegar um tæp 7 pró­sent á árinu 2018 miðað við árið á undan en er á­fram ein sú minnsta í allri Evr­ópu. Þetta kemur fram í árs­skýrslu Sótt­varn­ar­læknis um sýkla­lyfja­notkun á Ísland­i. 

Helsta heil­brigðisógn mann­kyns­ins

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofnun hefur lýst sýkla­lyfja­ó­næmi sem eina helstu heil­brigðisógn sem steðjar að mann­kyn­inu í dag. Eft­ir­lit með sýkla­lyfja­notkun hjá ­mönnum og dýrum og bætt notkun lyfj­anna gegnir lyk­il­hlut­verki í bar­áttu gegn sýkla­lyfja­ó­næmi. 

Sýkla­lyfja­notkun hefur auk­ist hér á landi á und­an­förnum árum og verið sú hæsta á Norð­ur­lönd­unum en um mið­bik ef miðað er við lönd Evr­ópu­sam­bands­ins. Hins vegar dróst fjöldi sýkla­lyfja­á­vís­ana saman um 5 pró­sent hér á landi fyrra. Þá minnk­aði sýkla­lyfja­notkun hjá börnum enn meira eða um tæp 7 pró­sent en stóð í stað hjá eldri ein­stak­ling­um. 

Auglýsing

Sýkla­lyfja­notk­un ­dýra eykst

­Sýkla­lyfja­notk­un hjá dýrum jókst aftur á móti á milli ára. Ekki er hins vegar hægt að greina notk­un­ina niður á ákveðnar dýra­teg­undir en með nýrri raf­rænni skrán­ingu dýra­sjúk­dóma og með­höndlun dýra með lyf­seð­ils­skyldum lyfjum má vænta að á næstu árum verði hægt að fá gögn um notkun sýkla­lyfja greind að ein­hverju leyti niður á dýra­teg­und­ir. 

Í skýrsl­unni segir að heild­ar­sala ­sýkla­lyfja fyrir dýr minnk­aði nokkuð á tíma­bil­inu 2013 til 2016 hvað magn varðar en jókst svo aftur á árunum 2017 og 2018, eða um 11 pró­sent. Vert er þó taka fram að þetta eru sölu­tölur og eru ekki teknar með í reikn­ing­inn breyt­ingar á stærð búfjár­stofna sem getur haft áhrif á magn­tölur sýkla­lyfja handa dýr­um.

Líkt og fyrri ár var notkun sýkla­lyfja í dýrum á árinu 2017 minnst á Íslandi mælt í tonn­um. Auk þess skar Ísland sig út ásamt Nor­egi þegar noktun sýkla­lyfja er mælt í mg/PCU. 

Mynd:Sóttvarnarlæknir

Ánægju­legt að árangur hafi náðst

„Á und­an­förnum árum hefur verið rek­inn mik­ill áróður fyrir skyn­sam­legri notkun sýkla­lyfja hjá mönnum hér á landi og hefur verið lögð áhersla á að fækka ávís­unum almennt, sér­stak­lega hjá börnum og minnka notkun breið­virkra sýkla­lyfja. Til­gang­ur­inn er að minnka kostnað og draga úr útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­ía. Það er því ánægju­legt að sjá, að notk­unin hér á landi hjá mönnum hefur minnk­að, sér­stak­lega hjá börnum og jafn­framt að nokkur árangur hefur náðst í að minnka notk­un­ina á breið­virkum sýkla­lyfj­u­m,“ segir í skýrsl­unni

Í maí 2019 sendi rík­is­stjórnin frá sér yfir­lýs­ingu þess efnis að Ísland ætl­aði sér að vera í far­ar­broddi í bar­átt­unni gegn útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmis og myndi sú bar­átta byggja á til­lögum starfs­hóps frá 2017. Sótt­varn­ar­læknir segir gleði­legt að sjá þann áhuga og vilja sem yfir­völd sýna þessum mála­flokki. 

„Því sam­hentar aðgerðir yfir­valda, stofn­ana, vís­inda­manna og almenn­ings eru nauð­syn­legar til að ná árangri í bar­átt­unni við útbreiðslu sýkla­lyfja­ó­næmra bakt­er­í­a,“ segir sótt­varn­ar­lækn­ir.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent