Skráningar erlendra ríkisborgara drógust saman um 30 prósent

Skráningar erlendra ríkisborgara hafa dregist töluvert saman á milli ára. Þó voru rúmlega 6000 skráðir til landsins á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs en alls eru 48.996 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi.

Fólk að ganga
Auglýsing

Sam­dráttur var í skrán­ingu erlendra rík­is­borg­ara á fyrstu þremur árs­fjórð­ungum árs­ins ­sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Það sem af er ári hafa 6.279 erlendri rík­is­borg­arar verið skráðir til lands­ins en á sama tíma í fyrra voru þeir 8.895. Það er sam­dráttur upp á 29,5 pró­sent. Þetta kemur fram á vef Þjóð­skrár.

Á árunum 2017 og 2018 átti sér stað met­­fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara sem koma hingað til lands til að búa hér. Á því tíma­bili fjölg­aði þeim um alls 13.930, eða um tæp 46 pró­­sent. 

Ástæðan er talin vera sú að á Íslandi var mik­ill efna­hags­­upp­­­gangur og mik­ill fjöldi starfa var að fá sam­hliða þeim upp­­­gangi, sér­­stak­­lega í þjón­ust­u­­störfum tengdum ferða­­þjón­­ustu og í bygg­inga­iðn­­aði. Nú þegar hag­­kerfið er farið að kólna og spenna að losna þá hefur hægst á fjölgun erlendra rík­­is­­borg­­ara en þeim heldur samt sem áður áfram að fjölga. 

Auglýsing

Rík­is­borg­urum frá­ Venes­ú­ela ­fjölgað um 277 pró­sent

Alls voru 48.996 erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi þann í byrjun nóv­em­ber. Flestir erlendir rík­is­borg­arar búsettir hér á landi eru frá Pól­landi eða 20.537 og 4.587 ein­stak­lingar eru með lit­háískt rík­is­fang.

Mest­a hlut­falls­lega ­fjölg­unin á þessu ári var þá hjá ­rík­is­borg­ur­um frá Venes­ú­ela eða um 277 pró­sent frá 1. des­em­ber 2018. Í nóv­em­ber voru þeir 147 tals­ins en voru 39 í des­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Þá hefur íbúum með frá öðrum Norð­ur­lönd­um hefur fækkað hér á landi. Meðal ann­ars hefur dönskum rík­is­borg­urum fækkað um 3,5 pró­sent, norskum rík­is­borg­urum um 6 pró­sent og sænskum rík­is­borg­urum um 5,3 ­pró­sent. Hins ­vegar fjölg­aði finnskum rík­is­borg­urum um 2,1 pró­sent. 

Aðfluttir fleiri en brott­fluttir á hverju ári 

Hag­stofan áætlar að íbúar lands­ins verði 434 þús­und tals­ins árið 2068 gangi mið­spá hennar eftir um þró­un ­mann­fjöld­ans. Til­ ­sam­an­burðar var mann­fjöld­inn 357 þús­und hinn 1. jan­úar 2019. Í háspá Hag­stof­unnar er reiknað með að íbúar verði 506 þús­und í lok spá­tíma­bils­ins en 366 þús­und sam­kvæmt lág­spánn­i. 

Hag­stofan spáir jafn­framt að fjöldi aðfluttra verði hærri en fjöld­i brott­fluttra ár hvert til­ árs­ins 2068. Það er fyrst og fremst ­vegna erlendra inn­flytj­enda. Þá verða íslenskir rík­is­borg­arar sem flytja frá land­inu  áfram fleiri en þeir sem flytja til lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent