Ríflega 70 prósent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning fyrir blaðamenn, felldu samninginn í atkvæðagreiðslu í dag.
Verkfallsaðgerðir blasa því við félagsmönnum næstu misseri, og kjaraviðræður komnar á byrjunarreit.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hafði undirritað samninginn áður, en hann var svo lagður í dóm félagsmanna, og sagðist Hjálmar hvorki get mælt með honum eða vera á móti.
Hann hefur sagt að Samtök atvinnulífsins hafi ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við vilja blaða- og fréttamanna og algjört skilningsleysi á krefjandi aðstæðum stéttarinnar, hafi verið fyrir hendi af hálfu forystufólks SA.
Á kjörskrá voru 380. Samtals samþykktu samninginn 36 félagsins, en 105 sögðu nei. Auðir seðlar voru 6.
Kjarninn, Stundin og Birtingur hafa öll gengið að kröfum Blaðamannafélags Íslands, en stærstu fyrirtækin á fjölmiðlamarkaðnum, þar á meðal Sýn, Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, eru því enn með ósamið um kjaraumgjörð sinna starfsmanna.