Þorsteinn Már hættir í stjórn 14 fyrirtækja

Fyrrverandi forstjóri Samherja er búinn að segja sig úr stjórnum alls 14 fyrirtækja í Bretlandi. Hann hefur nú sagt sig úr að minnsta kosti 17 stjórnum auk þess sem hann hefur stigið til hliðar sem forstjóri.

Þorsteinn Már Baldvinsson skjáskot RÚV
Auglýsing

Þorsteinn Már Baldvinsson, einn aðaleigenda Samherja og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur sagt sig úr stjórnum alls 14 fyrirtækja í Bretlandi. 

Frá þessu er greint á vef Fiskifrétta. Þar segir að um sé að ræða eftirfarandi fyrirtæki: Onward Fishing Company Limited, Boyd Line Limited, Lionman Limited, Uk Fisheries Limited, Marr Management Limited, J. Marr (Fishing) Limited, Kirkella Limited, Jacinta Limited, Armana Limited, Collins (Seafoods) Limited, Seagold Limited, Wraggs Seafoods Limited, Onward Investment Limited og Collins Seafoods Richmond Limited.

Þegar Fiskifréttir könnuðu stöðu mála hjá bresku fyrirtækjaskránni fyrir viku síðan var Þorsteinn Már enn stjórnandi í öllum fyrirtækjunum. 

Ástæða þess að Þorsteinn Már stígur til hliðar er Samherjamálið, en fyrir tveimur vikum opinberuðu Kveikur og Stundin að Samherji hefði greitt ætlaðar mútur, stundað meint peningaþvætti og skattasniðgöngu í tengslum við veiðar samstæðunnar í Namibíu. Samherji er meðal annars sagður hafa greitt alls 1,4 milljarða króna í mútur hið minnsta fyrir aðgengi að ódýrum kvóta. Þiggjendurnir voru tveir ráðherrar í Namibíu, sem báðir hafa sagt af sér, og tveir aðrir einstaklingar tengdir þeim. 

Auglýsing
Þorsteinn Már, sem var sagður vera beinn þátttakandi í öllum aðgerðum Samherja í málinu, steig til hliðar sem forstjóri Samherja skömmu eftir opinberunina og hefur síðan þá einnig farið úr stjórnum sjávarútvegsfyrirtækja sem Samherji á stóran hlut í í Færeyjum, Noregi og Íslandi. 

Greint var frá því fyrr í dag að breska verslunarkeðjan Sainsbury´s kaupir ekki lengur fros­inn fisk af dótt­ur­fé­lagi Sam­herja í Bret­landi. Ákvörðun um að slíta því við­skipta­sam­bandi var þó tekin áður en að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu meintar mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja í tengslum við veiðar fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu. 

Frá þessu er greint á frétta­síð­unni Undercurrent News sem sér­hæfir sig í fréttum af sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Þar kemur enn fremur að Marks and Spencer (M&S), hinn stóra versl­un­ar­keðjan sem hefur keypt fisk af starf­semi Ice Fresh Seafood, dótt­ur­fé­lags Sam­herja, í Grimsby, fylgist mjög vel með þróun mála í mútu­mál­inu.

Rannsókn stendur yfir á málum tengdum Samherja í Namibíu, Noregi og á Íslandi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Við mölunina eru notuð tæki sem eru búin hnífum eða löngum plastþráðum sem snúast hratt og sjálfvirkt. Afköstin skulu vera, að því er fram kemur í svari MAST við fyrirspurn Kjarnans, nægilega mikil til að tryggja að öll dýrin séu deydd samstundis.
Mölun karlkyns hænuunga „er hryllileg iðja“
Á Íslandi er heimilt að beita tveimur aðferðum við aflífun hænuunga; gösun og mölun. Báðum aðferðum er beitt á tugþúsundir unga á ári. „Allir karlkyns ungar sem fæðast í eggjaiðnaði eru drepnir eftir að þeir klekjast út,“ segir formaður Samtaka grænkera.
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent