Blaðamenn höfnuðu kjarasamningi - Verkföll framundan

Ríflega 70 prósent félagsmanna, sem greiddu atkvæði um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins, höfnuðu samningnum í atkvæðagreiðslu.

Hjálmar Jónsson
Auglýsing

Ríf­lega 70 pró­sent þeirra sem greiddu atkvæði um nýjan kjara­samn­ing fyrir blaða­menn, felldu samn­ing­inn í atkvæða­greiðslu í dag. 

Verk­falls­að­gerðir blasa því við félags­mönnum næstu miss­eri, og kjara­við­ræður komnar á byrj­un­ar­reit.

Hjálmar Jóns­son, for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, hafði und­ir­ritað samn­ing­inn áður, en hann var svo lagður í dóm félags­manna, og sagð­ist Hjálmar hvorki get mælt með honum eða vera á mót­i. 

Auglýsing

Hann hefur sagt að Sam­tök atvinnu­lífs­ins hafi ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við vilja blaða- og frétta­manna og algjört skiln­ings­leysi á krefj­andi aðstæðum stétt­ar­inn­ar, hafi verið fyrir hendi af hálfu for­ystu­fólks SA. 

Á kjör­skrá voru 380. Sam­tals sam­þykktu samn­ing­inn 36 félags­ins, en 105 sögðu nei. Auðir seðlar voru 6. 

Kjarn­inn, Stundin og Birt­ingur hafa öll gengið að kröfum Blaða­manna­fé­lags Íslands, en stærstu fyr­ir­tækin á fjöl­miðla­mark­aðn­um, þar á meðal Sýn, Árvak­ur, útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, og Torg, útgáfu­fé­lag Frétta­blaðs­ins, eru því enn með ósamið um kjar­aum­gjörð sinna starfs­manna. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent