Hættan á peningaþvætti var kveikjan að því að millifærslur á fjármagni voru stöðvaðar. Norski bankinn DNB, sem norska ríkið á ríflega þriðjungshlut í, taldi að tvö félög í eigu Samherja, gætu verið notuð í peningaþvætti.
Bankinn brást hins vegar ekki við áhættumerkjunum, úr eigin eftirliti, fyrr en bandaríski bankinn Bank of New York Mellon stöðvaði millifærslu til Bandaríkjanna í fyrra.
DNB hafði þá komist að því, að upplýsingar um raunverulega eigendur félagsins væru ekki fyrir hendi.
Þetta kemur fram í gögnum sem Wikileaks hefur birt, og Stundin, Kveikur og norska ríkisútvarpið NRK eru nú með til umfjöllunar.
Fjallað verður um þessi máli í Kveiki í kvöld.
Í frétt sem birt hefur verið á vef RÚV kemur fram að DNB hafi ekki viljað veita viðtal vegna málsins, en að skoðun á mögulegum brotalömum vegna peningaþvættis séu í forgangi.
Fjallað verður um Samherjaskjölin í Kveiki í kvöld, og meðal annars fjallað um eftirmálanna af afhjúpandi umfjöllun í þættinum í síðustu viku, þar sem fjallað var um meint skattaundanskot, mútugreiðslur og peningaþvætti.