Peningaþvættismálin sem komið hafa upp á Norðurlöndum, meðal annars hjá Swedbank, Nordea og Danske Bank, eru svo umfangsmikil að langt er í að öll kurl séu komin til grafar. Dauðsföll - þar sem fyrrverandi útibússtjórar bankanna í Eystrasaltsríkjunum koma við sögu - eru með þess sem sýnir að alvara lífsins er undir.
Flestar umfjallanir um þessi mál hjá norrænu bönkunum benda til þess að bankakerfi Norðurlandanna hafi opnast upp á gátt fyrir peningaþvætti í aðdraganda og í þrengingum á fjármálamörkuðum. Svarta hagkerfið komst þannig upp á yfirborðið og inn í bankakerfið.
Gerðist þetta hjá íslensku bönkunum líka, bæði þeim sem fallnir eru og síðan þeim sem voru endurreistir? Hvaða fjármagn var það sem kom inn í landið, og hvers vegna hafa endanlegir eigendur allra þeirra erlendu sjóða sem voru umfangsmiklir eftir hrunið, ekki komið upp á yfirboðið í meira mæli?
Þetta er eitt af því sem er til umfjöllunar í hlaðvarpsþættinum Molum, í hlaðvarpi Kjarnans.