Jóhannes um notkun Samherja á DNB: „Þetta er góð leið til að þvætta peninga“

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu segir að orðspor Noregs á alþjóðavísu hafi gert það að verkum að færri spurðu hvaðan peningar Samherja kæmu eftir að þeir voru fluttir inn á bankareikninga DNB.

Jóhannes Stefánssonþ
Jóhannes Stefánssonþ
Auglýsing

„Þetta er góð leið til að þvætta pen­inga,“ segir upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son, sem lék lyk­il­hlut­verk í að opin­bera Sam­herj­a­mál­ið, í við­tali við norska rík­is­sjón­varpið NRK þegar hann er spurður að því af hverju Sam­herja ákvað að vera í við­skiptum við norska stór­bank­ann DNB. Jóhannes starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu og hefur játað á sig að hafa framið lög­brot með því að taka meðal ann­ars þátt í að greiða mútur til að tryggja aðgengi að ódýrum kvóta. Auk þess hefur hann sagt Sam­herja hafa stundað umfangs­mikið pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu.

Í við­tal­inu við NRK segir Jóhannes að þegar pen­ingar séu komnir í norska kerfið og inn í norskt efna­hags­líf þá sé spurt færri spurn­inga þegar þeir eru svo færðir ann­að, þar sem Nor­egur hefur gott orð­spor á alþjóða­vísu og er talið áreið­an­legt. „Þá eru færri spurn­ingar sem vakna frá öðrum löndum um hvaðan pen­ing­arnir kom­a.“

Jóhannes segir í við­tal­inu að honum finn­ist sér­kenni­legt að DNB hafi ekki spurt fleiri spurn­inga um notkun Sam­herja á reikn­ing­un­um, sem hafi falið í sér til­færslur á fé frá Namib­íu, í gegnum Kýpur og inn á reikn­inga DNB. 

Rann­sakað hvort DNB hafi verið mis­notað af glæpa­mönnum

Meint pen­inga­þvætti Sam­herja í gegnum DNB bank­ann, sem er að stóru leyti í eigu norska rík­is­ins, er ein stærsta fréttin í Nor­egi um þessar mund­ir. Í gær greindi NRK frá því að DNB hefði svarað fyr­ir­spurn rík­is­mið­ils­ins um hvort eigin reglum bank­ans um varnir gegn pen­inga­þvætti hefði verið fylgt á þann veg að DNB væri að rann­saka málið til að varpa ljósi á stað­reyndir þess. „Við munum tryggja að við komumst að öllu sem gæti varpað ljósi á hvort að þjón­usta DNB hafi verið mis­notuð af glæpa­mönn­um.“

Auglýsing
Það sé hins vegar of snemmt að segja til um hvort að reglur DNB hafi verið brotnar en það sé auð­vitað eitt af því sem verið sé að rann­saka. 

Í gær­kvöldi birti Wiki­leaks ný gögn sem Kveik­ur, Stund­in og NRK eru nú með til umfjöll­un­­ar. Þar kemur fram að hættan á pen­inga­þvætti hafi verið kveikjan að því að milli­­­færslur á fjár­­­magni voru stöðv­­að­­ar. Taldi að tvö félög í eigu Sam­herja gætu verið notuð í pen­inga­þvætt­i. 

Bank­inn brást hins vegar ekki við áhætt­u­­merkj­un­um, úr eigin eft­ir­liti, fyrr en banda­ríski bank­inn Bank of New York Mellon stöðv­­aði milli­­­færslu til Banda­­ríkj­anna í fyrra. 

Kveikur og Stundin greindu frá því fyrir rúmum tveimur vikum að ­Sam­herji hefði kom­ist hjá því að greiða skatta í Namibíu af þeim hagn­aði sem skap­að­ist af mak­ríl­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins þar, meðal ann­­­­ars með því að færa hagn­að­inn til landa þar sem skattar voru litlir eða engir, til dæmis á Kýp­­­­ur, með við­komu á eyj­unni Mári­­­­tí­us. Allir pen­ingar Sam­herja voru hins vegar sagðir enda í Nor­egi, inni á reikn­ingum í DNB.

Í umfjöllun Stund­­­ar­innar um málið sagði að DNB hefði látið loka ­banka­­­reikn­ingum félags­­­ins Cape Cod FS í skatta­­­skjól­inu Mar­s­hall-eyjum í fyrra. Sam­­­kvæmt Stund­inni fóru um níu millj­­­arður í gegn án þess að DNB vissi nokkurn tím­ann hver ætti fyr­ir­tæk­ið. Fjár­­mun­irnir voru m.a. not­aðir til að greiða laun sjó­­manna Sam­herja í Namib­­íu. Málið er nú til skoð­unar innan DNB.

Slitið í byrjun nóv­em­ber 2019

Stundin greindi frá því fyrir skemmstu að félag­inu Cape Cod FS hefði verið slitið í byrjun þessa mán­að­­ar. Það gerð­ist í kjöl­far þess að stjórn­­endum Sam­herja var gert ljóst að umfjöllun um ætl­­aðar mút­u­greiðsl­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu væri í far­vatn­in­u. 

Auglýsing
Í umfjöllun Stund­­ar­innar hefur komið fram að DNB hafi lokað banka­­reikn­ingum Cape Cod FS í maí í fyrra, í kjöl­far þess að banda­rískur banki hafði neitað milli­­­færslu frá félag­inu. „Ástæðan var meðal ann­­ars sú að bank­inn fékk ekki upp­­lýs­ingar um end­an­­legan eig­anda félags­­ins frá því félagi sem sagður var eig­andi þess, JPC Ship Mana­gement auk þess sem bank­inn sagði í áhætt­u­mati að áfram­hald­andi við­­skipti við félagið fælu í sér „of mikla áhættu“ þar sem bank­inn vissi ekki hver end­an­­legur eig­andi félags­­ins var. Bank­inn sagð­ist því ekki hafa „neina vit­­neskju“ um end­an­­legan eig­anda félags­­ins en full­yrti þó að félagið væri „ekki lengur undir Sam­herj­­a“.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent