Jóhannes um notkun Samherja á DNB: „Þetta er góð leið til að þvætta peninga“

Uppljóstrarinn í Samherjamálinu segir að orðspor Noregs á alþjóðavísu hafi gert það að verkum að færri spurðu hvaðan peningar Samherja kæmu eftir að þeir voru fluttir inn á bankareikninga DNB.

Jóhannes Stefánssonþ
Jóhannes Stefánssonþ
Auglýsing

„Þetta er góð leið til að þvætta pen­inga,“ segir upp­ljóstr­ar­inn Jóhannes Stef­áns­son, sem lék lyk­il­hlut­verk í að opin­bera Sam­herj­a­mál­ið, í við­tali við norska rík­is­sjón­varpið NRK þegar hann er spurður að því af hverju Sam­herja ákvað að vera í við­skiptum við norska stór­bank­ann DNB. Jóhannes starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu og hefur játað á sig að hafa framið lög­brot með því að taka meðal ann­ars þátt í að greiða mútur til að tryggja aðgengi að ódýrum kvóta. Auk þess hefur hann sagt Sam­herja hafa stundað umfangs­mikið pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu.

Í við­tal­inu við NRK segir Jóhannes að þegar pen­ingar séu komnir í norska kerfið og inn í norskt efna­hags­líf þá sé spurt færri spurn­inga þegar þeir eru svo færðir ann­að, þar sem Nor­egur hefur gott orð­spor á alþjóða­vísu og er talið áreið­an­legt. „Þá eru færri spurn­ingar sem vakna frá öðrum löndum um hvaðan pen­ing­arnir kom­a.“

Jóhannes segir í við­tal­inu að honum finn­ist sér­kenni­legt að DNB hafi ekki spurt fleiri spurn­inga um notkun Sam­herja á reikn­ing­un­um, sem hafi falið í sér til­færslur á fé frá Namib­íu, í gegnum Kýpur og inn á reikn­inga DNB. 

Rann­sakað hvort DNB hafi verið mis­notað af glæpa­mönnum

Meint pen­inga­þvætti Sam­herja í gegnum DNB bank­ann, sem er að stóru leyti í eigu norska rík­is­ins, er ein stærsta fréttin í Nor­egi um þessar mund­ir. Í gær greindi NRK frá því að DNB hefði svarað fyr­ir­spurn rík­is­mið­ils­ins um hvort eigin reglum bank­ans um varnir gegn pen­inga­þvætti hefði verið fylgt á þann veg að DNB væri að rann­saka málið til að varpa ljósi á stað­reyndir þess. „Við munum tryggja að við komumst að öllu sem gæti varpað ljósi á hvort að þjón­usta DNB hafi verið mis­notuð af glæpa­mönn­um.“

Auglýsing
Það sé hins vegar of snemmt að segja til um hvort að reglur DNB hafi verið brotnar en það sé auð­vitað eitt af því sem verið sé að rann­saka. 

Í gær­kvöldi birti Wiki­leaks ný gögn sem Kveik­ur, Stund­in og NRK eru nú með til umfjöll­un­­ar. Þar kemur fram að hættan á pen­inga­þvætti hafi verið kveikjan að því að milli­­­færslur á fjár­­­magni voru stöðv­­að­­ar. Taldi að tvö félög í eigu Sam­herja gætu verið notuð í pen­inga­þvætt­i. 

Bank­inn brást hins vegar ekki við áhætt­u­­merkj­un­um, úr eigin eft­ir­liti, fyrr en banda­ríski bank­inn Bank of New York Mellon stöðv­­aði milli­­­færslu til Banda­­ríkj­anna í fyrra. 

Kveikur og Stundin greindu frá því fyrir rúmum tveimur vikum að ­Sam­herji hefði kom­ist hjá því að greiða skatta í Namibíu af þeim hagn­aði sem skap­að­ist af mak­ríl­veiðum fyr­ir­tæk­is­ins þar, meðal ann­­­­ars með því að færa hagn­að­inn til landa þar sem skattar voru litlir eða engir, til dæmis á Kýp­­­­ur, með við­komu á eyj­unni Mári­­­­tí­us. Allir pen­ingar Sam­herja voru hins vegar sagðir enda í Nor­egi, inni á reikn­ingum í DNB.

Í umfjöllun Stund­­­ar­innar um málið sagði að DNB hefði látið loka ­banka­­­reikn­ingum félags­­­ins Cape Cod FS í skatta­­­skjól­inu Mar­s­hall-eyjum í fyrra. Sam­­­kvæmt Stund­inni fóru um níu millj­­­arður í gegn án þess að DNB vissi nokkurn tím­ann hver ætti fyr­ir­tæk­ið. Fjár­­mun­irnir voru m.a. not­aðir til að greiða laun sjó­­manna Sam­herja í Namib­­íu. Málið er nú til skoð­unar innan DNB.

Slitið í byrjun nóv­em­ber 2019

Stundin greindi frá því fyrir skemmstu að félag­inu Cape Cod FS hefði verið slitið í byrjun þessa mán­að­­ar. Það gerð­ist í kjöl­far þess að stjórn­­endum Sam­herja var gert ljóst að umfjöllun um ætl­­aðar mút­u­greiðsl­­ur, pen­inga­þvætti og skatta­snið­­göngu væri í far­vatn­in­u. 

Auglýsing
Í umfjöllun Stund­­ar­innar hefur komið fram að DNB hafi lokað banka­­reikn­ingum Cape Cod FS í maí í fyrra, í kjöl­far þess að banda­rískur banki hafði neitað milli­­­færslu frá félag­inu. „Ástæðan var meðal ann­­ars sú að bank­inn fékk ekki upp­­lýs­ingar um end­an­­legan eig­anda félags­­ins frá því félagi sem sagður var eig­andi þess, JPC Ship Mana­gement auk þess sem bank­inn sagði í áhætt­u­mati að áfram­hald­andi við­­skipti við félagið fælu í sér „of mikla áhættu“ þar sem bank­inn vissi ekki hver end­an­­legur eig­andi félags­­ins var. Bank­inn sagð­ist því ekki hafa „neina vit­­neskju“ um end­an­­legan eig­anda félags­­ins en full­yrti þó að félagið væri „ekki lengur undir Sam­herj­­a“.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent