DNB til rannsóknar - Samherji segir umfjöllun ranga

Stærsti banki Noregs, DNB, er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, í tengslum við rannsókn á viðskiptum Samherja. Norska ríkið á um þriðjungshlut í DNB.

bjorgolfur_johannsson_h.jpg
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu norska bank­ans DNB segir að norska efna­hags­brota­lög­reglan sé nú að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Norsk og íslensk yfir­völd, eru í sam­vinnu í sinni rann­sókn, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni.

Eins og greint var frá í dag, þá voru sex ein­stak­lingar hand­teknir á grund­velli rann­sóknar spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC í Namib­íu, en brotin varða skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sam­kvæmt því sem fram hefur komið í yfir­lýs­ingu ACC. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji hefur birt á vef sín­um, kemur fram að upp­lýs­ingar sem hafi komið fram í umfjöllun RÚV og Stund­ar­inn­ar, er varða fjár­magns­flutn­inga, séu rang­ar. 

„Þær ásak­anir sem settar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til félags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlut­að­eig­andi stjórn­völdum allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í yfir­lýs­ing­unni. „Þess er vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eftir atvikum aðrir fjöl­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutn­ing um mál­ið.“

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vikið að félög­unum Cape Cod FS og JPC Shipmanag­ment. 

„Stundin og Rík­is­út­varpið hafa full­yrt að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod FS og að JPC Shipmana­gement, sem veitti félögum Sam­herja þjón­ustu, hafi „lepp­að“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyrir Sam­herja. Þetta er rangt og ekk­ert í rann­sókn Wik­borg Rein bendir til hins gagn­stæða. ­Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á félag­inu.

Cape Cod FS var í eigu JPC Shipmana­gement sem þjón­u­staði félög tengd Sam­herja um mönnun á skipum í rekstri sam­stæð­unn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra félaga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóða­vísu.

Bæði Stundin og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ónir doll­ara hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­sem­innar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ónir doll­ara voru greiddar til félags­ins vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Í íslenskum fjöl­miðlum hefur verið full­yrt að greiðsl­urnar í gegnum Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namibíu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namibísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsl­una vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ingar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­með­lims ásamt afriti af vega­bréfi hans til namibísks við­skipta­banka sem áframsendir upp­lýs­ing­arnar til Seðla­banka Namib­íu. Til þess að tryggja að allir áhafn­ar­með­limir fengju réttar fjár­hæðir greiddar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðsl­urnar yfir­farnar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni félags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru inntar af hendi.

Þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum Cape Cod FS voru yfir­farn­ar. Rann­sóknin leiddi í ljós að greiðsl­urnar voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist á mark­aði. Um var að ræða umfangs­mikla útgerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum félagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásta Logadóttir, Lárus S. Guðmundsson og Ólafur Hjálmarsson
Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði
Kjarninn 31. október 2020
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent