DNB til rannsóknar - Samherji segir umfjöllun ranga

Stærsti banki Noregs, DNB, er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, í tengslum við rannsókn á viðskiptum Samherja. Norska ríkið á um þriðjungshlut í DNB.

bjorgolfur_johannsson_h.jpg
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu norska bank­ans DNB segir að norska efna­hags­brota­lög­reglan sé nú að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Norsk og íslensk yfir­völd, eru í sam­vinnu í sinni rann­sókn, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni.

Eins og greint var frá í dag, þá voru sex ein­stak­lingar hand­teknir á grund­velli rann­sóknar spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC í Namib­íu, en brotin varða skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sam­kvæmt því sem fram hefur komið í yfir­lýs­ingu ACC. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji hefur birt á vef sín­um, kemur fram að upp­lýs­ingar sem hafi komið fram í umfjöllun RÚV og Stund­ar­inn­ar, er varða fjár­magns­flutn­inga, séu rang­ar. 

„Þær ásak­anir sem settar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til félags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlut­að­eig­andi stjórn­völdum allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í yfir­lýs­ing­unni. „Þess er vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eftir atvikum aðrir fjöl­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutn­ing um mál­ið.“

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vikið að félög­unum Cape Cod FS og JPC Shipmanag­ment. 

„Stundin og Rík­is­út­varpið hafa full­yrt að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod FS og að JPC Shipmana­gement, sem veitti félögum Sam­herja þjón­ustu, hafi „lepp­að“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyrir Sam­herja. Þetta er rangt og ekk­ert í rann­sókn Wik­borg Rein bendir til hins gagn­stæða. ­Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á félag­inu.

Cape Cod FS var í eigu JPC Shipmana­gement sem þjón­u­staði félög tengd Sam­herja um mönnun á skipum í rekstri sam­stæð­unn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra félaga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóða­vísu.

Bæði Stundin og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ónir doll­ara hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­sem­innar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ónir doll­ara voru greiddar til félags­ins vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Í íslenskum fjöl­miðlum hefur verið full­yrt að greiðsl­urnar í gegnum Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namibíu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namibísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsl­una vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ingar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­með­lims ásamt afriti af vega­bréfi hans til namibísks við­skipta­banka sem áframsendir upp­lýs­ing­arnar til Seðla­banka Namib­íu. Til þess að tryggja að allir áhafn­ar­með­limir fengju réttar fjár­hæðir greiddar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðsl­urnar yfir­farnar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni félags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru inntar af hendi.

Þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum Cape Cod FS voru yfir­farn­ar. Rann­sóknin leiddi í ljós að greiðsl­urnar voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist á mark­aði. Um var að ræða umfangs­mikla útgerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum félagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent