DNB til rannsóknar - Samherji segir umfjöllun ranga

Stærsti banki Noregs, DNB, er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, í tengslum við rannsókn á viðskiptum Samherja. Norska ríkið á um þriðjungshlut í DNB.

bjorgolfur_johannsson_h.jpg
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu norska bank­ans DNB segir að norska efna­hags­brota­lög­reglan sé nú að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Norsk og íslensk yfir­völd, eru í sam­vinnu í sinni rann­sókn, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni.

Eins og greint var frá í dag, þá voru sex ein­stak­lingar hand­teknir á grund­velli rann­sóknar spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC í Namib­íu, en brotin varða skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sam­kvæmt því sem fram hefur komið í yfir­lýs­ingu ACC. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji hefur birt á vef sín­um, kemur fram að upp­lýs­ingar sem hafi komið fram í umfjöllun RÚV og Stund­ar­inn­ar, er varða fjár­magns­flutn­inga, séu rang­ar. 

„Þær ásak­anir sem settar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til félags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlut­að­eig­andi stjórn­völdum allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í yfir­lýs­ing­unni. „Þess er vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eftir atvikum aðrir fjöl­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutn­ing um mál­ið.“

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vikið að félög­unum Cape Cod FS og JPC Shipmanag­ment. 

„Stundin og Rík­is­út­varpið hafa full­yrt að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod FS og að JPC Shipmana­gement, sem veitti félögum Sam­herja þjón­ustu, hafi „lepp­að“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyrir Sam­herja. Þetta er rangt og ekk­ert í rann­sókn Wik­borg Rein bendir til hins gagn­stæða. ­Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á félag­inu.

Cape Cod FS var í eigu JPC Shipmana­gement sem þjón­u­staði félög tengd Sam­herja um mönnun á skipum í rekstri sam­stæð­unn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra félaga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóða­vísu.

Bæði Stundin og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ónir doll­ara hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­sem­innar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ónir doll­ara voru greiddar til félags­ins vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Í íslenskum fjöl­miðlum hefur verið full­yrt að greiðsl­urnar í gegnum Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namibíu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namibísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsl­una vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ingar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­með­lims ásamt afriti af vega­bréfi hans til namibísks við­skipta­banka sem áframsendir upp­lýs­ing­arnar til Seðla­banka Namib­íu. Til þess að tryggja að allir áhafn­ar­með­limir fengju réttar fjár­hæðir greiddar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðsl­urnar yfir­farnar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni félags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru inntar af hendi.

Þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum Cape Cod FS voru yfir­farn­ar. Rann­sóknin leiddi í ljós að greiðsl­urnar voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist á mark­aði. Um var að ræða umfangs­mikla útgerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum félagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent