DNB til rannsóknar - Samherji segir umfjöllun ranga

Stærsti banki Noregs, DNB, er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, í tengslum við rannsókn á viðskiptum Samherja. Norska ríkið á um þriðjungshlut í DNB.

bjorgolfur_johannsson_h.jpg
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu norska bank­ans DNB segir að norska efna­hags­brota­lög­reglan sé nú að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Norsk og íslensk yfir­völd, eru í sam­vinnu í sinni rann­sókn, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni.

Eins og greint var frá í dag, þá voru sex ein­stak­lingar hand­teknir á grund­velli rann­sóknar spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC í Namib­íu, en brotin varða skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sam­kvæmt því sem fram hefur komið í yfir­lýs­ingu ACC. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji hefur birt á vef sín­um, kemur fram að upp­lýs­ingar sem hafi komið fram í umfjöllun RÚV og Stund­ar­inn­ar, er varða fjár­magns­flutn­inga, séu rang­ar. 

„Þær ásak­anir sem settar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til félags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlut­að­eig­andi stjórn­völdum allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í yfir­lýs­ing­unni. „Þess er vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eftir atvikum aðrir fjöl­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutn­ing um mál­ið.“

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vikið að félög­unum Cape Cod FS og JPC Shipmanag­ment. 

„Stundin og Rík­is­út­varpið hafa full­yrt að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod FS og að JPC Shipmana­gement, sem veitti félögum Sam­herja þjón­ustu, hafi „lepp­að“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyrir Sam­herja. Þetta er rangt og ekk­ert í rann­sókn Wik­borg Rein bendir til hins gagn­stæða. ­Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á félag­inu.

Cape Cod FS var í eigu JPC Shipmana­gement sem þjón­u­staði félög tengd Sam­herja um mönnun á skipum í rekstri sam­stæð­unn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra félaga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóða­vísu.

Bæði Stundin og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ónir doll­ara hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­sem­innar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ónir doll­ara voru greiddar til félags­ins vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Í íslenskum fjöl­miðlum hefur verið full­yrt að greiðsl­urnar í gegnum Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namibíu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namibísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsl­una vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ingar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­með­lims ásamt afriti af vega­bréfi hans til namibísks við­skipta­banka sem áframsendir upp­lýs­ing­arnar til Seðla­banka Namib­íu. Til þess að tryggja að allir áhafn­ar­með­limir fengju réttar fjár­hæðir greiddar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðsl­urnar yfir­farnar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni félags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru inntar af hendi.

Þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum Cape Cod FS voru yfir­farn­ar. Rann­sóknin leiddi í ljós að greiðsl­urnar voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist á mark­aði. Um var að ræða umfangs­mikla útgerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum félagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent