DNB til rannsóknar - Samherji segir umfjöllun ranga

Stærsti banki Noregs, DNB, er nú til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeildinni í Noregi, í tengslum við rannsókn á viðskiptum Samherja. Norska ríkið á um þriðjungshlut í DNB.

bjorgolfur_johannsson_h.jpg
Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu norska bank­ans DNB segir að norska efna­hags­brota­lög­reglan sé nú að rann­saka bank­ann, í tengslum við rann­sókn á við­skipta­háttum Sam­herj­a. 

Norsk og íslensk yfir­völd, eru í sam­vinnu í sinni rann­sókn, sam­kvæmt yfir­lýs­ing­unni.

Eins og greint var frá í dag, þá voru sex ein­stak­lingar hand­teknir á grund­velli rann­sóknar spill­ing­ar­lög­regl­unnar ACC í Namib­íu, en brotin varða skipu­lagða glæp­a­starf­semi, sam­kvæmt því sem fram hefur komið í yfir­lýs­ingu ACC. 

Auglýsing

Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji hefur birt á vef sín­um, kemur fram að upp­lýs­ingar sem hafi komið fram í umfjöllun RÚV og Stund­ar­inn­ar, er varða fjár­magns­flutn­inga, séu rang­ar. 

„Þær ásak­anir sem settar hafa verið fram um eign­ar­haldið á Cape Cod og greiðslur til félags­ins eru rang­ar. Haldið verður áfram að rann­saka málið og veita hlut­að­eig­andi stjórn­völdum allar upp­lýs­ing­ar,“ segir Björgólfur Jóhanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, í yfir­lýs­ing­unni. „Þess er vænst að Stund­in, Rík­is­út­varpið og eftir atvikum aðrir fjöl­miðlar leið­rétti rangan frétta­flutn­ing um mál­ið.“

Í yfir­lýs­ing­unni er sér­stak­lega vikið að félög­unum Cape Cod FS og JPC Shipmanag­ment. 

„Stundin og Rík­is­út­varpið hafa full­yrt að Sam­herji hafi átt félagið Cape Cod FS og að JPC Shipmana­gement, sem veitti félögum Sam­herja þjón­ustu, hafi „lepp­að“ eign­ar­hald á Cape Cod FS fyrir Sam­herja. Þetta er rangt og ekk­ert í rann­sókn Wik­borg Rein bendir til hins gagn­stæða. ­Sam­herji á ekki og hefur aldrei átt Cape Cod FS og hefur aldrei falið öðrum að „leppa“ eign­ar­haldið á félag­inu.

Cape Cod FS var í eigu JPC Shipmana­gement sem þjón­u­staði félög tengd Sam­herja um mönnun á skipum í rekstri sam­stæð­unn­ar. Kaup á þjón­ustu slíkra félaga er alþekkt í skipa­rekstri á alþjóða­vísu.

Bæði Stundin og Rík­is­út­varpið hafa rang­lega haldið því fram að um 70 millj­ónir doll­ara hafi farið í gegnum Cape Cod FS vegna starf­sem­innar í Namib­íu. Hið rétta er að 28,9 millj­ónir doll­ara voru greiddar til félags­ins vegna starf­sem­innar í Namib­íu.

Í íslenskum fjöl­miðlum hefur verið full­yrt að greiðsl­urnar í gegnum Cape Cod FS séu óút­skýrðar og óeðli­leg­ar. Þetta er alrangt. Í Namibíu eru gjald­eyr­is­höft við lýði. Til þess að fram­kvæma greiðslur út úr namibísku hag­kerfi þurfa að fylgja marg­vís­leg gögn til að sann­reyna greiðsl­una vegna haft­anna. Af þess­ari ástæðu þarf að senda upp­lýs­ingar um greiðslur til hvers og eins áhafn­ar­með­lims ásamt afriti af vega­bréfi hans til namibísks við­skipta­banka sem áframsendir upp­lýs­ing­arnar til Seðla­banka Namib­íu. Til þess að tryggja að allir áhafn­ar­með­limir fengju réttar fjár­hæðir greiddar í sam­ræmi við verk­samn­inga voru greiðsl­urnar yfir­farnar af bæði Cape Cod FS og af starfs­manni félags sem tengd­ist Sam­herja áður en þær voru inntar af hendi.

Þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum Cape Cod FS voru yfir­farn­ar. Rann­sóknin leiddi í ljós að greiðsl­urnar voru í sam­ræmi við það sem tíðk­að­ist á mark­aði. Um var að ræða umfangs­mikla útgerð og því ekk­ert óeðli­legt við þær fjár­hæðir sem fóru í gegnum félagið vegna greiðslna til skip­verja yfir langt tíma­bil,“ segir í yfir­lýs­ingu Sam­herja.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
Kjarninn 25. janúar 2021
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent