Hugmyndir um ör- eða heimasláturhús slegnar út af borðinu

Tillaga sem byggir á því að bændum verði heimilt að slátra, vinna og selja neytendum milliliðalaust afurðir úr eigin bústofni rúmast ekki innan löggjafarinnar og alþjóðlegar skuldbindinga Íslands.

reykjarett_21344488584_o.jpg
Auglýsing

Hug­myndir um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús rúm­ast ekki innan gild­andi lög­gjafar á Íslandi og alþjóð­legra skuld­bind­inga. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Bjarna Jóns­syni, vara­þing­manni VG, um slátrun sauð­fjár og sölu afurða beint til neyt­enda.

Bjarni spurði hvort ráð­herra hefði í hyggju að breyta reglum um örslát­ur­hús og auka frelsi sauð­fjár­bænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neyt­enda og hvort hann teldi svig­rúm innan gild­andi lög­gjafar til þess að gera slíkar breyt­ing­ar.

Í svar­inu segir að ráð­herra telji mik­il­vægt að leita leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bænd­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar komi fram að Ísland eigi að vera leið­andi í fram­leiðslu á heil­næmum land­bún­að­ar­af­urðum og að áhersla verði lögð á nýsköpun og vöru­þróun til að stuðla að byggða­festu, auka verð­mæta­sköpun og nýta tæki­færi sem byggj­ast á áhuga á mat­ar­menn­ingu með sjálf­bærni og gæði að leið­ar­ljósi.

Auglýsing

„Við skoðun á því hvaða leiðir eru færar til að gera breyt­ingar á reglum um slátrun sem miða að því að auka tæki­færi til verð­mæta­sköp­unar er mik­il­vægt að kanna svig­rúm til þess innan gild­andi reglu­verks um mat­væla­ör­yggi og neyt­enda­vernd og þeim alþjóða­skuld­bind­ingum sem Ísland hefur und­ir­geng­ist á við­kom­andi svið­i,“ segir í svar­inu.

Til­laga um örslát­ur­hús tekin til skoð­unar

Sam­kvæmt ráð­herra hefur ráðu­neytið síð­ustu mán­uði í sam­ráði við Mat­væla­stofnun og Bænda­sam­tök Íslands leitað leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum í tengslum við slátr­un. Sér­stak­lega hafi verið tekin til skoð­unar til­laga um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús. Til­lagan byggir á því að bændum verði heim­ilt að slátra, vinna og selja neyt­endum milli­liða­laust afurðir úr eigin bústofni.

Eftir að sam­ráð var haft við nágranna­þjóð­ir, svo sem Nor­eg, Þýska­land og Finn­land, og skoðun á við­kom­andi lög­gjöf sem gildir á svið­inu var það nið­ur­staðan að sú útfærsla af örslát­ur­húsi eða heima­slát­ur­húsi sem var til skoð­unar rúmist ekki innan lög­gjaf­ar­innar og alþjóð­legar skuld­bind­inga Íslands.

„Má þar nefna að í reglu­gerð Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins (EB) nr. 854/2004 um sér­tækar reglur um skipu­lag opin­bers eft­ir­lits með afurðum úr dýra­rík­inu sem ætl­aðar eru til mann­eld­is, sem inn­leidd var hér á landi með reglu­gerð nr. 105/2010, er kveðið á um skoðun opin­bers dýra­læknis fyrir og eftir slátr­un. Mik­il­vægt er að allar breyt­ingar til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum sam­rým­ist fram­an­greindum skuld­bind­ing­um.

Í reglu­gerð 856/2016, um lítil mat­væla­fyr­ir­tæki og hefð­bundin mat­væli, eru sér­stök ákvæði varð­andi lítil slát­ur­hús. Mark­mið reglu­gerð­ar­innar er m.a. að auð­velda slát­ur­húsum að upp­fylla kröfur í holl­ustu­hátta- og eft­ir­lits­reglu­gerð­um. Lítil reynsla er komin á fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar en talið er að þar geti falist ákveðin sókn­ar­færi til auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar,“ segir í svar­in­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent