Hugmyndir um ör- eða heimasláturhús slegnar út af borðinu

Tillaga sem byggir á því að bændum verði heimilt að slátra, vinna og selja neytendum milliliðalaust afurðir úr eigin bústofni rúmast ekki innan löggjafarinnar og alþjóðlegar skuldbindinga Íslands.

reykjarett_21344488584_o.jpg
Auglýsing

Hug­myndir um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús rúm­ast ekki innan gild­andi lög­gjafar á Íslandi og alþjóð­legra skuld­bind­inga. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Bjarna Jóns­syni, vara­þing­manni VG, um slátrun sauð­fjár og sölu afurða beint til neyt­enda.

Bjarni spurði hvort ráð­herra hefði í hyggju að breyta reglum um örslát­ur­hús og auka frelsi sauð­fjár­bænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neyt­enda og hvort hann teldi svig­rúm innan gild­andi lög­gjafar til þess að gera slíkar breyt­ing­ar.

Í svar­inu segir að ráð­herra telji mik­il­vægt að leita leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bænd­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar komi fram að Ísland eigi að vera leið­andi í fram­leiðslu á heil­næmum land­bún­að­ar­af­urðum og að áhersla verði lögð á nýsköpun og vöru­þróun til að stuðla að byggða­festu, auka verð­mæta­sköpun og nýta tæki­færi sem byggj­ast á áhuga á mat­ar­menn­ingu með sjálf­bærni og gæði að leið­ar­ljósi.

Auglýsing

„Við skoðun á því hvaða leiðir eru færar til að gera breyt­ingar á reglum um slátrun sem miða að því að auka tæki­færi til verð­mæta­sköp­unar er mik­il­vægt að kanna svig­rúm til þess innan gild­andi reglu­verks um mat­væla­ör­yggi og neyt­enda­vernd og þeim alþjóða­skuld­bind­ingum sem Ísland hefur und­ir­geng­ist á við­kom­andi svið­i,“ segir í svar­inu.

Til­laga um örslát­ur­hús tekin til skoð­unar

Sam­kvæmt ráð­herra hefur ráðu­neytið síð­ustu mán­uði í sam­ráði við Mat­væla­stofnun og Bænda­sam­tök Íslands leitað leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum í tengslum við slátr­un. Sér­stak­lega hafi verið tekin til skoð­unar til­laga um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús. Til­lagan byggir á því að bændum verði heim­ilt að slátra, vinna og selja neyt­endum milli­liða­laust afurðir úr eigin bústofni.

Eftir að sam­ráð var haft við nágranna­þjóð­ir, svo sem Nor­eg, Þýska­land og Finn­land, og skoðun á við­kom­andi lög­gjöf sem gildir á svið­inu var það nið­ur­staðan að sú útfærsla af örslát­ur­húsi eða heima­slát­ur­húsi sem var til skoð­unar rúmist ekki innan lög­gjaf­ar­innar og alþjóð­legar skuld­bind­inga Íslands.

„Má þar nefna að í reglu­gerð Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins (EB) nr. 854/2004 um sér­tækar reglur um skipu­lag opin­bers eft­ir­lits með afurðum úr dýra­rík­inu sem ætl­aðar eru til mann­eld­is, sem inn­leidd var hér á landi með reglu­gerð nr. 105/2010, er kveðið á um skoðun opin­bers dýra­læknis fyrir og eftir slátr­un. Mik­il­vægt er að allar breyt­ingar til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum sam­rým­ist fram­an­greindum skuld­bind­ing­um.

Í reglu­gerð 856/2016, um lítil mat­væla­fyr­ir­tæki og hefð­bundin mat­væli, eru sér­stök ákvæði varð­andi lítil slát­ur­hús. Mark­mið reglu­gerð­ar­innar er m.a. að auð­velda slát­ur­húsum að upp­fylla kröfur í holl­ustu­hátta- og eft­ir­lits­reglu­gerð­um. Lítil reynsla er komin á fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar en talið er að þar geti falist ákveðin sókn­ar­færi til auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar,“ segir í svar­in­u. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn H. Halldórsson
Hafnar „ávirðingum“ í skýrslu innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar
Framkvæmdastjóri SORPU segir að á þeim 12 ára tíma sem hann hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hafi aldrei verið gerðar athugasemdir við störf hans.
Kjarninn 22. janúar 2020
Bankakerfið dregst saman
Eignir innlánsstofnanna á Íslandi hafa verið að dragast saman að undanförnu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gas- og jarðgerðarstöðin sem á að rísa í Gufunesi.
Framkvæmdastjóri Sorpu látinn víkja eftir svarta skýrslu innri endurskoðunar
Alvarlegur misbrestur var á upplýsingagjöf framkvæmdastjóra Sorpu til stjórnar fyrirtækisins. Afleiðingin var að framkvæmdakostnaður vegna gas- og jarðgerðarkostnaðar fór langt fram úr áætlunum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon nýr forseti viðskiptafræðideildar HÍ
Fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra hefur verið kjörinn forseti viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands næstu tvö árin.
Kjarninn 22. janúar 2020
Halla Gunnarsdóttir
Húsmóðirin og leikskólinn
Kjarninn 22. janúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Forsætisráðherra leggur fram frumvarp um varnir gegn hagsmunaárekstrum
Hagsmunaverðir verða að skrá sig, fyrrverandi ráðherrar verða að bíða í sex mánuði áður en þeir ráða sig til hagsmunasamtaka eftir að hafa látið af störfum og ráðamenn verða að gefa upp fjárhagslega hagsmuni sína, verði nýtt frumvarp að lögum.
Kjarninn 22. janúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent