Hugmyndir um ör- eða heimasláturhús slegnar út af borðinu

Tillaga sem byggir á því að bændum verði heimilt að slátra, vinna og selja neytendum milliliðalaust afurðir úr eigin bústofni rúmast ekki innan löggjafarinnar og alþjóðlegar skuldbindinga Íslands.

reykjarett_21344488584_o.jpg
Auglýsing

Hug­myndir um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús rúm­ast ekki innan gild­andi lög­gjafar á Íslandi og alþjóð­legra skuld­bind­inga. Þetta kemur fram í svari Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Bjarna Jóns­syni, vara­þing­manni VG, um slátrun sauð­fjár og sölu afurða beint til neyt­enda.

Bjarni spurði hvort ráð­herra hefði í hyggju að breyta reglum um örslát­ur­hús og auka frelsi sauð­fjár­bænda til að slátra eigin lömbum og selja afurðir þeirra beint til neyt­enda og hvort hann teldi svig­rúm innan gild­andi lög­gjafar til þess að gera slíkar breyt­ing­ar.

Í svar­inu segir að ráð­herra telji mik­il­vægt að leita leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bænd­um. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar komi fram að Ísland eigi að vera leið­andi í fram­leiðslu á heil­næmum land­bún­að­ar­af­urðum og að áhersla verði lögð á nýsköpun og vöru­þróun til að stuðla að byggða­festu, auka verð­mæta­sköpun og nýta tæki­færi sem byggj­ast á áhuga á mat­ar­menn­ingu með sjálf­bærni og gæði að leið­ar­ljósi.

Auglýsing

„Við skoðun á því hvaða leiðir eru færar til að gera breyt­ingar á reglum um slátrun sem miða að því að auka tæki­færi til verð­mæta­sköp­unar er mik­il­vægt að kanna svig­rúm til þess innan gild­andi reglu­verks um mat­væla­ör­yggi og neyt­enda­vernd og þeim alþjóða­skuld­bind­ingum sem Ísland hefur und­ir­geng­ist á við­kom­andi svið­i,“ segir í svar­inu.

Til­laga um örslát­ur­hús tekin til skoð­unar

Sam­kvæmt ráð­herra hefur ráðu­neytið síð­ustu mán­uði í sam­ráði við Mat­væla­stofnun og Bænda­sam­tök Íslands leitað leiða til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum í tengslum við slátr­un. Sér­stak­lega hafi verið tekin til skoð­unar til­laga um svokölluð örslát­ur­hús eða heima­slát­ur­hús. Til­lagan byggir á því að bændum verði heim­ilt að slátra, vinna og selja neyt­endum milli­liða­laust afurðir úr eigin bústofni.

Eftir að sam­ráð var haft við nágranna­þjóð­ir, svo sem Nor­eg, Þýska­land og Finn­land, og skoðun á við­kom­andi lög­gjöf sem gildir á svið­inu var það nið­ur­staðan að sú útfærsla af örslát­ur­húsi eða heima­slát­ur­húsi sem var til skoð­unar rúmist ekki innan lög­gjaf­ar­innar og alþjóð­legar skuld­bind­inga Íslands.

„Má þar nefna að í reglu­gerð Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins (EB) nr. 854/2004 um sér­tækar reglur um skipu­lag opin­bers eft­ir­lits með afurðum úr dýra­rík­inu sem ætl­aðar eru til mann­eld­is, sem inn­leidd var hér á landi með reglu­gerð nr. 105/2010, er kveðið á um skoðun opin­bers dýra­læknis fyrir og eftir slátr­un. Mik­il­vægt er að allar breyt­ingar til að auka verð­mæta­sköpun hjá bændum sam­rým­ist fram­an­greindum skuld­bind­ing­um.

Í reglu­gerð 856/2016, um lítil mat­væla­fyr­ir­tæki og hefð­bundin mat­væli, eru sér­stök ákvæði varð­andi lítil slát­ur­hús. Mark­mið reglu­gerð­ar­innar er m.a. að auð­velda slát­ur­húsum að upp­fylla kröfur í holl­ustu­hátta- og eft­ir­lits­reglu­gerð­um. Lítil reynsla er komin á fram­kvæmd reglu­gerð­ar­innar en talið er að þar geti falist ákveðin sókn­ar­færi til auk­innar verð­mæta­sköp­un­ar,“ segir í svar­in­u. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent