Nýr frumkvöðlasjóður kynntur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, kynnir miklar aðgerðir í þágu nýsköpunar. Meira er í pípunum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir kynnti í dag Kríu frum­kvöðla­sjóð, nýjan íslenskan hvata­sjóð nýsköp­un­ar­drif­ins frum­kvöðla­starfs. 

Kría verður hvata­sjóður sem fjár­festir í vís­i­sjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjár­magni og tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar. 

Stofnun sjóðs­ins er ein af viða­miklum aðgerðum í þágu nýsköp­unar sem ráð­herra kynnti í dag á Tækni- og hug­verka­þingi Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Auglýsing

„Hér er um að ræða beinar aðgerðir í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starfi á Íslandi. Nýsköp­un­ar­stefnan á að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar með því að byggja upp traustan grund­völl fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öllum svið­um. Með Kríu frum­kvöðla­sjóði festum við í sessi og eflum fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og tryggjum þannig áfram­hald­andi vöxt þeirra með því að vera hvati vísi­fjár­fest­inga,“ segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í til­kynn­ingu.

Kría frum­kvöðla­sjóður

Viða­mesta aðgerðin er að settur verður á fót frum­kvöðla­sjóð­ur­inn Kría sem hefur  þann til­gang að vera hvati vísi­fjár­fest­inga (Venture Capital/VC). 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­sjóðs er gert ráð fyrir sam­tals 2.5 millj­arði á næstu þremur árum til að fjár­magna sjóð­inn. 

Sjóðs­stjórar vís­i­sjóða á Íslandi geta, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, fengið fjár­fest­ingu frá Kríu. Það mun auka aðgengi sjóðs­stjóra að fjár­magni, auka fjár­magn í umferð, auka líkur á að nýir sjóðir verði að veru­leika, auka sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi og styðja við upp­bygg­ingu reynslu og þekk­ingar í nýsköp­un­ar- og sprota­fjár­fest­ing­um.

Ráð­herra kynnti fyrstu aðgerðir sínar í þágu nýsköp­un­ar. Auk Kríu frum­kvöðla­sjóðs kynnti hún meðal ann­ars:

Gerir kröfu um nýsköpun

Nýsköp­un­arr­ráð­herra hefur ákveðið að í fjár­veit­ingum til þeirra stofn­ana sem heyra undir ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði gerð krafa um að hluta þeirra verði varið í aðkeyptar nýsköp­un­ar­lausn­ir.

Opin gögn

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur farið þess á leit við Orku­stofnun að stofn­unin opni­gögn sín og vera leið­andi í því að auka notkun á gögnum hins opin­bera í þágu nýsköp­un­ar. Til að ýta undir slíka notkun grunn­anna, mun Orku­stofnun skipu­leggja hakka­þon þar sem saman koma full­trúar stofn­un­ar­innar og full­trúar frum­kvöðla, sem sjá mögu­leika í að nýta slík gögn til að þróa nýjar lausnir og skapa eitt­hvað nýtt.

Á Íslandi sækja vís­i­sjóðir fjár­fest­ingu sína aðal­lega til líf­eyr­is­sjóða. Núgild­andi reglur um líf­eyr­is­sjóði gera vís­i­sjóðum óþarf­lega erfitt fyrir að sækja sér fjár­magn.

Til að mæta því er stefnt að því að leggja fram frum­varp um auknar heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga í vís­i­sjóðum í 35%.

Hug­veita ráð­herra

Nýja hug­veitu ráð­herra, sem skipuð verður frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar- og fjár­mála­ráð­herra. Verk­efni hug­veit­unnar verða að leggja reglu­lega til ábend­ing­ar, til­lögur eða vanda­mál sem þarfn­ast úrlausna á mál­efna­svið­inu og að veita end­ur­gjöf á áætl­anir og verk­efni ráðu­neyt­anna sem snerta mála­flokk­inn, bæði ný verk­efni, og núver­andi umhverfi.

Þór­dís Kol­brún hefur skipað 10 frum­kvöðla og fjár­festa til setu í hug­veit­unni, auk ráð­herra nýsköp­unar og fjár­mála­ráð­herra:

Ari Helga­son, fjár­festir hjá Index Ventures

Ágústa Guð­munds­dótt­ir, með­stofn­andi Zymet­ech og þró­un­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins

Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, fjár­festir og stjórn­ar­maður í ýmsum fyr­ir­tækjum og fyrrum fram­kvæmda­stjóri Act­a­vis

Guð­björg Rist, fram­kvæmda­stjóri Atmonia

Guð­mundur Haf­steins­son, frum­kvöð­ull og fyrrum stjórn­andi hjá Google

Guð­mundur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Ker­ecis

Gunnar Hólm­steinn Guð­munds­son, með­stofn­andi og rekstr­ar­stjóri Teatime Games, áður rekstr­ar­stjóri QuizUp, og með­stofn­andi & fram­kvæmda­stjóri Clara

Stef­anía Bjarney Ólafs­dótt­ir, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Avo

Tryggvi Þor­geirs­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Sidekick Health

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Kara Conn­ect

Stór skref

„Þetta eru fyrstu aðgerð­irnar í takt við nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland. Þetta eru stór skref sem við stígum í dag en verk­inu er hvergi nærri lokið og því á aldrei að ljúka. Við þurfum stöðugt að huga að því að skapa hér umhverfi þar sem frum­kvöðlar finna frjósaman far­veg, vaxa, dafna og þroskast í opnu og frjálsu umhverfi alþjóð­legrar sam­keppni og sam­vinnu. Næstu aðgerðir verða kynntar í febr­úar 2020,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent