Nýr frumkvöðlasjóður kynntur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, kynnir miklar aðgerðir í þágu nýsköpunar. Meira er í pípunum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir kynnti í dag Kríu frum­kvöðla­sjóð, nýjan íslenskan hvata­sjóð nýsköp­un­ar­drif­ins frum­kvöðla­starfs. 

Kría verður hvata­sjóður sem fjár­festir í vís­i­sjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjár­magni og tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar. 

Stofnun sjóðs­ins er ein af viða­miklum aðgerðum í þágu nýsköp­unar sem ráð­herra kynnti í dag á Tækni- og hug­verka­þingi Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Auglýsing

„Hér er um að ræða beinar aðgerðir í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starfi á Íslandi. Nýsköp­un­ar­stefnan á að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar með því að byggja upp traustan grund­völl fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öllum svið­um. Með Kríu frum­kvöðla­sjóði festum við í sessi og eflum fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og tryggjum þannig áfram­hald­andi vöxt þeirra með því að vera hvati vísi­fjár­fest­inga,“ segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í til­kynn­ingu.

Kría frum­kvöðla­sjóður

Viða­mesta aðgerðin er að settur verður á fót frum­kvöðla­sjóð­ur­inn Kría sem hefur  þann til­gang að vera hvati vísi­fjár­fest­inga (Venture Capital/VC). 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­sjóðs er gert ráð fyrir sam­tals 2.5 millj­arði á næstu þremur árum til að fjár­magna sjóð­inn. 

Sjóðs­stjórar vís­i­sjóða á Íslandi geta, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, fengið fjár­fest­ingu frá Kríu. Það mun auka aðgengi sjóðs­stjóra að fjár­magni, auka fjár­magn í umferð, auka líkur á að nýir sjóðir verði að veru­leika, auka sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi og styðja við upp­bygg­ingu reynslu og þekk­ingar í nýsköp­un­ar- og sprota­fjár­fest­ing­um.

Ráð­herra kynnti fyrstu aðgerðir sínar í þágu nýsköp­un­ar. Auk Kríu frum­kvöðla­sjóðs kynnti hún meðal ann­ars:

Gerir kröfu um nýsköpun

Nýsköp­un­arr­ráð­herra hefur ákveðið að í fjár­veit­ingum til þeirra stofn­ana sem heyra undir ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði gerð krafa um að hluta þeirra verði varið í aðkeyptar nýsköp­un­ar­lausn­ir.

Opin gögn

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur farið þess á leit við Orku­stofnun að stofn­unin opni­gögn sín og vera leið­andi í því að auka notkun á gögnum hins opin­bera í þágu nýsköp­un­ar. Til að ýta undir slíka notkun grunn­anna, mun Orku­stofnun skipu­leggja hakka­þon þar sem saman koma full­trúar stofn­un­ar­innar og full­trúar frum­kvöðla, sem sjá mögu­leika í að nýta slík gögn til að þróa nýjar lausnir og skapa eitt­hvað nýtt.

Á Íslandi sækja vís­i­sjóðir fjár­fest­ingu sína aðal­lega til líf­eyr­is­sjóða. Núgild­andi reglur um líf­eyr­is­sjóði gera vís­i­sjóðum óþarf­lega erfitt fyrir að sækja sér fjár­magn.

Til að mæta því er stefnt að því að leggja fram frum­varp um auknar heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga í vís­i­sjóðum í 35%.

Hug­veita ráð­herra

Nýja hug­veitu ráð­herra, sem skipuð verður frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar- og fjár­mála­ráð­herra. Verk­efni hug­veit­unnar verða að leggja reglu­lega til ábend­ing­ar, til­lögur eða vanda­mál sem þarfn­ast úrlausna á mál­efna­svið­inu og að veita end­ur­gjöf á áætl­anir og verk­efni ráðu­neyt­anna sem snerta mála­flokk­inn, bæði ný verk­efni, og núver­andi umhverfi.

Þór­dís Kol­brún hefur skipað 10 frum­kvöðla og fjár­festa til setu í hug­veit­unni, auk ráð­herra nýsköp­unar og fjár­mála­ráð­herra:

Ari Helga­son, fjár­festir hjá Index Ventures

Ágústa Guð­munds­dótt­ir, með­stofn­andi Zymet­ech og þró­un­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins

Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, fjár­festir og stjórn­ar­maður í ýmsum fyr­ir­tækjum og fyrrum fram­kvæmda­stjóri Act­a­vis

Guð­björg Rist, fram­kvæmda­stjóri Atmonia

Guð­mundur Haf­steins­son, frum­kvöð­ull og fyrrum stjórn­andi hjá Google

Guð­mundur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Ker­ecis

Gunnar Hólm­steinn Guð­munds­son, með­stofn­andi og rekstr­ar­stjóri Teatime Games, áður rekstr­ar­stjóri QuizUp, og með­stofn­andi & fram­kvæmda­stjóri Clara

Stef­anía Bjarney Ólafs­dótt­ir, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Avo

Tryggvi Þor­geirs­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Sidekick Health

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Kara Conn­ect

Stór skref

„Þetta eru fyrstu aðgerð­irnar í takt við nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland. Þetta eru stór skref sem við stígum í dag en verk­inu er hvergi nærri lokið og því á aldrei að ljúka. Við þurfum stöðugt að huga að því að skapa hér umhverfi þar sem frum­kvöðlar finna frjósaman far­veg, vaxa, dafna og þroskast í opnu og frjálsu umhverfi alþjóð­legrar sam­keppni og sam­vinnu. Næstu aðgerðir verða kynntar í febr­úar 2020,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent