Nýr frumkvöðlasjóður kynntur

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra nýsköpunarmála, kynnir miklar aðgerðir í þágu nýsköpunar. Meira er í pípunum.

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir kynnti í dag Kríu frum­kvöðla­sjóð, nýjan íslenskan hvata­sjóð nýsköp­un­ar­drif­ins frum­kvöðla­starfs. 

Kría verður hvata­sjóður sem fjár­festir í vís­i­sjóðum (Venture Capital) og mun auka aðgengi að fjár­magni og tryggja sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og nýsköp­un­ar. 

Stofnun sjóðs­ins er ein af viða­miklum aðgerðum í þágu nýsköp­unar sem ráð­herra kynnti í dag á Tækni- og hug­verka­þingi Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Auglýsing

„Hér er um að ræða beinar aðgerðir í þágu nýsköp­unar á Íslandi, aðgerðir sem munu styrkja, hvetja og hlúa að frum­kvöðla­starfi á Íslandi. Nýsköp­un­ar­stefnan á að gera Ísland betur í stakk búið að mæta áskor­unum fram­tíð­ar­innar með því að byggja upp traustan grund­völl fyrir hug­vits­drifna nýsköpun á öllum svið­um. Með Kríu frum­kvöðla­sjóði festum við í sessi og eflum fjár­mögn­un­ar­um­hverfi frum­kvöðla og tryggjum þannig áfram­hald­andi vöxt þeirra með því að vera hvati vísi­fjár­fest­inga,“ segir Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, nýsköp­un­ar­ráð­herra, í til­kynn­ingu.

Kría frum­kvöðla­sjóður

Viða­mesta aðgerðin er að settur verður á fót frum­kvöðla­sjóð­ur­inn Kría sem hefur  þann til­gang að vera hvati vísi­fjár­fest­inga (Venture Capital/VC). 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­sjóðs er gert ráð fyrir sam­tals 2.5 millj­arði á næstu þremur árum til að fjár­magna sjóð­inn. 

Sjóðs­stjórar vís­i­sjóða á Íslandi geta, að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um, fengið fjár­fest­ingu frá Kríu. Það mun auka aðgengi sjóðs­stjóra að fjár­magni, auka fjár­magn í umferð, auka líkur á að nýir sjóðir verði að veru­leika, auka sam­fellu í fjár­mögn­un­ar­um­hverfi og styðja við upp­bygg­ingu reynslu og þekk­ingar í nýsköp­un­ar- og sprota­fjár­fest­ing­um.

Ráð­herra kynnti fyrstu aðgerðir sínar í þágu nýsköp­un­ar. Auk Kríu frum­kvöðla­sjóðs kynnti hún meðal ann­ars:

Gerir kröfu um nýsköpun

Nýsköp­un­arr­ráð­herra hefur ákveðið að í fjár­veit­ingum til þeirra stofn­ana sem heyra undir ferða­mála, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra verði gerð krafa um að hluta þeirra verði varið í aðkeyptar nýsköp­un­ar­lausn­ir.

Opin gögn

Nýsköp­un­ar­ráð­herra hefur farið þess á leit við Orku­stofnun að stofn­unin opni­gögn sín og vera leið­andi í því að auka notkun á gögnum hins opin­bera í þágu nýsköp­un­ar. Til að ýta undir slíka notkun grunn­anna, mun Orku­stofnun skipu­leggja hakka­þon þar sem saman koma full­trúar stofn­un­ar­innar og full­trúar frum­kvöðla, sem sjá mögu­leika í að nýta slík gögn til að þróa nýjar lausnir og skapa eitt­hvað nýtt.

Á Íslandi sækja vís­i­sjóðir fjár­fest­ingu sína aðal­lega til líf­eyr­is­sjóða. Núgild­andi reglur um líf­eyr­is­sjóði gera vís­i­sjóðum óþarf­lega erfitt fyrir að sækja sér fjár­magn.

Til að mæta því er stefnt að því að leggja fram frum­varp um auknar heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til fjár­fest­inga í vís­i­sjóðum í 35%.

Hug­veita ráð­herra

Nýja hug­veitu ráð­herra, sem skipuð verður frum­kvöðlum og nýsköp­un­ar- og fjár­mála­ráð­herra. Verk­efni hug­veit­unnar verða að leggja reglu­lega til ábend­ing­ar, til­lögur eða vanda­mál sem þarfn­ast úrlausna á mál­efna­svið­inu og að veita end­ur­gjöf á áætl­anir og verk­efni ráðu­neyt­anna sem snerta mála­flokk­inn, bæði ný verk­efni, og núver­andi umhverfi.

Þór­dís Kol­brún hefur skipað 10 frum­kvöðla og fjár­festa til setu í hug­veit­unni, auk ráð­herra nýsköp­unar og fjár­mála­ráð­herra:

Ari Helga­son, fjár­festir hjá Index Ventures

Ágústa Guð­munds­dótt­ir, með­stofn­andi Zymet­ech og þró­un­ar­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins

Guð­björg Edda Egg­erts­dótt­ir, fjár­festir og stjórn­ar­maður í ýmsum fyr­ir­tækjum og fyrrum fram­kvæmda­stjóri Act­a­vis

Guð­björg Rist, fram­kvæmda­stjóri Atmonia

Guð­mundur Haf­steins­son, frum­kvöð­ull og fyrrum stjórn­andi hjá Google

Guð­mundur Fer­tram Sig­ur­jóns­son, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Ker­ecis

Gunnar Hólm­steinn Guð­munds­son, með­stofn­andi og rekstr­ar­stjóri Teatime Games, áður rekstr­ar­stjóri QuizUp, og með­stofn­andi & fram­kvæmda­stjóri Clara

Stef­anía Bjarney Ólafs­dótt­ir, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Avo

Tryggvi Þor­geirs­son, með­stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Sidekick Health

Þor­björg Helga Vig­fús­dótt­ir, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Kara Conn­ect

Stór skref

„Þetta eru fyrstu aðgerð­irnar í takt við nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland. Þetta eru stór skref sem við stígum í dag en verk­inu er hvergi nærri lokið og því á aldrei að ljúka. Við þurfum stöðugt að huga að því að skapa hér umhverfi þar sem frum­kvöðlar finna frjósaman far­veg, vaxa, dafna og þroskast í opnu og frjálsu umhverfi alþjóð­legrar sam­keppni og sam­vinnu. Næstu aðgerðir verða kynntar í febr­úar 2020,“ segir Þór­dís Kol­brún.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent