Fimmtán manns var sagt upp hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, í dag. Fréttablaðið greinir fyrst frá.
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins dreifðust uppsagnir á allar miðla útgáfunnar, það er vef og prent. Starfsmönnum var tilkynnt um uppsagnir í dag á fundi.
Auglýsing
Guðmundur Hermannsson, fréttastjóri hjá Morgunblaðinu, staðfestir að uppsagnir hafi verið hjá fyrirtækinu í dag í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að uppsagnir hafi dreifst á margar deildir fyritækisins og fleiri en blaðamönnum hafi verið sagt upp.
Samkvæmt Vísi.is var að minnsta kosti þremur blaðakonum og Emilíu Björnsdóttur, yfirmanni ljósmyndadeildar, sem starfað hefur hjá Morgunblaðinu síðan árið 1974, sagt upp störfum.