Sá hluti neyðarlánsins sem var endurgreiddur fór til eigenda og stjórnenda Kaupþings

Deutsche Bank endurgreiddi stóran hluta af þeim fjármunum sem bankinn fékk frá Kaupþingi eftir veitingu neyðarlánsins fyrir þremur árum síðan. Þeir fjármunir fóru til Kaupþings hf. og hækkuðu verulega bónusgreiðslur starfsmanna og stjórnenda þess félags.

Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt.
Auglýsing

Á meðal þeirra greiðslna sem fóru út úr Kaup­þingi eftir að Seðla­banki Íslands veitti bank­anum neyð­ar­lán upp á 500 millj­ónir evra 6. októ­ber 2008 voru greiðslur til­ Deutsche ­Bank. Þýski bank­inn ákvað fyrir þremur árum að end­ur­greiða stóran hluta þeirrar upp­hæðar sem hann fékk greidda frá Kaup­þingi síð­ustu vik­urnar sem bank­inn var starf­andi.

Sú ákvörðun var tekin eftir að stöð­ug­leika­samn­ing­arnir við íslenska ríkið voru und­ir­rit­aðir og frá­gengnir og því rann greiðslan til Kaup­þings ehf., félags utan um eft­ir­stand­andi eignir Kaup­þings banka. Það félag greiddi stjórn­endum og starfs­mönnum sínum veg­lega bón­us­greiðslu í fyrra vegna árang­urs við inn­heimtu á útistand­andi kröf­um.

Héldu áfram að hagn­ast eftir nauða­samn­inga

Þótt stöð­ug­leika­samn­ingar hafi verið und­ir­rit­aðir og höftum lyft voru enn tæki­færi til staðar hér­lendis fyrir skamm­tíma­sjóð­ina sem sótt­ust eftir ágóða á Íslandi. Nauða­samn­ing­arnir hleyptu þeim beint að eignum sín­um. Það gerði þeim kleift að vinna enn betur úr þeim og auka hagnað sinn umtals­vert frá því sem áður var áætl­­að. Í nýlegri bók eftir Norð­­­mann­inn Svein Har­ald Øygard, sem var Seðla­­­­banka­­­­stjóri á Íslandi frá febr­­­­ú­­­­ar­lokum 2009 og fram til 20. ágúst sama ár, sem ber heitið „Í víg­línu íslenskra fjár­­­­­mála“, kom fram að hægt væri að auka þann hagnað um allt að 65 pró­­sent. 

Það útskýrir að þessir aðilar voru enn að bæta við nýjum sjóðum á Íslandi á árinu 2017, tæpum tveimur árum eftir að nauða­­samn­ingar voru hand­sal­að­­ir. Í bók­inni er rætt við umsjón­­ar­­mann eins sjóð­anna sem vildi ekki láta nafn síns getið né fyrir hvaða sjóð hann var að starfa. Hann segir þar: „Við keyptum svo­­lítið síðla árs 2011 og sóttum í okkur veðrið í árs­­byrjun 2012[...]Árið 2012 keyptum við í nafni aðal­­­sjóðs­ins okk­­ar. Árið 2013, stofn­uðum við sjóð þar sem fjár­­­festar gátu fjár­­­fest beint í þrota­­búum Glitnis og Kaup­­þings. Árið 2016 bætt­ist við sjóður sem átti hluta af ábat­­anum af upp­­­gjör­inu. Árið 2017 bættum við enn einum sjóði við, hann átti einn nýju bank­anna að hluta.“

Auglýsing
Sami við­­mæl­andi sagði síðar í bók­inni að hans sjóður hafi ráðið um 40 pró­­sent í einu þrota­­bú­anna snemma árs 2018. Lík­­­legt verður að telja að sjóð­­stjór­inn sem um ræðir starfi hjá Taconic Capital, sem átti 46 pró­­sent í Kaup­­þingi ehf. í byrjun árs í fyrra og 47,7 pró­­sent í byrjun yfir­­stand­andi árs.

Deutsche Bank end­ur­greiddi hluta neyð­ar­láns­ins

Dæmi um það hvernig var hægt að vinna úr eignum er mála­rekstur sem Kaup­þing stóð í gagn­vart þýska stór­bank­anum Deutsche bank vegna fjár­muna höfðu runnið frá Kaup­þingi til Deutsche Bank síð­ustu vik­urnar fyrir fall íslenska bank­ans vegna hins svo­kall­aða CLN-strúkt­úrs. Alls nam heild­ar­upp­hæð þeirra fjár­muna sem fóru frá Kaup­þingi til þýska bank­ans vegna þessa 510 millj­ónum evra. Ekki hafði verið reiknað með að hægt yrði að end­ur­heimta féð, sem rann frá Kaup­þingi á tíma­bil­inu 22. sept­em­ber til 7. októ­ber 2008. Síð­ustu greiðsl­urnar fóru því til Deutsche Bank eftir að Seðla­banki Íslands hafði veitt Kaup­þingi neyð­ar­lán, og tveimur dögum áður en að bank­inn fór á haus­inn. 

Nán­ast níu árum upp á dag frá því að Kaup­þing féll, eða snemma í októ­ber 2016, náð­ist skyndi­lega sam­komu­lag, sem síðar var form­gert í des­em­ber sama ár þegar dóm­stólar stað­festu það. Deutsche Bank vildi greiða stóran hluta þeirrar upp­hæðar sem Kaup­þing hafði beint og óbeint fal­ast eftir að fá greidda, eða 425 millj­ónir evr­a. 

Því fékk Kaup­þing stóran hluta neyð­ar­láns­ins end­ur­greiddan frá Deutsche Bank. Sú upp­hæð rann þó ekki til Seðla­banka Íslands, heldur til eig­enda Kaup­þings ehf., og að mestu áður­nefndra skamm­tíma­sjóða.

Fámennur hópur fékk svim­andi háa bónusa fyrir inn­heimtu

Greint var frá því fyrir þremur árum síðan að um 20 manna hóp­ur lyk­il­­­starfs­­­manna Kaup­­­þings gæti fengið allt að 1,5 millj­­­arða króna til að skipta á milli sín ef hámörkun á virði eigna Kaup­­­­þings myndi nást. 

Auglýsing
Næð­ust mark­miðin átti að greiða út bón­us­greiðsl­­­­urnar eigi síðar en í apríl 2018.

Kjarn­inn greindi frá því í októ­ber síð­ast­liðnum að greiðslur til starfs­­manna félags­­ins, sem voru 17 tals­ins, hefðu í heild numið rúm­­lega 3,5 millj­­örðum króna á árinu 2018 og hækk­­uðu um 900 millj­­ónir króna þrátt fyrir að starfs­­fólki hefði fækk­­að. Frá árinu 2016 hafa greiðslur til starfs­­fólks Kaup­­þings auk­ist um 1,9 millj­­arð króna en starfs­­fólk­inu sjálfu fækkað úr 30 í 17. 

Stjórn og for­­stjóri Kaup­­þings ehf., félags utan um eft­ir­stand­andi eignir þrota­­bús hins fallna banka Kaup­­þings, voru sam­tals með 1.216 millj­­ónir króna í laun í fyrra. Í stjórn Kaup­­þings sitja Allan Jef­frey Carr, Paul Cop­ley, Óttar Páls­­­­son og Piergi­orgio Lo Greco. Copley er einnig for­­stjóri Kaup­­­­þing. Það fækk­­aði um einn í stjórn félags­­ins á milli ára, en Bene­dikt Gísla­­son hætti í henni í ágúst 2018 og tók þess í stað sæti í stjórn Arion banka, sem þá var að að stóru leyti enn í eigu Kaup­­þings. Bene­dikt var svo ráð­inn banka­­stjóri Arion banka í sum­­­ar. Því verður að gera ráð fyrir að greiðslur til Bene­dikts fram að þeim tíma sem hann hætti hjá Kaup­­þingi telj­ist með í heild­­ar­­upp­­hæð launa­greiðslna til stjórn­­­ar. 

Launa­greiðslur til stjórnar juk­ust úr 544 millj­­ónum króna í 1.216 millj­­ónir króna á árinu 2018, eða um 672 millj­­ónir króna. 

Eini Íslend­ing­­ur­inn sem var eftir í stjórn Kaup­­þings, lög­­­mað­­ur­inn Óttar Páls­­son, hefur setið þar frá árinu 2016 að ósk helstu eig­enda Kaup­­þings, sem eru banda­rískir vog­un­­ar- og áhætt­u­­sjóð­­ir. Hann starf­aði áður sem ráð­gjafi fyrir þá.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent