Sérsveitarmenn lögreglunnar í Bretlandi skutu mann til bana á Londonbrúnni (London Bridge), en fjölmargir eru slasaðir eftir hnífaárásir hans á almenna borgara í aðdragandanum, samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að árásirnar séu rannsakaðar sem hryðjuverkaárás.
London Bridge Attack pic.twitter.com/1R6v0j1o51
— Wolfgang Kitzler (@wolfgangert) November 29, 2019
Þá greinir BBC frá að svo virðist sem árásarmaðurinn hafi verið klæddur gervi-sprengjuvesti, en lýsingar vagfarenda eru á þá leið, að skyndilega hafi myndast mikil ringulreið og fólki hafi hlaupið frá brúnni til að flýja eitthað sem erfitt var að greina hvað var.
Today the street of London have witnessed some incredible bravery these members of the public bravely pinned down the suspected terrorist armed with a knife while armed officers approached the scene. #LondonShooting #LondonBridge pic.twitter.com/CT7jSmeCGY
— Police Hour (@PoliceHour) November 29, 2019
En hnífaárásirnar virðast hafa átt sér stað leiftursnöggt. Sumir eru alvarlega slasaðir, en lögreglan verst frétta af frekari rannsóknum, en hefur staðfest að verið sé að kanna vísbendingar um hvort árásin kunni að vera hluti af umfangsmeiri hryðjuverkaárásum.