Vilja auka frelsi í dreifingu jarðneskra leifa

Hlutfall bálfara af útförum hefur aukist hér á landi á síðustu árum. Í nýju frumvarpi er lagt til að fólki verði gert frjálst að ákveða hvar og hvernig ösku þeirra er dreift, hvort sem það sé á hafi, yfir öræfum eða á fleiri en einum stað.

leii-jons-sigurssonar_14264529208_o.jpg
Auglýsing

Bálfarir verða sífellt stærra hlut­fall af útförum hér á landi og æ fleiri vilja dreifa ösku hins látna ann­ars staðar en í kirkju­görð­u­m. Tólf þing­menn úr öllum þing­flokkum nema Mið­flokknum hafa því lagt fram frum­varp um að að dreif­ing jarð­neskra leifa verði gefin frjáls. 

Tvö­falt fleiri óskir um dreif­ingu ösku

Hlutur bálfara í útförum hér á landi hefur auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu árum. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi í fyrra kom fram að á árinu 2013 voru bálfarir 28,6 pró­sent af útförum en fjórum árum síðar voru bálfarir 35 pró­sent af öllum útför­u­m. 

Auglýsing

Sam­hliða auknum bálförum hefur færst í vöxt að fólk óski eftir að dreifa ösku utan kirkju­garða. Umsóknum um slíka dreif­ingu tvö­fald­að­ist á tíma­bil­inu 2013 til 2018. En sam­kvæmt núgild­andi lögum um kirkju­garða eru ströng skil­yrði fyrir dreif­ingu ösku en sýslu­maður getur heim­ilað að ösku verði dreift yfir­ ör­æfi eða sjó ef ótví­ræð ósk hins látna um slíkt liggi fyr­ir. 

Enn fremur er óheim­ilt að dreifa ösku á fleiri en einn stað, sem og að merkja dreif­ing­ar­stað. 

Minni tak­mörkun á Norð­ur­lönd­unum

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld BeckÞing­menn­irnir tólf hafa því lagt til að dreif­ing jarð­neskra leifa verði gefin frjáls. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að með lögum um kirkju­garða, greftrun og lík­brennslu sé óhætt að segja að um tölu­verða opin­bera íhlutun sé að ræða þegar kemur að jarð­neskum leifum fólks. 

Þing­menn­irnir telja slíka íhlutun ónauð­syn­lega og engin ástæða sé til ann­ars en að ein­stak­lingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarð­neskar leifar þeirra séu varð­veitt­ar, grafnar eða þeim dreift. 

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni segir að víð­ast hvar í nálægum löndum sé dreif­ing ösku ekki tak­mörkuð eins mikið og hér, til að mynda er varðar stað­setn­ingu eða auð­kenn­ingu slíkra dreif­ing­ar­staða. Á Norð­ur­lönd­unum þekk­ist að sér­stakir skógar séu fyrir dreif­ingu lík­ams­leifa og þar megi setja upp minn­ing­ar­skjöld sem ætt­ingjar geta svo vitjað og við­hald­ið. Þó eru þar einnig ákveðin skil­yrði fyrir dreif­ingu ösku en þau séu almennt rýmri en hér tíðkast. 

Með frum­varp­inu er lagt til að á­fram þurfi að búa um ösk­una í þar til gerðum duft­kerum eftir lík­brennslu en gefið verði frjálst hvað gert verður við ker­in. Afnumin verður skyldan um að grafa kerin í graf­ar­stæði en sé hins vegar ákveðið að grafa ker í kirkju­garði skal fylgja ákvæði lag­anna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent