Vilja auka frelsi í dreifingu jarðneskra leifa

Hlutfall bálfara af útförum hefur aukist hér á landi á síðustu árum. Í nýju frumvarpi er lagt til að fólki verði gert frjálst að ákveða hvar og hvernig ösku þeirra er dreift, hvort sem það sé á hafi, yfir öræfum eða á fleiri en einum stað.

leii-jons-sigurssonar_14264529208_o.jpg
Auglýsing

Bálfarir verða sífellt stærra hlut­fall af útförum hér á landi og æ fleiri vilja dreifa ösku hins látna ann­ars staðar en í kirkju­görð­u­m. Tólf þing­menn úr öllum þing­flokkum nema Mið­flokknum hafa því lagt fram frum­varp um að að dreif­ing jarð­neskra leifa verði gefin frjáls. 

Tvö­falt fleiri óskir um dreif­ingu ösku

Hlutur bálfara í útförum hér á landi hefur auk­ist jafnt og þétt á síð­ustu árum. Í svari dóms­mála­ráð­herra við fyr­ir­spurn á Alþingi í fyrra kom fram að á árinu 2013 voru bálfarir 28,6 pró­sent af útförum en fjórum árum síðar voru bálfarir 35 pró­sent af öllum útför­u­m. 

Auglýsing

Sam­hliða auknum bálförum hefur færst í vöxt að fólk óski eftir að dreifa ösku utan kirkju­garða. Umsóknum um slíka dreif­ingu tvö­fald­að­ist á tíma­bil­inu 2013 til 2018. En sam­kvæmt núgild­andi lögum um kirkju­garða eru ströng skil­yrði fyrir dreif­ingu ösku en sýslu­maður getur heim­ilað að ösku verði dreift yfir­ ör­æfi eða sjó ef ótví­ræð ósk hins látna um slíkt liggi fyr­ir. 

Enn fremur er óheim­ilt að dreifa ösku á fleiri en einn stað, sem og að merkja dreif­ing­ar­stað. 

Minni tak­mörkun á Norð­ur­lönd­unum

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd: Bára Huld BeckÞing­menn­irnir tólf hafa því lagt til að dreif­ing jarð­neskra leifa verði gefin frjáls. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að með lögum um kirkju­garða, greftrun og lík­brennslu sé óhætt að segja að um tölu­verða opin­bera íhlutun sé að ræða þegar kemur að jarð­neskum leifum fólks. 

Þing­menn­irnir telja slíka íhlutun ónauð­syn­lega og engin ástæða sé til ann­ars en að ein­stak­lingar hafi meira frelsi um hvernig og hvort jarð­neskar leifar þeirra séu varð­veitt­ar, grafnar eða þeim dreift. 

Enn fremur segir í grein­ar­gerð­inni segir að víð­ast hvar í nálægum löndum sé dreif­ing ösku ekki tak­mörkuð eins mikið og hér, til að mynda er varðar stað­setn­ingu eða auð­kenn­ingu slíkra dreif­ing­ar­staða. Á Norð­ur­lönd­unum þekk­ist að sér­stakir skógar séu fyrir dreif­ingu lík­ams­leifa og þar megi setja upp minn­ing­ar­skjöld sem ætt­ingjar geta svo vitjað og við­hald­ið. Þó eru þar einnig ákveðin skil­yrði fyrir dreif­ingu ösku en þau séu almennt rýmri en hér tíðkast. 

Með frum­varp­inu er lagt til að á­fram þurfi að búa um ösk­una í þar til gerðum duft­kerum eftir lík­brennslu en gefið verði frjálst hvað gert verður við ker­in. Afnumin verður skyldan um að grafa kerin í graf­ar­stæði en sé hins vegar ákveðið að grafa ker í kirkju­garði skal fylgja ákvæði lag­anna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent