Sparisjóðirnir hætta að geta framkvæmt erlendar millifærslur

Vera Íslands á gráum lista FATF, vegna ónægra varna gegn peningaþvætti, dregur dilk á eftir sér.

Peningar - Evrur
Auglýsing

Spari­sjóð­irnir munu ekki geta þjón­u­stað við­skipta­vini sína með erlendar milli­færslur á næst­unni og hefur við­skipta­vinum sem þurfa að nýta sér slíka þjón­ustu bent á að gera við­eig­andi ráð­staf­anir hjá öðru fjár­mála­fyr­ir­tæki. 

Sam­starfs­að­ili spari­sjóð­anna getur ekki lengur veitt þessa þjón­ustu vegna krafna frá erlendum sam­starfs­að­ila hans.  

Ástæðan fyrir þessu eru auknar kröfur erlendra fyr­ir­tækja, í tengslum við varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. 

Auglýsing

Eins og fram hefur komið - og Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um - þá er Ísland á gráum lista FATF vegna ónægra varna gegn pen­inga­þvætti.

Íslenskir bankar hafa jafn­framt ekki treyst sér til að veita spari­sjóðnum þessa þjón­ustu vegna krafna sinna sam­starfs­að­ila erlendis. „Spari­sjóð­ur­inn hefur ekki verið beinn aðili að  erlendri greiðslu­miðlun og treyst á sam­starf inn­lendra aðila í þeim efn­um,“ segir í til­kynn­ingu sem birt hefur verið á vef spari­sjóða.  

Erlendir sam­starfs­að­ilar íslensku bank­anna hafa nú úti­lokað slíkt sam­starf vegna auk­inna krafna í tengslum við reglur um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka.

Von­ast er til þess að þetta verði tíma­bundið ástand og að spari­sjóð­irnir geti aftur veitt ofan­greinda þjón­ustu áður en langt um líð­ur.

Ekki verður hægt að milli­færa fjár­muni eða greiða til erlendra aðila eftir 6. des­em­ber á þessu ári, og þá verður ekki hægt að mót­taka greiðslur erlendis frá eftir 13. des­em­ber, þar sem spari­sjóð­irnir eiga í hlut.

Það sama gildir um milli­færslur á erlendum gjald­miðli milli banka inn­an­lands þar sem þær greiðslur fara í gegnum erlenda greiðslu­miðl­un.

Þessi þjón­ustu­skerð­ing hefur ekki áhrif á aðra þjón­ustu spari­sjóð­anna og verður t.d. áfram hægt að kaupa erlendan gjald­eyri, stofna gjald­eyr­is­reikn­inga og fram­kvæma inn­lendar og erlendar greiðslur með greiðslu­kort­um.

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um ónægar varnir í íslensku fjár­mála­kerfi þegar kemur að pen­inga­þvætti.

Í apríl 2018 skil­aði FATF, alþjóð­­­leg sam­tök sem hafa það hlut­verk að móta aðgerðir til að hindra að fjár­­­­­mála­­­kerfið sé mis­­­notað í þeim til­­­­­gangi að koma illa fengnu fé aftur í umferð, skýrslu um Ísland. Með því að ger­­­ast aðili að sam­tök­unum þá skuld­batt Ísland sig til að und­ir­­­gang­­­ast og inn­­­­­leiða þau skil­yrði sem sam­tökin telja að þurfi að upp­­­­­fyll­­­ast.

Í skýrslu FATF fékk pen­inga­þvætt­is­eft­ir­lit Íslend­inga fall­ein­kunn. Alls var gerð athuga­­­semd við 51 atriði í laga- og reglu­­­gerð­­­ar­um­hverfi Íslands og því hvernig við fram­­­fylgjum eft­ir­liti með pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka.

Á meðal þess sem þar kom fram var að íslensk stjórn­­­völd litu ekki á rann­­­sóknir á pen­inga­þvætti sem for­­­gangs­­­mál. Þeir litlu fjár­­­munir sem settir voru í að koma upp um, rann­saka og sak­­­sækja pen­inga­þvætti voru þar lyk­il­at­riði. Afleið­ingin var meðal ann­­­ars sú að tak­­­mark­aðar skrán­ingar höfðu verið á grun­­­sam­­­legum til­­­­­færslum á fé utan þess sem stóru við­­­skipta­­­bank­­­arnir og hand­­­fylli ann­­­arra fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækja fram­­­kvæma. Þá skorti einnig á að að upp­­­lýs­ingum um hreyf­­­ingar á fé og eignum væri deilt með við­eig­andi stofn­unum í öðrum lönd­­­um.

Íslandi var gefið fram á mitt ár 2019 til að bregð­­­ast við. Ef úrbætur yrðu ekki nægj­an­­­leg­­­ar, og Ísland færi á jafn­­­vel á lista FATF yfir ósam­vinn­u­þýð ríki myndi það, að mati inn­­­­­lendra hags­muna­að­ila, leiða til þess að orðstír og trú­verð­ug­­­leiki Íslands á alþjóða­vett­vangi biði veru­­­legan hnekki.

Íslenska ríkið brást við með alls­herj­­­­­ar­átaki. Ný heild­­­ar­lög um varnir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka voru sam­­­þykkt og fjöldi ann­­­arra laga og reglu­­­gerða voru upp­­­­­færð. Þá voru auknir fjár­­­munir settir í manna­ráðn­­­ingar og kaup á kerfum til að bæta það sem FATF hafði sett út á. En það dugði ekki til og Ísland var, líkt og áður sagði, sett á gráan lista og í aukna eft­ir­­fylgni, 18. októ­ber síð­­ast­lið­inn.

Upp­fært: Klukkan 2:51, var tengli í til­kynn­ingu á www.­spar.is bætt við í grein.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent